Morgunblaðið - 19.06.2012, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍFHreyfing og útivist
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2012
Martin Parkhoi er danskur dugnaðar-
forkur sem ákvað að rífa sig upp úr
sleni og leti og byrja að hreyfa sig
aftur af fullum krafti. Á síðunni segir
Martin, sem fæddur er árið 1973, að
hann hafi á yngri árum verið virkur
bæði í tennis og badminton í
heimabæ sínum Fredensborg. Eftir
að Martin flutti til Kaupmannahafnar
hætti hann hins vegar að hreyfa sig
jafn mikið og það sýndi sig á vigtinni.
Loks árið 2004 batt Martin á sig
hlaupaskóna á ný og hefur síðan þá
hlaupið í ýmsum maraþonum með
prýðisgóðum árangri. Auk þess sem
hann hefur lést til muna. Martin
gefur fólki í svipuðum sporum og
hann var sjálfur góð ráð og hvatningu
á heimasíðu sinni martinparkhoi.dk.
Þar bloggar hann um æfingapró-
gramm sitt nærri daglega og setur
einnig inn myndir úr hlaupum sem
hann hefur tekið þátt í.
Vefsíðan www.martinparkhoi.dk
Morgunblaðið/Eggert
Maraþon Allir af stað, nú er lag í góðu sumarveðri og birtu.
Danskur dugnaðarforkur
Hið árlega Brákarhlaup verður hald-
ið laugardaginn 23. júní nk. í
tengslum við Brákarhátíðina í Borg-
arnesi. En hlaupið er kennt við am-
báttina Þorgerði Brák, fóstru Egils
Skallagrímssonar, sem hljóp undan
Skallagrími forðum daga ofan úr
Sandvík og út á Digranes, þar sem
hún hljóp út af bjarginu á sund.
Lagt verður af stað frá Landnáms-
setrinu í Borgarnesi kl. 11:00 og
hlaupið um götur og stíga í Borg-
arnesi. Í boði verða tvær vega-
lengdir, 3 km og 10 km, og verður
leiðin auðrötuð. Nánari upplýsingar
og skráning fer fram á hlaup.is
Endilega …
… hlaupið
Brákarhlaupið
Morgunblaðið/Eggert
Fjölbreytt dagskrá Frá Brákarhátíð.
Jónsmessuganga Bláa lónsins og
Grindavíkur verður haldin laugardag-
inn 23. júní. Gangan hefst kl. 20.30
og lagt verður af stað frá Sundlaug
Grindavíkur. Gengið verður upp á
fjallið Þorbjörn þar sem varðeldur
verður tendraður og tónlistarmað-
urinn Svavar Knútur mun sjá um
söng og gítarspil. Áætlað er að ferðin
taki um tvær og hálfa klukkustund en
Bláa lónið verður opið til kl. 24.00
þetta kvöld. Enginn þátttökukostn-
aður er í gönguna og eru þátttak-
endur á eigin ábyrgð.
Gangan er samstarfsverkefni Bláa
lónsins og Grindavíkur og hefur notið
mikilla vinsælda undanfarin ár enda
veitir hún þátttakendum tækifæri til
að upplifa einstaka náttúru svæð-
isins á bjartasta tíma ársins.
Sætaferðir verða með Kynnis-
ferðum frá BSÍ kl. 19.30 og SBK frá
Reykjanesbæ kl. 20.00. Einnig frá
Bláa lóninu til Grindavíkur, Reykja-
nesbæjar kl. 01.00 og Reykjavíkur kl.
00.30. Sætaferð frá Reykjanesbæ
kostar 1.500kr. og sætaferð frá BSÍ
3.500 kr., báðar leiðir.
Jónsmessuganga Bláa lónsins og Grindavíkur
Varðeldur tendraður, söngur
og gítarspil á fjallstoppnum
Morgunblaðið/Eggert
Jónsmessuganga Opið verður í Bláa lóninu til miðnættis.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Svanhvít Ljósbjörg
svanhvit@mbl.is
E
inu væntingarnar sem
ég hafði voru að klára
mitt fyrsta mót og
hafa gaman af,“ segir
Elma Grettisdóttir,
einkaþjálfari í World Class, sem tók
þátt í sínu fyrsta móti fyrir rúmlega
viku og gerði sér lítið fyrir og sigr-
aði í sínum flokki. Þess utan leist
dómnefndinni það vel á Elmu að
hún var gerð að atvinnumanni sem
gerir henni kleift að keppa sem at-
vinnumaður á mótum sem WBFF
heldur. Þetta telst vera mjög góður
árangur á fyrsta móti enda segist
Elma vera himinlifandi. „Þetta er
ólýsanleg tilfinning. Ég ætlaði bara
að sigra sjálfa mig.“
Hvatning skiptir öllu
Elma tók sjö vikur í undirbún-
ing fyrir mótið sjálft en segir að al-
mennt lifi hún frekar heilbrigðu lífi.
„Ég kom því vel undirbúin í niður-
skurð því minn lífsstíll inniheldur
mikla hreyfingu og hollustu. Hins
vegar ákvað ég að fá þjálfara til að
fylgja mér því stuðningur og hvatn-
ing skiptir öllu máli í þessu ferli.
Þau urðu líka mörg kraftaverkin á
þessum sjö vikum fram að móti,
þökk sé þjálfaranum mínum, Antoni
Eyþóri Rúnarssyni. Lykillinn að
góðum árangri er svo að hafa trú á
sjálfum sér, góð einbeiting, skipu-
lagning, agi, samviskusemi og síð-
ast en ekki síst að hafa gaman af
því sem maður er að gera. “
Einbeiting og rútína
Elma segir að þrátt fyrir góð-
an árangur hafi undirbúningurinn
Varð atvinnumaður
á sínu fyrsta móti
Markmið Elmu Grettisdóttur þegar hún steig á svið í hreystikeppni í fyrsta sinn
var að sigra sjálfa sig. Hún gerði gott betur en það og stefnir nú á heimsmeist-
aramót í hreysti í Bandaríkjunum í ágúst. Þrátt fyrir að hún hafi kviðið fyrir að
standa á sviði segir hún að ferlið sjálft hafi verið mjög skemmtilegt en það hafi
vissulega krafist einbeitingar og rútínu.
Ljósmynd/Jónas Hallgrímsson
Elma Grettisdóttir: „Ég bjóst við að ég yrði taugahrúga en þetta var svo
gaman að kvíðinn komst ekki að. Ég var greinilega tilbúin í þetta.“
Við fögnum
Lín Design Laugavegi 176 Sími 5332220 www.lindesign.is
28.000
vinum
28% afsláttur í 28.000 sekúndur
Sendum frítt
Tilboðin gilda aðeins í dag milli 11 & 18.43
úr vefverslun
lindesign.is
á
Ilmpoki að gjöf fyrir alla sem koma
Happdrætti - 10 glæsilegir vinningar
Tilboðin gilda til miðnættis í vefverslun