Morgunblaðið - 19.06.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2012
Steingrímur J. Sigfússon var íútvarpsviðtali á dögunum og
þar kom fram að „landbúnaðar-
og sjávarútvegsráðherra og for-
maður Vinstri grænna, útilokar
ekki að Íslendingar þurfi að
spyrja sig hvort forsendubreyt-
ingar hafi orðið á
aðildarviðræðum
Íslands við Evr-
ópusambandið“.
Auðvitað hljót-um við að
fylgjast grannt
með því hvernig
Evrópu tekst að leysa úr sínum
málum og hvers konar Evrópu-
samband rís þá upp úr þessum
sviptingum,“ sagði Steingrímur
og bætti við að ef þróun sam-
bandsins leiddi til stóraukins
samruna, með aukinni miðstýr-
ingu, hlyti Ísland að þurfa að
leggja sjálfstætt og nýtt mat á
það:
Við þurfum allavega að setjastniður og ráða ráðum okkar.
Og spyrja okkur þeirrar spurn-
ingar: Eru orðnar þær grundvall-
ar forsendubreytingar á þessu
máli öllu að við þurfum að end-
urmeta stöðuna?“
Fjölmiðlar gerðu furðu lítiðmeð þessa tímamótayfirlýs-
ingu Steingríms J. Sigfússonar
um að til álita kynni að koma að
endurmeta afstöðuna til aðild-
arviðræðna.
Nú hefur Steingrímur verið algjörlega á móti aðild að
ESB, en um leið eindregið stutt
umsókn að sambandinu.
Getur endurmat hans á stöð-inni leitt til þess að hann
verði fylgjandi aðild og vilji því
hverfa frá aðildarumsókninni
þegar í stað?
Steingrímur J.
Sigfússon
Steingrímur í mat
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 18.6., kl. 18.00
Reykjavík 11 skýjað
Bolungarvík 9 léttskýjað
Akureyri 10 skýjað
Kirkjubæjarkl. 11 skúrir
Vestmannaeyjar 10 skýjað
Nuuk 7 léttskýjað
Þórshöfn 8 alskýjað
Ósló 13 skýjað
Kaupmannahöfn 20 skýjað
Stokkhólmur 17 léttskýjað
Helsinki 17 léttskýjað
Lúxemborg 18 léttskýjað
Brussel 17 léttskýjað
Dublin 15 skýjað
Glasgow 16 léttskýjað
London 17 heiðskírt
París 18 skýjað
Amsterdam 15 léttskýjað
Hamborg 17 skýjað
Berlín 31 heiðskírt
Vín 32 heiðskírt
Moskva 22 heiðskírt
Algarve 22 heiðskírt
Madríd 31 léttskýjað
Barcelona 25 léttskýjað
Mallorca 26 heiðskírt
Róm 32 heiðskírt
Aþena 27 heiðskírt
Winnipeg 16 alskýjað
Montreal 23 skýjað
New York 20 léttskýjað
Chicago 30 léttskýjað
Orlando 28 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
19. júní Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 2:55 24:04
ÍSAFJÖRÐUR 1:35 25:35
SIGLUFJÖRÐUR 1:18 25:18
DJÚPIVOGUR 2:10 23:49
Við athöfn á Bessastöðum á sunnu-
daginn var, 17. júní, sæmdi forseti
Íslands ellefu Íslendinga heiðurs-
merki hinnar íslensku fálkaorðu.
Hin íslenska fálkaorða er íslensk
heiðursviðurkenning veitt ein-
staklingum, bæði íslenskum og er-
lendum. Forseti Íslands afhendir
orðuna en orðuhafar eru valdir af
orðunefnd. Þeir sem voru sæmdir
orðunni að þessu sinni eru:
1. Gissur Guðmundsson matreiðslu-
meistari og forseti Alþjóða-
samtaka matreiðslumeistara,
Reykjavík, riddarakross fyrir
forystu í alþjóðasamtökum mat-
reiðslumeistara og á vettvangi
íslenskra matreiðslumeistara.
2. Gunnar Finnsson, fyrrverandi
varaframkvæmdastjóri og for-
maður Hollvina Grensásdeildar,
Reykjavík, riddarakross fyrir
störf í þágu endurhæfingar og
heilbrigðismála.
3. Halldór Þorgils Þórðarson, tón-
listarmaður og fyrrverandi
skólastjóri, Búðardal, ridd-
arakross fyrir störf í þágu tón-
listar og tónlistarmenntunar í
heimabyggð.
4. Ingibjörg Björnsdóttir, listdans-
ari og fyrrverandi skólastjóri,
Reykjavík, riddarakross fyrir
brautryðjandastörf á vettvangi
íslenskrar danslistar.
5. Jóhannes Einarsson, fyrrverandi
skólameistari, Hafnarfirði, ridd-
arakross fyrir störf í þágu iðn-
menntunar og verknáms.
6. Kristín Marja Baldursdóttir rit-
höfundur, Reykjavík, riddara-
kross fyrir ritstörf og framlag til
íslenskra bókmennta.
7. Ólafur Haralds Wallevik prófess-
or, Reykjavík, riddarakross fyrir
rannsóknir og þróun umhverfis-
vænna byggingarefna.
8. Sigríður Hafstað frá Tjörn,
Svarfaðardal, riddarakross fyrir
störf í þágu heimabyggðar,
félagsmála og menningar.
9. Sigrún Helgadóttir, líf- og um-
hverfisfræðingur, Reykjavík,
riddarakross fyrir framlag til
umhverfismenntunar og nátt-
úruverndar.
10. Sæmundur Sigmundsson bifreið-
arstjóri, Borgarnesi, riddara-
kross fyrir störf í þágu fólks-
flutninga og ferðaþjónustu.
11. Þórdís Bergsdóttir forstöðu-
maður, Seyðisfirði, riddarakross
fyrir framlag til ullariðnaðar og
hönnunar.
Ljósmynd/Gunnar G. Vigfússon
Heiðursorða Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, með ellefu hand-
höfum íslensku fálkaorðunnar á Bessastöðum 17. júní.
Ellefu sæmdir
fálkaorðunni
Forseti Íslands afhenti viðurkenn-
inguna við athöfn á Bessastöðum
Þjónustum allar
gerðir ferðavagna
Bílaraf
www.bilaraf.is
Strandgötu 75 • 220 Hafnarfjörður • Sími 564 0400 • bilaraf.is
Opnunartími verslunar í sumar: 8–18 virka daga, 10-14 á lau.
Tímapantanir
í síma 564 0400
Gott verð,
góð þjónusta!
Neyslu rafgeymir
fyrir ferðavagna 33.900 kr.
Umboðsaðilar
fyrir
Truma & Alde
hitakerfi
á Mover undir hjólhýsi
249.900 kr.
Tilboð
Tilboð áTruma E-2400
Gasmiðstöð
159.900 kr.
Tilboð
Truma Ultraheat - 220V
Rafhitun íTruma ofna
54.900 kr.
Mikið úrval
vara- og
aukahluta!