Morgunblaðið - 19.06.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.06.2012, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2012 Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Hrafnkell Sigurðsson myndlistar- maður opnar sýningu á Galtarvita á Vestfjörðum á sumarsólstöðum, 20. júní næstkomandi. Hrafnkell hefur undanfarnar vikur dvalið á Galtarvita og unnið þar sýninguna en hluti af henni er að óvissa á að ríkja um hvað kemur út þeirri dvöl. Sýningarhald á Galtarvita er nýtt af nálinni en listamenn slógu í fyrsta sinn upp sýningu þar síð- asta sumar. Tilefnið var þá að tíu ár voru liðin frá því að Galtarviti var sóttur í fyrsta sinn heim af listamönnum. Gestir sem hafa áhuga á að komast á sýninguna eiga hægast með að komast þaðan úr Skálavík gangandi. Farið er frá Bolung- arvík, ekið í Skálavík og gengið þaðan um Bakkadal og um Bakka- skarð en reikna má með að það taki hátt í fjóra tíma að ganga þangað en það ætti að vera flest- um viðráðanlegt. Á staðnum er svo boðið upp á tjaldstæði eða svefnpokapláss. Sýningin stendur til 7. ágúst en á opnunardegi verður boðið upp á súpu og varðeld. Sýning í einveru á Galtarvita  Þriggja til fjögurra klukkutíma ganga á sýningu Hrafnkels Sigurðssonar Einvera Hrafnkell Sigurðsson dvel- ur nú á Galtarvita á Vestfjörðum. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Hljóðlistamenn frá Grænlandi, Fær- eyjum, Svalbarða, Norður-Noregi og Íslandi eiga verk á farandsýningunni Horizonic sem stendur yfir í Lista- safni Árnesinga. Sýningin er hluti af dagskrá Listahátíðar í Reykjavík en skipulögð af tímaritinu ARTnord sem kemur út í París. Sérhefti tíma- ritsins, tileinkað verkefninu, hefur þá verið gefið út. „Á þessari sýningu erum við búin að safna saman listamönnum frá út- jaðri Norðurlandanna og þetta er dá- lítið úrtak af því sem er að gerast á þessu landsvæði í hljóðlist,“ segir Ásdís Ólafsdóttir listfræðingur og annar sýningastjóra Horizonic en auk hennar hefur Emeline Eudes umsjón með sýningunni. „Það má segja að þetta sé sýning sem allir geta haft gaman af og ekki síður börn.“ Ásdís segir listgreinina vera í mikilli uppsveiflu og segir hvert verkið öðru forvitnilegra. „Má nefna verk sænsku listakvennanna Åsu Stjerna og Catrin Anderson en sú síðarnefnda hefur tekið myndir af frosinni jörð á Svalbarða og sett upp þannig að þær minna á stjörnuþok- ur. Um leið eru spiluð hljóð sem tek- in eru upp á rannsóknarstöð á Sval- barða og Anderson vann frekar með.“ Gengið inn í verk Frá Noregi koma Amund Sjølie Sveen og Elin Øyen Vister með verk sín en Elin vinnur með hljóð sjó- fuglsins ritunnar og með því að hreyfa hendur sínar og líkama fyrir framan stafi sem Vister hefur útbúið geta gestir sjálfir leikið sér með hljóðin. Þá er færeyska tónskáldið Goodiepal með hljóðverk en hann hefur vakið mikla athygli fyrir óvenjuleg verk sín og frá Grænlandi koma Iben Mondrup og Jessie Kleemann en þær eru brautryðj- endur í notkun hljóðs í grænlenskri sjónlist. Íslensku listamennirnir á sýning- unni eru þrír. Dodda Maggý er yngsti listamaður allrar sýningar- innar en verk hennar byggja jafnt á hljóði sem og hljóðlausum myndum sem minna ekki síður á tónlist. „Verk Doddu Maggýjar er sér- stakt að því leyti að þetta er hljóð- laust hljóðverk en hún tók ljós- myndir sem hún raðaði saman. Hljóðlistamenn taka stundum upp hljóð úr náttúrunni en hún tók myndir í staðinn og raðaði þeim svip- að upp og hún væri að setja saman hljóðverk og myndirnar gefa til kynna hrynjandi, liti og alls kyns blæbrigði. Verkinu er varpað á gegn- sætt tjald og hægt er að ganga á bak við það og hálftýnast inni í því.“ Spilað fyrir hnúfubaka Íslensku listamennirnir Halldór Úlfarsson og Kira Kira, Kristín Björk Kristjánsdóttir, eiga verk á sýningunni sem eru einnig for- vitnileg. Halldór hefur unnið að því að þróa hljóðfæri, svokallaðan dóró- fón, hljóðfæri sem minnir um margt á selló og hefur verið aðlagað að eig- inleikum þess en hljómur þess fæst með því að enduróma strengina á stýrðan máta. „Hildur Guðnadóttir sellóleikari samdi tónverk fyrir dórófón og við sýnum myndband af því verki. Hall- dór fór á sjó til að kanna möguleika á samtali milli dýrategunda og hann spilaði tónlist dórófónsins fyrir hnúfubaka en dórófónninn hljómar stundum eins og söngur hnúfubaka en þeir eru mjög söngelskir. Það er því spennandi að sjá hvort laglínan sem Halldór spilaði fyrir þá smelli inn hjá þeim á næsta ári, en þetta er því verk í vinnslu. Við sýnum einnig hljóðfærið sjálft þarna og myndband af því þegar Halldór fer út á sjó sem og ýmislegt er tengist verkefninu.“ Kira Kira hefur spreytt sig á ýmsu og fyrir sýninguna hélt hún í rústir Eden í Hveragerði sem brann á síð- asta ári. Þar gerði listakonan hljóð- innsetningu þar sem hljóð og ljós voru látin blása lífi í yfirgefnar rústir veitingastaðarins. Verkið er sér- staklega tileinkað minningu þeirra fugla sem urðu eldinum að bráð. Sýningunni lýkur 1. júlí og Bryndís segir sýninguna tilvalinn áfangastað fyrir fjölskylduna í smá bíltúr út fyr- ir borgarmörkin. Fremstu hljóðlistamenn norðurslóða  Verk í minningu fuglanna sem brunnu í Eden og laglína spiluð fyrir hnúfubaka af dórófón Samruni Dodda Maggý inni í verki sínu sem er eins konar hljóðlaust myndband sem minnir þó á tónlist. Aðstandendur Sýningarstjórar Horizonic eru Emeline Eudes og Ásdís Ólafsdóttir listfræðingar en hér eru þær með sýningarhönnuðinum Dorothée Nourisson. Ásdís segir verk listamannanna höfða til ungra sem aldinna. Draghálsi 4 - 110 Reykajvík Sími: 535 1300 - Fax: 535 1305 - verslun@verslun.is T A K T IK _ a p r1 2 _ 3 8 0 5 Kæli- og frystitæki Pöntunarsími: 535 1300 OFC 250 B: 685 D: 610 H: 1700 Kæling 2/12°C 199.000.+vsk 2 stærðir sama verð XS 600 Stærð (bxhxd) 1475x837x757mm Kæling -12/ -24°C 129.000.+vsk Kæling +2/+12°C - Innbyggð lýsing - Stærð b:682 d:450 h:675 Frystir 99.000.+vsk KK 420 B: 615 D: 590 H: 1945 - 350 L innanmál - Kæling +2/+10°C - 8 hillur - Læsing KK 415 B: 606 D: 575 H: 1980 - 360 L innanmál - Kæling +2/+10°C - 8 hillur - Læsing 109.000.+vsk SD 155 Stærð (bxdxh) 564x695x905mm Kæling -12/ -22°C SD 305 Stærð (bxdxh) 950x695x905mm Kæling -12/ -22°C 79.000.+vsk 99.000.+vsk 199.000.+vsk 109.000.+vsk Til á lager KK 520 B: 650 D: 705 H: 1970 - 488 L innanmál - Kæling -12/-22°C - 8 hillur - Læsing Frystir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.