Morgunblaðið - 19.06.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.06.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2012 Ný sending Fallegir bolir fyrir konur á öllum aldri Margir litir og gerðir Stærðir S-XXXL Einnig eigum við alltaf vinsælu velúrgallana Stærðir S-XXXL Verið velkomin Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Texti: Steinþór Guðbjartsson Myndir: Ragnar Axelsson „Ég er hissa hvað þetta dreifist vel,“ segir Jón Ingvar Jónsson leiðsögu- maður og skimar eftir farþegum í rútu númer Costa 31 við Geysi síð- degis í gær. Þórleif Hjartardóttir, leiðsögumaður hóps nr. Costa 16, tekur í sama streng en segir dreif- ingu ferðamannanna á Gullna hringnum samt ekki koma á óvart, því skipuleggjendur hafi langa og góða reynslu. „Þetta er vant fólk og veit hvað það gerir,“ segir hún. Moggamenn skelltu sér Gullna hringinn í gær, rétt eins og nokkur þúsund ferðamenn, meðal annars úr fjórum skemmtiferðaskipum. Um- ferðin var stöðug og manna á milli á áfangastöðum mátti heyra að von væri á 105 rútum á svæðið fyrir utan alla einkabílana, bílaleigubílana og leigubílana. Fólk lét umferðina samt ekki á sig fá heldur naut náttúrunnar á áfangastöðum í blíðskaparveðri. Og veitinganna við Gullfoss og Geysi, þar sem flestir virtust fá sér pylsu og kók eða hamborgara með öllu. Við Strokk mátti heyra saumnál detta á milli gosa og svo hviss í gest- um í takt við strókinn. Hljómaði sem millistig á milli „vá“ og „jess“. „Þetta var fallegt,“ sögðu austur- rísku hjónin Iris og Helmut Mayer. Þau ætluðu með rútu að Gullfossi og ganga síðan yfir Kjöl, voru á þriðja degi í tveggja vikna ferð. „Við höfum lengi viljað ferðast um Ísland og nú var gott tækifæri, því við fáum mikið fyrir peningana okkar,“ segir Hel- mut Mayer. Tækifæri til að sjá EM Ensku hjónin Steve og Dorothy Barker eru í fimm daga ferð, fara heim á morgun, eru á bílaleigubíl og reyna að sjá sem mest. „Það var þess virði að sjá Jökulsárlón, þó að dag- urinn hafi farið í ferðina,“ segir eig- inmaðurinn um ferð sunnudagsins og er ánægður með byrjunina á Gullna hringnum. „Þetta gengur vel, margt að sjá og ekkert vandamál að rata,“ bætir hann við. En það er ekki bara Ísland sem heillar hjónin heldur líka Evrópu- keppnin í fótbolta. „Venjulega horf- um við ekki mikið á sjónvarp en það er gott að slappa af yfir Evrópu- keppninni eftir góðan ferðadag,“ seg- ir sá enski. steinthor@mbl.is Gullfoss Fjölmenni var á göngustígum við Gullfoss í gær og margir fóru eins nálægt fossinum og leyft er. Ferðamenn á hverju strái  Fjölmenni á Gullna hringnum Plötuskil Ferðamenn skammt ofan við Almannagjá á Þingvöllum. Útsýni Það er margt að sjá, sama hvert litið er í grennd við Gullfoss. Strokkur Gos að byrja. Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Vöru- og þjónustukaup skemmti- ferðaskipa í höfnum landsins eru umtalsverð. Komum skemmti- ferðaskipa til landsins fjölgar úr 67 í 81 hjá Faxaflóahöfnum á milli ár- anna 2011 og 2012. Sömu sögu er að segja frá Akureyri, en þangað koma 65 skip í ár en voru 55 í fyrra og á Ísafirði fjölgar skipum úr 32 í 33, en tekjur hafnarinnar aukast þó úr 30 í 35 milljónir og farþegafjöldi eykst úr 20.000 á Ísa- firði í 30.000 farþega. Ástæðan er stærri skip en í fyrra. Hafnargjöld Faxaflóahafna námu 143 milljónum í fyrra og verða nálægt 180 milljónum í ár. Á Akureyri aukast hafnargjöld af skemmtiferðaskipum úr 70 í 100 milljónir á milli ára. Samanlögð hafnargjöld þessara þriggja hafna hækka því úr 243 í 315 milljónir árið 2012. Þessu til viðbótar greiða skipin vitagjöld í ríkissjóð. Auk hafnargjaldanna eru skipin að kaupa margháttaða þjónustu í hverri höfn. Á meðalskipi eru um 1.500 starfsmenn sem fá ýmsa þjónustu hér á landi, má þar nefna tannlæknaþjónustu, lyf og aðra þjónustu. Auk þess eru þjónustu- fyrirtæki hérlendis sem útvega varahluti og ýmsan varning um borð í skipin. Eitt þeirra er TVG- Zimsen sem er með 1,5 stöðugildi allt árið í þjónustu við skipin og yf- ir sumartímann fjölgar þeim upp í fjóra. Þessir starfsmenn eru milli- liðir skipafélaga og þjónustusala. Fá gáma senda til landsins Heildsölufyrirtækið Ekran selur matvörur um borð í skipin, að- allega ávexti, grænmeti, vatn, ferskan fisk og mjólkurvörur. Ekki er þó um að ræða stórfelld við- skipti. Skip geta verið að kaupa frá örfáum boxum af ávöxtum upp í Viðskipti í hverri höfn  Þjónusta við skipin eykst árvisst  Borga 315 milljónir í hafnargjöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.