Morgunblaðið - 19.06.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.06.2012, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2012 ✝ Guðrún Sig-urðardóttir fæddist í Reykjavík 4. maí 1944. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 11. júní 2012. Foreldrar henn- ar voru Sigurður Ó. Sigurðsson, f. 11. janúar 1911 að Mó- um á Skagaströnd og Vilhelmína D. Guðmundsdóttir, f. 7. september 1906 að Seli í Rangárvallasýslu. Guðrún giftist 12. desember 1964 Hrafni Antonssyni. Þau skildu. Dætur þeirra eru: 1) Díana Margrét Hrafnsdóttir, f. 12. júlí 1964, maki Steinar Hólmsteinsson, f. 9. september 1960. Synir þeirra: a) Ari Hrafn, f. 14. júní 1986, b) Sindri Örn, f. 25. ágúst 1990. 2) Harpa Lind, f. 24 september 1973, maki Ketill Árni Ketilsson, f. 25. mars 1979. Börn þeirra: a) Ketill Orri, f. 16. júlí 2008, b) Guðrún Embla, f. 21. októ- ber 2010. Guðrún bjó í Hafnarfirði alla ævi. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Flensborgarskóla og vann við skrifstofu- og versl- unarstörf. Útför Guðrúnar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 19. júní 2012, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku Gógó mín, eftir öll þín ferðalög er komið að því síðasta. Ferðin hafði átt langan aðdrag- anda, en kallið kom fyrr en vænst var. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir, sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega, óháð því, sem kemur, í æsku sinnar tignu fegurð lifir? Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki –. (Tómas Guðmundsson) Steinar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem) Í dag kveð ég systur mína og góðan vin sem ávallt var til staðar ef ég þurfti á að halda. Gógó, en svo var hún alltaf kölluð, var ein- staklega hlý og traust manneskja sem gott var að umgangast. Það fór ekki mikið fyrir henni, enginn asi þar á bæ, allt gert með stakri ró og yfirvegun. Ég, litla systir, leitaði oft til þín hvort heldur ég þurfti að létta að- eins á hjarta mínu eða fá leiðbein- ingar með saumaskapinn eða prjónana, allt leystir þú af ein- stakri snilld og vissir nákvæmlega hvernig allt átti að vera. Dáðist ég oft að hvernig þú fórst að þessu, enda bara snillingar sem gera slíkt. Við vorum afskaplega ólíkar systur bæði í útliti og innræti, þú, þessi yfirvegaða, ráðagóða en dula, ég, þessi fljótfæra, eirðar- lausa og hressa og allt átti helst að gerast strax enda við ekkert alltaf sammála um alla hluti en þá var það bara þannig. Við vorum ekk- ert að fara í fýlu hvor við aðra, alltaf systur og vinir. En röð og reglu vildum við hafa á hlutunum enda aldar þannig upp. Höfðum gaman af fallegum hlutum, punta okkur upp, fara á listasöfn, í leik- hús, rölta um bæinn og kíkja á kaffihús Eftir níu ára hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm sem hefur lagt svo margan manninn að velli varðst þú einnig að lúta í lægra haldi. Elsku Gógó mín, þú fórst alltof snemma frá okkur, ég vil þakka þér fyrir öll árin sem við fengum saman. Dauðinn kemur manni alltaf á óvart þótt við viss- um í hvað stefndi, þetta verður erfitt en fallegar og góðar minn- ingar um góða systur mun ég geyma í hjarta mér alla tíð. Hún Sigrún, vinkona þín, Gógó mín, mun örugglega fagna þér innilega þegar þið hittist á ný. Það varð ekki langt á milli ykkar vin- kvennanna en hún lést hinn 18. maí. Þú munt hvíla við hlið for- eldra okkar og veit ég að þau verða mikið glöð að fá þig sér við hlið. Elsku Díana og Harpa, þetta er búinn að vera erfiður tími fyrir ykkur og ykkar nánustu en þið hafið staðið ykkur eins og hetjur. Guð varðveiti ykkur og styrki. Þín systir, Svanhildur. Guðrún Sigurðardóttirokkar voru þín afabörn, það fórekki á milli mála, alltaf svo ljúfur og góður við þau og ekki skemmdi fyrir að fá smá nammipening eða laun eins og þú sagðir svo oft og gaukaðir pening að þeim. Kjötið, harðfiskurinn, saltkjötið og það sem þú settir í kistuna hjá okkur þökkum við fyrir, alltaf vildir þú að kistan væri vel full af mat. Við þökkum innilega fyrir samveruna með þér, elsku Hjalti okkar, öll þessi ár og fyrir allt og allt því það er ógjörningur að telja allt upp sem þú hefur gert fyrir okkur, það er svo margt. Þú kvaddir okkur á heimili Diddu og Hilmars fimmtudaginn 7. júní, þú vildir ólmur koma og skoða nýja heimilið okkar og taka það út, kanna hvort bílskúrinn væri í lagi og þótti miður að bíllinn kæmist ekki inn. Fyrir þessa heimsókn þökkum við þér og er- um afar þakklát fyrir að hafa feng- ið að vera með þér þessar síðustu stundir elsku Hjalti okkar. Með kærleik þig við kveðja viljum og kærum þökkum fyrir oss. Vegi Guðs nú varla skiljum vanmáttugur hinsti koss. En ekki skal í dimmu dvalið því dofnar þá í sálu flest. Í huga heldur upp er talið og hjarta sem þú gerðir best. (Leifur S. Garðarsson) Hvíldu í friði elsku Hjalti okk- ar. Blessuð sé minning þín. Stjúpbörnin þín og tengdabörn Agnar Kári Sævarsson og Heiðrún Georgsdóttir, Sigurlaug Sævarsdóttir og Hilmar Þór Ívarsson. Elsku afi, að hugsa sér að þú sért látinn svona ungur. Þú sem áttir eftir að upplifa, sjá og gera svo margt. Sorgin er mikil sem og ósættið sem fyllir huga minn þeg- ar ég hugsa til þess að þú ert lát- inn og að elliár þín sem nota átti til vellystinga, sem full innistæða var fyrir eftir áralangt erfiði, séu nú orðin tóm. Ég trúi því ekki að svona eigi lífsins gangur að vera. Þegar hryggðin yfirtekur mann er ótrúlegt hvað hugsun til ein- hverra af öllum yndislegu minn- ingunum um þig, sem ég óska að hefðu orðið miklu fleiri, getur glatt mig mikið og yljað um hjartarætur. Öll skiptin sem þú sóttir mig í leikskólann, passaðir mig, útilegurnar, vinnuferðirnar, jólin, dvalir mínar hjá ykkur ömmu í kringum skíðaæfingar, allar heimsóknirnar hvert til ann- ars og svo mætti lengi telja eru allt minningar sem ég mun geyma ævilangt. Einnig mun ég minnast, taka til fyrirmyndar og sakna hjálpsemi þinnar og trúmennsku. Það var ómetanlegt að geta ætíð treyst á útrétta hjálparhönd þína ef eitthvað bjátaði á. Ég mun sakna þín afskaplega mikið en get þó huggað mig við að hvar sem þú ert nú staddur veit ég að þú hefur það gott. Ég óska að þannig muni það vera um ókomna tíð og þú fáir að hvíla í friði og ró. Vertu sæll elsku afi. Hjalti Þór Ísleifsson. Minningarnar um hann afa eru vissulega margar og góðar. Öll sumur, jól, páskar og allur sá tími sem við gátum eytt hjá honum og ömmu á Akureyri, útilegurnar, ferðirnar á mjólkurbílnum, rúnt- arnir um sveitirnar og margt fleira. Ég á margar góðar minningar um afa. Þar er mér efst í huga þegar hann fór með mig til að láta gata eyrun sem var mjög flott, hann fór með mér og var mér mik- ill stuðningur. Afi leyfði mér alltaf að dýfa sykurmolum í kaffið sitt, sem mér þótti einstaklega bragð- gott. Þegar ég kveiki á kertinu sem þau amma gáfu mér hugsa ég til hans eins og hann bað mig að gera. Og í framtíðinni mun ég minnast hans með loga þessa kert- is. Leiðinlegt hversu fljótt þú varst tekinn frá okkur, en minn- ingin lifir. Takk fyrir góðar minningar elsku afi. Hilma Ósk Hilmarsdóttir. Fyrsta minning mín af afa Hjalta er þegar fjölskyldan fór til Mallorca fyrir nokkrum árum, þar sá hann til þess að ég ætti alltaf nóg af leikföngum og allskonar dóti og er þar efst í huga þegar hann keypti páfagaukinn sem ap- aði allt eftir því sem maður sagði og hefur hann vakið mikla kátínu í fjölskyldunni síðan þá. Einnig eyddi ég mörgum sumarfríum á Akureyri þar sem mér þótti rosa- lega gaman að fá að vera aðstoð- arvinnumaður hjá afa í meindýra- eyðingunum, þá gat ég komið heim og sagt félögunum að ég væri að vinna í sumarfríinu. Ég mun alltaf hugsa til afa og þakka honum allar þær stundir sem við vinirnir eyddum saman. Blessuð sé minning þín, elsku afi. Agnar Þór Hilmarsson. Það er skrítið að sitja hér og skrifa minningargrein um þig elsku afi okkar. Við héldum öll að við fengjum lengri tíma með þér en svo ertu allt í einu farinn frá okkur. Þó svo að okkur hafi verið sagt að það gæti verið stutt eftir er erfitt að sætta sig við þetta. Þegar við kveðjum þig viljum við minnast æsku okkar þegar við komum í Eikarlundinn, og svo seinna Huldugilið, til ykkar ömmu. Alltaf þegar við komum til ykkar tókstu vel á móti okkur, tókst okkur upp og kitlaðir okkur í hálsinn með skegginu þínu þegar þú varst að kyssa okkur. Þú kall- aðir barnabörnin þín alltaf litla ponta og litli kútur eða sperðill. Amma minnir okkur reglulega á það þegar Guðný var með vin- konu sinni á gæsluvellinum og þú varst að koma heim úr mjólkur- ferð og Guðný kallaði á þig „afi, afi, afi“ og vinkona hennar hermdi eftir henni og kallaði með henni. Daginn eftir þegar þú komst heim voru svo einhver önnur börn á gæsluvellinum og höfðu heyrt í vinkonunum daginn áður og köll- uðu á þig „afi, afi, afi“. Guðný Ósk og Sævar Veigar fengu oft að fara í mjólkurferðir með þér á mjólkurbílnum. Einu sinni fóru þau með þér á mysu- bílnum á svínabú, þar fengu þau að skoða litla grísi. Einnig vildir þú sýna þeim hvað svínin væru svöng, þú hentir strigapoka til þeirra sem hvarf um leið. Svo tókstu húfuna af Sævari og spurð- ir hann hvort þú ættir að kasta henni líka, en hlóst svo bara. Þú varst nú stundum pínu stríðinn. Þetta er minnisstæðasta ferðin þeirra með þér. Sævar og Guðný muna líka vel þegar þið fóruð í bústaðaferð og þau fengu að sitja aftur í skottinu á Bronconum að leika. Þú keyrðir síðan á stein og Sævar rak haus- inn upp í loftið en þú sagðir Sæv- ari bara að pissa á steininn og hann gerði það. Guðný mun seint gleyma hvað þú gerðir þegar hún fór í fýlu. Þá settir þú hana alltaf upp á frysti- skápinn þangað til að hún hætti í fýlu. Fýlan var fljót að renna af henni þar því að hún komst ekki hjálparlaust niður. Einu sinni þegar þú varst í út- löndum keyptirðu dótapáfagauk sem hermdi eftir því sem maður sagði við hann. Þér fannst þessi páfagaukur ótrúlega fyndinn, yngstu barnabörnin muna vel eftir þessum páfagauk og fannst hann skemmtilegur. Guðný var á gelgj- unni þá og fannst þetta ekkert mjög fyndið en það mun enginn gleyma þessum páfagauk sem er enn til. Jónína og Rafnar, tvö yngri systkinin, muna eftir útilegum með ykkur ömmu, oftar en ekki í Vaglaskógi. Jónína var dugleg að heimsækja ömmu og afa í Huldu- gilið á sumrin og Agnar Þór frændi var oftast með henni þar. Þar fannst þeim, og finnst enn, gott að vera og þið amma gerðu allt fyrir þau. Jónína og Agnar léku sér mikið í Lego og reyndu að gera bíla sem voru eins og vinnu- bíllinn þinn. Við systkinin hugsum til þín með hlýhug og hugsum um þess- ar, og margar aðrar minningar, sem við geymum í hjörtum okkar er við kveðjum þig elsku afi Hjalti. Guðný Ósk, Sævar Veigar, Jónína Rún og Rafnar Berg Agnarsbörn. Hjalti bróðir okkar kvaddi mjög snögglega þó vissulega væri vitað að hverju stefndi. Alla ævi okkar systkina hefur það verið hluti af sjálfsmyndinni að segjast vera fimm. Það er vond og óraun- veruleg tilhugsun að vera nú skyndilega bara fjögur. En við getum glaðst yfir ótal góðum minningum um okkur öll fimm áfram, því má ekki gleyma. Hjalti var glaðsinna strákur, al- gjör hvellur sem drengur, stríðinn og glaðvær. Prakkarastrikin koma fljótt upp í hugann og þau voru ófá. Meðal hans megin-per- sónueinkenna voru þó hjálpsemin, fyrirhyggjan og umhyggjan. Vak- inn og sofinn að spila úr þeim spil- um sem hann hafði, ekki síst fyrir fólkið sitt. Hann var maður lausna, leysti vandamálið áður en það kom upp. Þannig vissi hann alltaf af ferðinni sem mátti nýta ef einhver þurfti að komast eða koma einhverju milli landshluta. Einnig gat fléttan verið: „Ef þú þarft að losna við þetta þá veit ég um mann sem vantar einmitt svona.“ Dæmi um umhyggju hans, í bland við matarást reyndar, var þegar yngri systirin var að tilreiða nautakjöt í frystinn. Hjalti hringdi að minnsta kosti tvisvar til að minna hana á að hakka nú næga fitu saman við nautahakkið. Ann- ars yrði það alveg óætt. Þegar önnur systranna eignaðist íbúð á Akureyri leit hann eftir henni samviskusamlega, ásamt Geira bróður okkar og kvittaði í gesta- bókina: „Húsvörður kom, allt í lagi hér, Hjalti.“ Hjalti hafði alla tíð einlægan áhuga á vélknúnum ökutækjum. Hann átti t.d. Chevrolet fólksbíl, með plötuspilara fyrir 45 snúninga plötur. Þetta var á brilljantín- og Kvennaskólapíuárunum. Hjalti, ásamt bræðrum sínum, þeim Geira og Leifi, gerði upp fyrsta traktorinn sem kom í Klauf, Far- mall A sem var orðinn lúinn og illa farinn. Hann vann að því verki af alúð og vandvirkni og var stoltur af enda varð gamli Farmall eins og nýr. Hjalti fór ekki varhluta af áföll- um í lífinu. Hann missti Sólveigu, fyrri konu sína, aðeins 32 ára gamla frá tveimur ungum dætr- um. Hann sagði kannski ekki margt en mætti því stóra áfalli eins og öðrum, af einurð og æðru- leysi, réð fram úr málum en var um leið styrkur fyrir aðra í fjöl- skyldunni. Leiðir Hjalta og Guð- nýjar lágu saman á Húsavík, hún hafði einnig misst maka sinn alltof snemma. Þau hófu sambúð á Ak- ureyri og studdu hvort annað. Það er ekki einfalt að sameina tvær fjölskyldur en með tímanum eru þær orðnar að einni stórri fjöl- skyldu. Börn hændust alltaf auð- veldlega að Hjalta og ömmubörn- in hennar Guðnýjar áttu öll sinn afa í Hjalta, rétt eins og barna- börnin hans eiga Guðnýju fyrir ömmu. Hjalti og Guðný hlökkuðu til rólegri daga, hún var nýhætt að vinna og hann hugðist gera það fljótlega. Mæt kona sagði eitt sinn að það væri hámark tilgangsleys- isins að missa barn og víst er að við biðjum ekki alltaf um alla þá reynslu sem að okkur er rétt. Mamma saknar sonar síns sárt og við systkinin bróður okkar. Elsku Heiður, Gígja, Guðný og öll hin, Guð styrki ykkur og ekki gleyma að við erum með ykkur áfram. Geir, Hólmfríður, Leifur og Anna. Hjalti Guðmundsson  Fleiri minningargreinar um Hjalta Guðmundsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. HINSTA KVEÐJA Elsku afi minn, ég vildi að þú værir enn hjá mér. Ég sakna þín mjög mikið. Ég skal vera dugleg að passa ömmu fyrir þig. Knúsaðu ömmu Sollu fyrir mig. Þín ponta, Sólveig. Þegar við krakkarnir lék- um okkur saman í Huldugili var mikið um gleði og læti, það er mér efst í huga þegar allir reyndu að lækka í okk- ur þá gaf afi okkur alltaf ástæðu til þess að hlæja meira og skemmta okkur. Afi var alltaf þolinmóður og honum fannst gott að hafa okkur krakkana hjá sér. Mér leið svo vel þegar ég var með afa. Hvíldu í friði, elsku afi. Hrannar Már Hilmarsson. Afi og amma gáfu mér bangsa sem heitir Teitur í afmælisgjöf. Það er uppá- haldsbangsinn minn sem fer með mér hvert sem ég fer og ég sef alltaf með hann. Það var alltaf gott að vera hjá afa, ég á eftir að sakna hans mikið. Bless afi. Sævar Leó Hilmarsson. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Húsnæði íboði Einbýlishús í Grafarvogi fæst leigt á meðan á Landsmóti hesta- manna stendur. Svefnpláss fyrir 6+ í uppbúnum rúmum, nægt gólfrými og nokkurra mínútna gangur í sund- laug og heita potta . Verð: tilboð. Uppl. í síma 820 9815. Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Kaupi silfur Vantar silfur til bræðslu og endur- vinnslu. Fannar verðlaunagripir. Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi fannar@fannar.is - s. 551-6488 Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Neðst á for- síðu mbl.is má finna upplýsingar um innsending- armáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeig- andi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánu- degi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.