Morgunblaðið - 19.06.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.06.2012, Blaðsíða 6
Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Þegar minkur komst í fyrsta sinn í Vigur í febr- úar 2010 náði hann að veiða 40 teistur og leggja þær í bælið sitt á um það bil einni viku áður en hann var drepinn. „Þar sem ekki ber mikið á teistum við landið á þessum árstíma sést vel hvað minkurinn er glúrinn að veiða, og mikill vargur, að hafa náð því,“ segir Salvar Bald- ursson, bóndi í Vigur og bætir við að ef mink- urinn hefði komið síðar um sumarið hefði hann getað valdið miklu meiri skaða, þar sem nóg æti sé í eyjunni fyrir hann. Síðan minkurinn var felldur hefur ekki orðið vart við mink í eynni: „Hins vegar er stutt í land og bæði minkur og refur eru hreinir skaðvaldar fyrir æðarvarpið, þeir taka stóran toll af ungaframleiðslunni.“ „Yndislegasti tími ársins orðinn að martröð“ Sigurbjörg Helgadóttir, æðarbóndi í Borg- arbyggð, segir að ásókn tófu í varpið hafi aldrei verið eins slæm og í vor: „Hér áður fyrr þótti það fréttnæmt ef það sást í tófu í fjalli í leitum á haustin, en svo fór hún að fikra sig nær og fara í varpið hérna í flóanum og núna er hún nánast komin heim að bænum.“ Sigurbjörg hefur vak- að lengi undanfarinn mánuð til þess að verja varpið fyrir tófunni, og beitt til þess ýmsum ráðum, þar á meðal gasbyssum og útvarpi. Þá hafi verið girt fyrir, og nemi það á um annan kílómetra. Þá voru refaskyttur að veiðum fyrr í sumar, en nú hafi þær fyllt upp í kvótann sinn og séu því hættar. 40 tófur hafa verið felldar í vor. Þó að sveitarfélagið hafi samþykkt auka- fjárveitingu á dögunum sé ekki nóg að gert: „Borgarbyggð hefur ekki staðið sig sem skyldi í þessu máli.“ Sigurbjörg segir að hún sé komin að því að gefast upp fyrir áganginum: „Þegar tófan hefur gert út um varpið hjá mér mun hún líklega fara út í eyjarnar rétt hjá, enda leitar hún þangað sem ætið er.“ Sigurbjörg segir að ágangurinn hafi farið mjög illa með fuglalífið í sveitinni og að sveit- arstjórnin geri sér ekki grein fyrir því hverjar afleiðingarnar verði af óbreyttu ástandi. Það gæti tekið fuglalífið mörg ár að jafna sig, jafn- vel þó að tekið yrði strax á vandanum: „Þetta var yndislegasti tími ársins hér áður fyrr, en hefur núna breyst í hreina martröð.“ Ljósmynd/ Björn Baldursson Veiðibráð vargsins Hér sést veiðibráð minksins sem komst út í eyna Vigur í febrúar árið 2010. Hann náði að veiða 40 teistur og draga þær í bæli sitt á skömmum tíma áður en hann var sjálfur felldur. Vargur skæður í Vigur  Minkur drap 40 teistur á einni viku þegar hann komst í Vigur í febrúar 2010  Tófan núna „hrein martröð“ að sögn æðarbónda í Borgarbyggð 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2012 Vegna umræðu um tíðar ránsferðir í hnakkageymslur hesthúsa að und- anförnu á Suður- og Suðvesturlandi og hugmyndir um að örmerkja hnakka til að auðvelda auðkenni þeirra hafði Jón Baldur Lorange, sviðsstjóri tölvudeildar Bænda- samtaka Íslands, samband við blað- ið. Hann sagði málið hafa áður verið rætt og einhverjir séu þegar farnir að merkja hnakka sína auk þess sem sumir söðlasmiðir merki sína hnakka með númeri. Jón Baldur segir að það sé til skoðunar að Worldfengur taki vist- un þessara upplýsinga að sér. „Við erum sérfræðingar í miðlægum gagnagrunnum og það væri lítið mál að bæta inn í Worldfenginn þeim möguleika að menn geti skráð hnakkinn og örmerkið og vera með miðlæga skráningu á þeim. Menn gætu þá flett upp eigendum að hnökkunum. Það er mjög auðveld leið. Þarna eru allir innviðir tilbúnir. Þarna eru allir skráðir og allir fé- lagar í LH og í Félagi hrossabænda hafa aðgang að Worldfeng,“ segir Jón Baldur. Hann segir að búið sé að ræða við nokkrar verslanir og trygg- ingafélög um aðkomu að þessu verk- efni, en tvö tryggingafélög eru nú þegar með aðgengi að Worldfeng vegna hrossatrygginga. ipg@mbl.is Örmerktir hnakkar í Worldfeng  Er í skoðun hjá BÍ Baldur Arnarson, Kjartan Kjartansson og Hjörtur J. Guðmundsson Veiðigjald á næsta fiskveiðiári verður frá 12,7-13,8 milljarðar króna og verð- ur vinnu við frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu fram haldið með það að markmiði að ljúka tillögum á næstu mánuðum. Svo má draga saman veigamestu at- riðin í samkomulagi allra flokka á þingi um þinglok en það er með fyr- irvörum sem raktir eru hér til hliðar. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG og sjávarútvegsráðherra, segir veiðigjaldið taka mið af aðstæðum. „Það er mjög erfitt að áætla þetta nákvæmlega á þessu stigi mála. Það er í raun ekki hægt. Við vitum það ekki fyrr en búið er að mæla loðnuna og endanlega liggur fyrir hvað verður veitt af henni og hverjir þorskígildis- stuðlarnir verða,“ segir Steingrímur og víkur að lækkun veiðigjalds frá frumvarpsdrögum í vor. Viðráðanlegt fyrir útgerðina „Það er alveg ljóst að það er búið að milda þetta umtalsvert fyrir útgerð- ina. Það hlýtur nú að skipta einhverju máli. Við erum búin að mýkja þetta mjög. Það er bæði farið af stað með miklu lægra hlutfall af umframrent- unni á næsta ári og ferillinn sem fylgir er mildari. Þetta er á allan hátt orðið mýkra fyrir útgerðina. Ég trúi ekki öðru en að það finnist menn í þeirra röðum sem viðurkenni það. Ég tel að þetta sé orðið mjög vel við- ráðanlegt fyrir fyrirtækin og með þeim ráðstöfunum sem gerðar eru gagnvart þeim skuldugu þá held ég að það eigi ekki að vera margir sem þurfa að hafa áhyggjur af því að þeir komist ekki gegnum næsta ár miðað við hve horfurnar eru góðar fyrir sjávarútveg- inn,“ segir Steingrímur sem telur þjóðina þurfa „að taka af þol- inmæði á því að hún [fái] mun lægra hlutfall umframrentu í sinn hlut“ en færa mætti „gild rök fyrir“. Munu grafa göng fyrir gjaldið Kristján Möller, þingmaður Sam- fylkingar og formaður atvinnuvega- nefndar, segir að tekjur af almenna veiðigjaldinu muni fara til reksturs grunnstofnana í sjávarútvegi, á borð við Hafrannsóknastofnun. „Hvað sérstaka veiðigjaldið varðar hefur verið boðað í fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar strax á næsta ári að hluti þess verði notaður til að bæta samgöngur úti á landi … Þá er ég að tala um Norðfjörð, Seyðisfjörð og sunnanverða Vestfirði, þ.m.t. Dýra- fjarðargöng. Við erum að sjá Norð- fjarðargöng til útboðs á haustinu og að framkvæmdir hefjist strax næsta vor og Dýrafjarðargöng í beinu fram- haldi af því.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði flokkinn fallast á þinglok í trausti þess að veiðigjaldið yrði endurskoðað fyrir næsta sumar. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir millileik á ferð. „Það er alltaf ánægjulegt þegar menn ná samkomulagi. Þetta lítur hins vegar út fyrir að vera millileikur. Málinu er hvergi nærri lokið. Það verður áfram óvissa um skipan mála í sjávarútvegi í framtíðinni sem aftur mun hamla framþróun í greininni. Fyrirhugað veiðigjald yrði að óbreyttu mjög íþyngjandi fyrir grein- ina,“ segir Höskuldur. Landsbankinn og Íslandsbanki boðuðu viðbrögð næstu daga. Gjöldin allt að 13,8 milljarðar  Hluti af samkomulagi um þinglok  Gildir út næsta fiskveiðiár  Formaður VG telur útgerðina vel ráða við nýja gjaldið  Bankastjóri Arion banka telur gjaldið munu verða íþyngjandi fyrir útgerðina Morgunblaðið/Árni Sæberg Dagróður með Aðalbjörgu RE 5 Sjávarútvegsráðherra telur að útgerðirnar geti staðið undir gjaldinu. Fram kemur í yfirlýsingu vegna samkomulagsins um meðferð sjávarútvegsfrumvarpa að sérstaka veiði- gjaldið verði 23,20 krónur á kílóið af botnfiski og 27,50 krónur á uppsjávarafla. „Áætlaðar tekjur ríkissjóðs eru miðað við þetta á bilinu 12,7-13,8 milljarðar króna. Ef nettótekjur ríkissjóðs af veiðigjaldi fara yfir 13,8 millj- arða á árinu 2013 skal taka tillit til þess til lækkunar sem nemur því sem umfram er, við upphaf fiskveiðiárs- ins 2013/2014 (á fyrsta gjalddaga),“ segir í yfir- lýsingunni og er svo kveðið á um að gjalddagar sér- staka veiðigjaldsins verði fjórir í stað þriggja. Þá er sá fyrirvari hafður á að „verði óvæntur afla- brestur, verðfall á mörkuðum eða ef veiðigjaldanefnd upp- götvar skekkju í for- sendum við mat á auðlindarentu verður álagning endurskoðuð fyrir þriðja eða í síðasta lagi fjórða gjalddaga næsta fiskveiðiárs.“ Hvað varðar frumvarpið um stjórn fiskveiða kemur fram í yfirlýsingunni að trúnaðarhópur stjórn- málaflokkanna sem hafi unnið að frumvarpinu muni starfa áfram og ljúka störfum með greinargerð. „Jafnframt skal við þá vinnu hafa til hliðsjónar sam- spil upphæðar veiðigjalda og útfærslu á stjórn fisk- veiða með það að markmiði að tryggja stöðugt lagaum- hverfi fyrir stjórn fiskveiða til framtíðar. Náist samkomulag á þessum vettvangi mun það verða lagt til grundvallar framlagningu frumvarps um stjórn fisk- veiða af hálfu stjórnarflokkanna á nýju þingi næsta haust,“ segir m.a. í textanum sem má nálgast í gegnum kóða hér til hliðar. Fram kemur í öðru fylgiskjali að kvótaþing verði 16.000 þorskígildistonn á fyrsta fiskveiðiári, 18.000 tonn á því næsta og 20.000 tonn á því þriðja. Fyrirvari um endurskoðun VERÐI AFLABRESTUR EÐA VERÐHRUN VERÐUR VEIÐIGJALDIÐ LÆKKAÐ Skannaðu kóðann til að lesa yfir- lýsingu um gjöldin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.