Morgunblaðið - 19.06.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.06.2012, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2012 Skálholt er nokkur sameign þjóðarinnar eins og klukkan á Þing- völlum forðum sem var hennar eina eign. Nú les maður um hvers kyns undarlegar an- staltir í Skáholti. Þing- maður einn sem frægur er að endemum hefur tekið sig til ásamt fleira fólki að reisa af grund- velli í nánd Skálholtskirkju þúst eina sem kölluð er Þorláksbúð. Sú búð er í hróplegu ósamræmi við allan snikk staðarins og veldur furðu að allt sem heitir skipulagsyfirvöld skyldi blessa þetta tiltæki. Þetta eru þó barnavípur einar hjá þeirri ætlan að reisa miðaldakirkju á svæðinu. Þar ganga fluggammar fremstir í flokki og heybrækur kirkj- unnar fylgja í humátt á eftir af því að þær hafa aldrei skoðun á nokkrum hlut. Nú ætlar flugveldið Æslander að taka yfir Skálholtsskóla og gera að restaurant. Er það í samhengi við kirkjubáknið sem þeir ætla að reisa í samkeppni við guðdóminn á staðnum og verður Skálholtskirkja sem eitt lítið bænhús við siden af. Kom nefnilega að því að ferða- málaskúmum fannst illa farið með góðan þorsta þar sem var Skálholts- staður og vantaði nokkurn herslu- mun að gera hann að túristagildru. Því var einn vildarvinur biskupsins teygður austur í fyrrasumar og hon- um boðin öll ríki veraldarinnar ef hann yrði samvinnuþýður. Upplagt að reisa þarna tilgátuhús að þeirri stóru Skálholtskirkju sagði flugmar- skálkurinn og flugfélagið skyldi taka yfir staðinn og sjá um klósettin. Engu líkara en þetta hafi fengið skilning og á endanum stuðning hjá óskiljan- legum og vaklandi stofnunum kirkjunnar og allt í gúddí og braut- in breið. Nú má svosem segja að opinber guðstrú í landinu sé á undanhaldi og eins gott að nýta skæklana til svokall- aðrar atvinnusköpunar, enda virðast Tungnamenn láta þetta allt yfir sig ganga eins og hvert annað hundsbit, þó með glýju í augunum um einhverja hlunka. Dómur sög- unnar er aftur á móti eitthvað sem á sér langan aðdraganda og kannske ekki ástæða til að hafa áhyggjur af í bili. En skratti er ég hræddur um að sá dómur verði ekki vægur þegar hann fellur. Fixídea verður til einn vondan veð- urdag að endilega verði að hrófla upp einhverri Þorláksbúð. Þá er hendi næst hjá hugmyndasmiðnum að hringja í íhaldsþingmann kjördæm- isins Árna Johnsen, áhugamann um tilgátuhús. Hann svarar því nátt- úrlega til að auðvelt verði að dobbla fjárveitinganefnd á góðum degi sem er hans orðalag. Og nefndin pírir eitt- hvað í málefnið sem þó er ekki nóg til að klára dæmið og þar við situr. Bók- hald og fjárreiður náttúrlega í skötu- líki. Ókei. Miklu verra með miðaldakirkjuna sem kirkjuyfirvöld virðast hafa gleypt með húð og hári. Og losna við Skálholtsskólabatteríið sem ekki hef- ur samúð hjá yfirvöldum að ætla mætti og ekki sérlega vert áhyggna þar á bæ. Breytir ekki því að Skála- holt er á sínum stað, miðstöð Íslands í þúsund ár eða svo. Hvernig svo sem menn eru innréttaðir trúarlega og þvíumlíkt er staðurinn samgróinn þjóðarvitund margra Íslendinga og þeim finnst Skálholt vera Ísland. Lærður skóli öldum saman og þar var ráðum ráðið, gráum eða góðum. Árni Magnússon dró bókakost sinn til Skálaholts áður en hann var flutt- ur í kistum miklum með herskipi til Danmerkur eftir Norðurlandastríðin til að verða eldi að bráð í Kaupinhafn. Eitthvert mesta drama íslenskra sögu og bókmennta átti heima í Skál- holti á 17. öld þegar Ragnheiður Brynjólfsdóttir sór tylftareyðinn og fæddi svo barnunga níu mánuðum síðar. Brynjólfur faðir hennar varð niðurbrotinn og kallaði ástandið heimilisböl þyngra en tárum tæki: Mala domestica majora sunt lacrimis. Ragnheiður dó náttúrlega með ný- orta passíusálmana á brjóstinu til að fullkomna harmleikinn. Einhvern veginn býr þetta innra með oss og fjallgrimm áform sjoppu- kallanna snerta viðkvæma strengi. Skelfilegast að kirkjuliðið skuli vera svo heillum horfið að skynja það ekki. Þetta er bara ekki hægt, Matthías. Hjálmar Jónsson frá Bólu í Blönduhlíð var ákvæðaskáld og til marks um það að Akrahreppur grey þótti ekki tækur til sameiningar í eitt sveitarfélag sem heitir Skagafjörður og það hátt á 20. öld. Hann orti til og um presta sína og þar á meðal þetta sem hefur auðvitað víðari skírskotun: Fari Mammon flár úr skut fyrr en sjór er rokinn, annars stelur hann öllum hlut í vertíðarlokin. Góðfús lesandi ætti að læra þetta erindi og hafa fyrir munni sér of daga. Brallað með Skálholt Eftir Finnboga Hermannsson »Hvernig svo sem menn eru innrétt- aðir trúarlega og því- umlíkt er staðurinn samgróinn þjóðarvitund margra Íslendinga og þeim finnst Skálholt vera Ísland. Finnbogi Hermannsson Höfundur er rithöfundur. Bréf til blaðsins Ég hef verið þeirrar skoðunar síðan haustið 2008 að við þyrftum að velja okkur nýjan forseta, ekki vegna þess að við þyrftum að refsa þeim sem fyrir var, heldur vegna þess að við þyrft- um að rýma til fyr- ir nýjum hug- myndum og nýjum andblæ. Snemma á liðn- um vetri settist ég niður með nokkr- um einstaklingum sem voru sammála mér um þörfina fyrir nýjan forseta. Við sátum drykk- langa stund yfir tebolla og reyndum að finna líklegan arftaka, þ.e.a.s. manneskju sem gæti horft fram á veg- inn og verið glæsilegur fulltrúi ungrar þjóðar, manneskju sem gæti hjálpað okkur að þroska með okkur nýjar von- ir og nýja sýn, manneskju sem ekki væri löskuð af pólitísku argaþrasi ár- anna fyrir hrun. Yfir tebollanum bar mörg nöfn á góma. En hversu mikla trú sem við höfðum á öllu því góða fólki, hverju á sínu sviði, þá vissum við í fundarlok að forsetaefnið var enn ófundið. Sú var alla vega tilfinningin sem ég fór með heim að tedrykkju lokinni. Það er ekki nóg að forsetinn sé góður í stærð- fræði, annálaður tungumálasnillingur, farsæll fiskimaður, glæsilegur íþrótta- kappi eða fróður um sögu þjóðarinnar. Forsetinn þarf líka að hafa „þetta eitt- hvað“, sem er svo erfitt að lýsa að mað- ur getur ekki einu sinni skilgreint það sem hæfniskröfu í atvinnuauglýsingu. Skömmu eftir tedrykkjufundinn heyrði ég nafn Þóru Arnórsdóttur fyrst nefnt sem hugsanlegs frambjóð- anda. Þá vissi ég að ég gæti hætt að leita. Þarna var þetta komið. Ég þekkti Þóru ekki neitt, hafði bara hitt hana einu sinni á ráðstefnu. En ég hafði auð- vitað fylgst með störfum hennar árum saman – og ekki bara störfum í þrengsta skilningi þess orðs, heldur líka viðbrögðum og framkomu við óvæntar aðstæður eins og iðulega koma upp í beinum útsendingum. Eftir þetta liðu nokkrar vikur, eða kannski mánuðir. Þá frétti ég af því einn daginn að Þóra hefði boðað til fréttamannafundar í Hafnarborg, þar sem von væri á yfirlýsingu um hugs- anlegt forsetaframboð. Ég var staddur á höfuðborgarsvæðinu þennan dag og ákvað að líta við í Hafnarfirðinum, fannst að þetta væri viðburður sem gaman væri að eiga minningu um. Á fundinum í Hafnarborg tilkynnti Þóra um framboð sitt til forseta Ís- lands. Eftirminnilegustu orðin úr ræð- unni hennar voru „Það er þörf fyrir nýjan tón í samfélaginu“. Ég þurfti ekki meira. Ég hef lært það á langri ævi að það er farsælt að fylgja eigin til- finningu. Það hef ég gert í þessu máli. Þess vegna vil ég að Þóra Arnórsdóttir verði næsti forseti Íslands. STEFÁN GÍSLASON, umhverfisstjórnunarfræðingur í Borgarnesi. Hvers vegna Þóru? Eftir Stefán Gíslason Stefán Gíslason Ársalir fasteignamiðlun og fyrirtækjasala Ef þú vilt selja, leigja eða kaupa fasteign eða selja eða kaupa fyrirtæki í rekstri, hafðu samband. Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5, 105 Rvk 533 4200 Ársalir ehf fasteignamiðlun 533 4200 og 892 0667 arsalir@arsalir.is Engjateigi 5, 105 Rvk Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali Fjallalamb á framandi máta Grillað fillet á spjóti, marinerað í hvítlauk, ólífuolíu, tímian & dijon sinnepi, borið fram á salatbeði með hægelduðum rauðlauk, ristuðum sveppum, bakaðri kartöflu & hvítlauks dressingu 2.690 kr. Hálendis spjótNÝTT Grillhúsið Tryggvagötu og Sprengisandi, sími: 5275000, grillhusid@grillhusid.is, www.grillhusid.is Lífið er litríkt Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150 60 ára reynsla á Íslandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.