Morgunblaðið - 19.06.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.06.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Egill Ólafsson egol@mbl.is Thorsil ehf. hefur gert samkomulag við Landsvirkjun um skilmála lang- tímasamnings um raforkukaup fyrir kísilmálmverksmiðju sem Thorsil hyggst reisa og reka á Bakka við Húsavík. Áætlaður framkvæmda- kostnaður er 37 milljarðar og reiknað er með að við verksmiðjuna starfi 158 starfsmenn. Auglýsing um drög að matsáætlun vegna kísilmálmverksmiðju á Bakka við Húsavík var birt í dagblöðum í gær. Í auglýsingunni kemur fram að ársframleiðsla er áætluð 100 þúsund tonn. Hákon Björnsson, fram- kvæmdastjóri Thorsils, segir að for- ráðamenn fyrirtækisins vilji eiga möguleika á að stækka verksmiðjuna, en í fyrsta áfanga sé eingöngu fyr- irhugað að byggja verksmiðju sem framleiði 53 þúsund tonn. Samningurinn sem Thorsil og Landsvirkjun gerðu er ekki endan- legur orkusamningur, en hann verður ekki gerður fyrr en búið er að binda fleiri lausa enda. Stjórnendur Landsvirkjunar hafa á síðustu misserum sagt að þeir vilji selja raforkuna á hærra verði en gert hafi verið í síðustu samningum. Magnús Bjarnason, forstöðumaður markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, segir að Landsvirkj- un sé sátt við verðið. Það sé í sam- ræmi við markaða stefnu fyrirtækis- ins. Umhverfismat og fjármögnun Hákon segir að samningurinn við Landsvirkjun sé mikilvægur áfangi, en enn sé eftir að hnýta ýmsa lausa enda. Einn af þeim sé umhverfismat- ið, en vinna við það tekur 10-11 mán- uði. Síðan sé eftir að ganga frá fjár- mögnun, en hann segir að Thorsil hafi fengið jákvæð viðbrögð frá bönkum í Evrópu og eins hér heima. Órói hefur verið í efnahagslífi heimsins og var Hákon spurður hvort það hefði engin áhrif á þetta verkefni. „Við höfum farið talsvert í gegnum þetta með þeim sem við erum að ræða við um kaup á málminum og eins við þá sem vilja vera hluthafar. Þeir vilja horfa lengra fram í tímann og sjá fyr- ir sér að á þeim tíma sem verksmiðjan fer af stað verði kominn bati á mörk- uðum. Þetta eru aðilar sem aðallega kaupa hráefni frá Kína og líta til þess að hafa valkosti og geta keypt hrá- efni bæði frá Kína og Evrópu.“ Magnús segir að orkan komi úr kerfi Landsvirkjun- ar. Hann segir að unnið sé að virkjun jarðvarmaorku á Norðausturlandi. Stefnt sé að stækkun virkjunar í Bjarnarflagi. Thorsil og Landsvirkjun semja  Auglýsing um drög að matsáætlun vegna kísilmálmverksmiðju á Bakka við Húsa- vík birt í blöðum  Verksmiðjan kostar 37 milljarða, en framkvæmdir hefjast 2013 Reykjavíkurborg og Vegagerðin skipta á milli sín slætti á um 400 ha svæði í Reykjavík. Minni spretta hefur verið í ár sökum þurrkatíðar en engu að síður má víða sjá hátt gras í borginni. Á árunum 2008 -2011 lækkuðu framlög til grassláttar í borginni. Svo dæmi sé tekið var kostnaður vegna grassláttar árið 2008 um 230 milljónir, á árinu 2009 var hann 170 milljónir og árið 2010 var hann kominn í 140 milljónir. Í fyrra var 146 milljónum varið í slátt en gert er ráð fyrir um 174 milljónum króna í þennan málaflokk í ár. Morgunblaðið/Árni Sæberg Skipta á milli sín slætti á 400 hekturum „Þetta er samkvæmt þeim áformum sem við höfum lagt upp með. Við höfum átt ágætis samvinnu fram að þessu en nú er komin meiri alvara í málið,“ segir Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri Norðurþings, og bætir við að áfram verði unnið að þessu máli. Thorsil á í við- ræðum við Norðurþing um leigu á lóð undir verksmiðjuna og seg- ir Bergur Elías þær ganga ágæt- lega. „Það eru komin drög að samningum, síðan munum við hitta þá fljótlega.“ Komin meiri alvara í málið VERIÐ AÐ SEMJA UM LÓÐ Bergur Elías Ágústsson Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Ítölsk seglskúta, Best Explorer, er í Reykja- víkurhöfn, en hún er á leiðinni frá Tromsö í Noregi til Aljútaeyja í Alaska. Er ætlunin sú að fara norðvesturleiðina norður fyrir Kan- ada, en hún var lengst af illfær sökum lofts- lags. Leiðangursstjórinn Nanni Acquorone segir að hending ein hafi ráðið því að ákveðið var að ráðast í þessa ferð, en hann er þraut- reyndur sjómaður og hefur siglt um heim- skautahöfin síðastliðin ár: „Ég var í Tromsö þar sem sonur minn býr að leggja á ráðin um það að sigla í hlýrra loftslagi í Kyrrahafinu. Þá hafði ég vingast við nokkra sem höfðu siglt þessa leið áður og því fékk ég þá hug- mynd að best væri að fara norðvesturleiðina til Kyrrahafsins. Það var ekki fyrr en síðar sem ég uppgötvaði að ég og áhöfn mín yrðum fyrstu Ítalirnir sem myndu sigla þessa leið.“ Ítalirnir fengu gott ferðaveður fyrstu tvo dagana frá Tromsö og suður fyrir Lófóten, en þaðan var mjög erfitt í sjóinn. Um leið og náð var til Íslands varð veðrið gott aftur. Eiginlega of gott, þar sem vind lægði svo mikið að Ítalirnir neyddust til að nota vélar- aflið meira en þeir vildu á leiðinni frá Ísafirði til Reykjavíkur. Acquorone segir það hafa verið erfitt fyrir hina í áhöfninni að hrista af sér ímyndina af norðurslóðum sem köldum stað, en síðustu dagar hafi afsannað það. Vingjarnleg þjóð Leiðangurinn hefur stuttan stans í Reykja- vík og notar tímann hér til að útvega sér vistir fyrir afganginn af ferðinni, en skútan lætur úr höfn á hádegi í dag. Munu Ítalirnir ferðast með Grænlandsströndum að Lancas- ter-sundi og fylgja þaðan strandlínu Kanada að Alaska, en áfangastaðurinn er á Aljútaeyj- um. Aðspurður hvernig áhöfninni falli Ísland í geð segir Acquorone: „Ég er hugfanginn af Íslandi, bæði af landinu sem er einstakt og þjóðinni sem er mjög vingjarnleg. Ef ég væri yngri myndi ég jafnvel hugsa mér Ísland til fastrar búsetu.“ Skútan er bundin fyrir aftan Hörpuna. Acqarone segir að Ítölunum hafi ekki litist á blikuna í fyrstu: „Hvaða ferlíki var nú þetta? Það var ekki fyrr en um kvöldið þegar sólin settist, og Reykjavík var öll slegin gylltum roða og særinn endurspeglaðist í gler- hjúpnum að við sáum fegurðina við þetta hús. Hvílíkt útsýni!“ Seglskúta á norðvesturleiðinni  Ítalskir sæfarar gerðu stuttan stans á Ísafirði og í Reykjavík á leið sinni til Alaska  Verða fyrstu Ítalirnir til að sigla norðvesturleiðina  Áhöfnin „hugfangin“ af Íslandi og íslensku þjóðinni Morgunblaðið/ Árni Sæberg Á leið til Alaska Hér sést áhöfn skútunnar Best Explorer. Ferðalangarnir eru á leiðinni til Kyrrahafsins og hyggjast sigla norður fyrir Kanada. Fremstur í flokki er Nanni Acquorone. Ómskoðun á konum með PIP- brjóstapúða er nú lokið en alls fóru 350 konur í slíka skoðun hjá Leitar- miðstöð Krabbameinsfélagsins frá 2. febrúar til 31. maí samkvæmt upplýsingum landlæknis. Alls voru 208 af konunum með leka púða. Þá voru 85 konur búnar að láta fjarlægja púðana í byrjun þessa mánaðar. Stjórnvöld buðu öllum konum sem höfðu fengið PIP- brjóstapúða hér á landi á árunum 1992-2010 að þeir yrðu fjarlægðir með aðgerð á Landspítalanum. Breska ríkisútvarpið greindi frá því í gær að gelið sem notað var í PIP-púðana væri ekki eitrað og yki ekki hættu á heilsufarsvanda- málum til langs tíma. Þetta var haft eftir breskum heilbrigðisyfir- völdum. Rannsóknir þeirra leiddu hins vegar í ljós að púðarnir væru tvisvar sinnum líklegri en aðrir til þess að springa inni í líkama kvenna. Líkur á því að PIP-púði rofni eftir tíu ár í líkama konu eru 15-30%, samanborið við 10-14% púða frá öðrum framleiðendum. 208 með sprungna PIP-púða Framkvæmdir Bakki við Húsavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.