Morgunblaðið - 19.06.2012, Blaðsíða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2012
Júlía Margrét Alexandersdóttir
julia@mbl.is
„Það er óneitanlega skrýtið að
vera þarna megin í þessum geira
en þekking á útgáfumálum kemur
sér auðvitað bara vel,“ segir
Steinar Berg Ísleifsson, fyrrum
plötuútgefandi, en nýverið kom út
geisladiskur með tónlist í flutningi
Steinars og nokkurra félaga hans.
Hljómsveit Steinars kallast Gras-
asnarnir og er að sögn tónlistar-
mannsins afleiðing hrunsins.
„Á þessum guðs blessaða degi
árið 2008 hætti síminn að hringja
hjá okkur í ferðaþjónustunni í
Borgarfirði sem ég rek og þegar
hann fór loks að hringja aftur var
það bara fólk sem ætlaði að af-
panta gistingu. Ég sá því fyrir
mér að ég myndi vera í allt öðrum
stellingum þennan vetur,“ segir
Steinar sem brá sér í kaup-
staðaferð í kjölfarið og keypti gít-
ar sem er búinn að vera í fanginu
á honum síðan. Í kjölfarið sótti
Steinar gítartíma og á í dag fjóra
gítara. Áður höfðu listrænar
taugar Steinars sýnt sig eftir að
hann flutti í Borgarfjörðinn þar
sem hann fór að skrifa tröllasögur
en þarna segir hann að kviknað
hafi á enn öðrum þræði.
Lifandi spilamennska
„Ég fór að slá lög á hljóðfærið
sem ég hafði gaman af sjálfur og
eitt leiddi af öðru. Eftir þrjú ár
var ákveðið að prófa upptökur í
stúdíóinu Gott hljóð í Borgarnesi
með góðum mönnum sem ég
kynntist. Upptökurnar spruttu af
lifandi spilamennsku og í stíl við
það voru þær allar teknar upp í
einu.“
Í stúdíóinu voru fimmtán lög
hljóðrituð en fimm lög voru valin
til útgáfu á disknum sem kallast
„Stutt í brosið“ en stóra platan
kemur síðar út. Lögin núna voru
valin út frá sumri og sól.
„Við sóttum í ameríska og írska
tónlist og þetta er kántrí- og blús-
skotið hjá okkur. Við settum svo
smá íslenskt yfirbragð á þetta og
við lögin eru íslenskir lagatextar
sem ég sá að mestu um. Þess má
þó sérstaklega geta að Steinn
Steinarr, ömmubróðir minn, á
einn textann og höfundur 17. júní
stuðlagsins, Hæ hó jibbí jei og
jibbí jei, Bjartmar Hannesson frá
Norður-Reykjum í Hálsasveit, á
líka texta á plötunni. Textarnir
eru eins konar sögur, sagðar af
mönnum með lífsreynslu sem hafa
sagnahefðina að leiðarljósi.“
Ekki gamall draumur
Árni segir líklegt að Grasasn-
arnir troði upp í sumar í Fossa-
túni í Borgarfirði en í haust verði
sett upp þéttari dagskrá þar sem
troðið verði upp á fleiri stöðum.
Meðlimir hljómsveitarinnar eru
Sigurþór Kristjánsson á trommum
og slagverki, Halldór Hólm Krist-
jánsson á bassa og um gítarleik
sjá auk Steinars þeir Gustav S.
Guðmundsson og Gunnar Ring-
sted.
„Ég er sextugur á þessu ári
þannig að þetta er kannski undir
svolítið öfugum formerkjum, að
byrja núna í hljómsveit. Nei, þetta
er alls ekki gamall draumur, held-
ur eitthvað sem gerðist óvart. Svo
er ég maður athafna en ekki þess
að tala um hlutina.“
Alltaf verið maður athafna
Fyrrverandi plötuútgefandinn Steinar Berg stofnaði
hljómsveit eftir hrun og hefur sent frá sér geisladisk
Lífsreynsla Steinar Berg Ísleifsson segir hljómsveit sína, Grasasnana,
segja sögur í lagatextum og deila lífsreynslu.
Teiknimyndin Madagascar 3 er sú
mynd sem mestum tekjum skilaði í
miðasölu yfir helgina, en rúmlega
5.800 miðar hafa verið keyptir á
hana frá frumsýningu.
Nýjasta mynd Ridleys Scotts,
Prómeþeifur, fylgir fast á hæla topp-
myndinni, en frá frumsýningu fyrir
tveimur vikum hafa verið keyptir
rúmlega 12.500 miðar.
Í þriðja sæti listans er franska
myndin Intouchables sem nýlega
var frumsýnd hérlendis og fjallar
um áhugavert samband auðkýfings
sem lamaður er fyrir neðan háls og
þarfnast aðstoðar allan sólarhring-
inn við aðstoðarmann sinn sem er
smákrimmi er kemur úr einu fá-
tækrahverfa Parísarborgar.
Men in Black 3 er á listanum
fjórðu vikuna í röð, en lækkar um
eitt sæti frá því í síðustu viku. Ný
inn á lista kemur hins vegar myndin
Piranha 3DD þar sem fylgjast má
með tilraunum blóðþyrstra fiska til
þess að komast yfir mennskt æti.
Madagascar 3 efst
Bíólistinn 15.-17. júní 2012
Nr.
Var
síðast
Vikur
á listaKvikmynd
Madagascar 3
Prometheus
Intouchables
Men in Black 3
SnowWhite and the Huntsman
LOL
The Dictator
Piranha 3DD
The Avengers
The Raven
Ný
1
Ný
3
2
4
6
Ný
5
9
1
2
1
4
3
2
5
1
8
3
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
„Scott ... tekst að skapa rafmagnaða
stemningu í Prometheus“
-V.J.V., Svarthofdi.is
- Roger Ebert
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI - SÝND Í 2D OG 3D
EGILSHÖLL
12
12
12
12
10
12
10
16
16
16
16
VIP
12
12
L
L
L
L
L
L
L
L
L
L
L
L
ÁLFABAKKA
KRINGLUNNI
MADAGASCAR3 ÍSLTAL KL. 3:30 - 4 3D
MADAGASCAR3 ÍSLTAL KL. 4 - 6 2D
PROMETHEUS KL. 5:30 - 8 - 10:30 3D
PROMETHEUS KL. 10 2D
MADAGASCAR3 ENSTAL KL. 6 - 8 2D
SNOWWHITE KL. 8 - 10:40 2D
UNDRALAND IBBA ÍSLTALKL. 3:30 2D
THEAVENGERS KL. 5:20 3D
THERAVEN KL. 8 - 10:20 3D
12
12
L
L
L
L
AKUREYRI
16
16
16
MADAGASCAR3 ÍSLTAL KL. 6 3D
MADAGASCAR3 ENSTAL ÓTEXTUÐ KL. 8 3D
RAVEN KL. 10 2D
UNDRALAND IBBA ÍSLTAL KL. 6 2D
LOL KL. 8 2D
SAFE KL. 10 2D
12
16
16
KEFLAVÍK
L
L
L
MADAGASCAR3M/ÍSL.TALI KL. 3:40 - 5:50 3D
MADAGASCAR3 ÓTEXTUÐM/ENSKU.TALIKL. 8 - 10:103D
MADAGASCAR3M/ÍSL.TALI KL. 3:40 - 5:50 2D
MADAGASCAR3M/ENSKU.TALIKL. 4 - 8 2D
SNOWWHITE KL. 5:20-8 - 10:10 2D
SNOWWHITE LUXUSVIP KL. 5:20 - 8 - 10:40 2D
LOL KL. 3:40 - 5:50 - 8 2D
THERAVEN KL. 10:40 2D
THEDICTATOR KL. 6 - 8 - 10:10 2D
THEAVENGERS KL. 10:10 2D
UNDRALAND IBBAM/ÍSL.TALIKL. 3:30 2D MADAGASCAR3M/ÍSL.TALI KL. 5:50 - 8 3D
MADAGASCAR3 ÓTXTM/ENSKU.TALIKL. 8 - 10:10 3D
MADAGASCAR3M/ÍSL.TALI KL. 5:50 2D
LOL KL. 10:10 2D
THE LUCKYONE KL. 5:50 - 8 2D
DARKSHADOWS KL. 10:10 2D
LOL KL. 6 - 8 - 10
UNDRALAND IBBA ÍSLTAL KL. 6
SAFE KL. 8 - 10
SELFOSS
MADAGASCAR3M/ÍSLTALI KL. 5:50 3D
MADAGASCAR3M/ENSKUTALI-ÓTEXTUÐ KL. 8 3D
PROMETHEUS KL. 10 3D
LOL KL. 8 2D
SAFE KL. 10 2D
IMPY´SWONDERLANDM/ÍSLTALI KL. 6 2D
JOHN CUSACK ER EDGAR ALLAN POE
FRÁBÆR RÓMANTÍSK GAMANMYND
MILEY CYRUS DEMI MOORE
12-36 mánaða binditími
Engin útborgun
Ábyrgðar- og kaskótrygging
Bifreiðagjöld
20.000 km á ári
Sumar- og vetrardekk
Þjónustuskoðanir og smáviðhald
Leigð´ann
Eigð´ann
Nýlegir bílar
Allir í toppástandi
Fara í gegnum gæðaskoðun AVIS
Þriggja daga reynsluakstur
www.avisbilar.is
S. 5914000
... og krækja sér í bíl á frábæru verði!
til þess að fara inn á avisbilar.is
11ástæður