Morgunblaðið - 19.06.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.06.2012, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2012 „Að vinna í innan- landsmálum að víð- sýnni og þjóðlegri um- bótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum.“ Ofangreind klásúla eða meginstef er í stefnu Sjálfstæð- isflokksins og hefur verið þar allt frá stofnun, 1929. Aug- ljóst er, að ætlunin hafi verið að taka hlutverk sitt alvarlega. Og sé litið yfir farinn veg, hefur hagsæld þjóðarinnar aukist til muna á þeim 83 árum sem liðin eru frá stofnun. Af þeim hefur Sjálfstæðisflokkur setið hartnær 60 ár í ríkisstjórn. Hann hlýtur því að eiga þátt í þeim árangri sem náðst hefur. Hugmyndafræðin Sú hugmyndafræði, að vendipunkt- ur framfara samfélagsins byggi á frelsi einstaklingsins og framtaki hans hefur verið haldreipi hægri manna. Þannig búa skapandi athafnir fólks til umsvif, sem birtast í peningum og at- vinnusköpun. Á þessum stofnum grundvallast skattheimta og opinber þjónusta. Vinstri menn í núinu við- urkenna þessa hugmyndafræði og deilur dagsins eru að mestu um skat- taprósentur. Nálgun þessara póla eða umpólun endurspeglar breytta þjóð- félagsmynd. Pólitíkin snýst ekki leng- ur um vinnuveitendur og verkalýð, sú pólitík er dauð. Bankahrunið Bankahrunið var vont en þó ekki al- slæmt. Það upplýsti þjóðina um eigin innviði og þá gífurlegu blekkingu, sem var í gangi. Sjálfstæðisflokkurinn ber að meginparti ábyrgð á því gönu- hlaupi og hann hirti ekki um sín helstu stefnumið, sem meitluð voru í stein í upphafi. Hann missti sjónar á eigin grunngildum og hin breyttu viðmið mætti umorða þannig: „Að vinna að innanlandsmálum með þröngsýnni og óhóflegri einkavinavæðingu og að eig- inhagsmunum með eftirlitsleysi og hagsmuni flokksins fyrir augum.“ Efnahagsstefna Sjálfstæðisflokks- ins brást, ekki endilega vegna einka- væðingarinnar heldur þeirrar nándar, sem stjórnmálamenn kusu sér gagn- vart viðskiptalífinu. Þeim yfirsást hlutverk sitt og því fór sem fór. Sjálf- stæðisflokkurinn afneitar augljósri sök sinni á hruninu og gott betur því hann skartar meira að segja enn sama fólki. Trúverðugleikinn er því veru- lega laskaður. Atvinnufrelsi Einna pínlegust er þrautaganga Sjálfstæðisflokksins í auðlindamálum. Þar aðhyllist hann fiskveiðistjórn- unarkerfi sem byggir á stærstu með- gjöf Íslandssögunnar, þ.e. gjafakvót- anum 1990. Þó kaus flokkurinn á móti lögunum við afgreiðslu þess. Það er með endemum að þingmenn flokksins verji þetta kerfi og vísi í óstaðfesta hagkvæmni fyrir þjóðarbúið. Eins og kvótakerfið er uppbyggt reka leyf- ishafar auðlindarinnar sitt eigið mark- aðstorg í skjóli ríkisverndar, sem felst í árlegri úthlutun veiðiréttar. Á þessu markaðstorgi fárra sérleyfishafa hafa aflaheimildir verið seldar, leigðar og veðsettar á verði, sem miðast við eignaréttindi til ótakmarkaðs tíma þó lög kveði á um annað. Vitna má í um- mæli Halldórs Ásgrímssonar 1991, þáverandi sjávarútvegsráðherra: „Útvegsmenn sem fá framselda til sín aflahlutdeild af öðrum fiskiskipum vita, að þeir eru ekki að fjárfesta í var- anlegum réttindum. Það verð sem þeir eru tilbúnir að greiða fyrir slíkar heimildir hlýtur því að taka mið af þeim raunveruleika, að Alþingi getur hvenær sem er breytt lögunum um stjórn fiskveiða, komist Alþingi að þeirri niðurstöðu að annað fyr- irkomulag tryggi betur lífskjör í land- inu.“ Nú vitum við betur, útvegsmenn ákváðu sjálfir sinn raunveruleika og fengu bankana í lið með sér og jú, Sjálfstæðisflokkinn. Þannig hefur loftbóluhagkerfi með fiskiauðlindina viðgengist í rúm 20 ár og Sjálfstæð- isflokkurinn er allra flokka æstastur að halda því áfram. Skilningur flokks- ins á atvinnufrelsi og eigin meg- instefum er því verðugt rannsókn- arefni. Flokkur allra stétta Í lýðræðismálum hefur Sjálfstæð- isflokkinn sömuleiðis borið af leið. Hann fagnar ekki nýrri stjórnarskrá, sem samin var með fulltingi fólksins í landinu, heldur forsmáir hana. Það er gert þrátt fyrir augljósa vangetu þingsins til verksins, sem sýnir sig í áratuga árangursleysi. Hvers vegna flokki, sem höfðar til allra stétta í grunngildum sínum, er stjórn- arskrármálið svona mikill þyrnir í augum, getur vart tengst öðru en auðlindaákvæðinu. Þungi þess mun klárlega kollvarpa tangarhaldi valda- póla flokksins á fiskveiðiauðlindinni, dýrmætustu mjólkurkú þjóðarinnar. Flokkurinn flaggar þannig sérhags- munagæslu fremur en lýðræðis- og frelsisást. Að vera sjálfstæðismaður er ekki lengur að unna frelsi og einka- framtaki. Að vera sjálfstæðismaður er ekki lengur að vilja lágmarka af- skipti ríkisins. Að vera sjálfstæð- ismaður er ekki lengur að treysta þjóðinni. Að vera sjálfstæðismaður er að vera snillingur í flokknum. Þótt grunngildi flokksins frá 1929 liggi dauð í móðurkartöflunni, má finna þau í nýjum sprotum á vettvangi stjórnmálanna. Þá ættu unnendur sjálfstæðisstefnunnar að kanna. Móðurkartaflan Sjálfstæðisflokkur Eftir Jónas Bjarna- son og Lýð Árnason » Skilningur flokksins á atvinnufrelsi og eigin meginstefum er verðugt rannsóknarefni. Lýður Árnason Jónas er efnaverkfræðingur. Lýður er læknir. Báðir eru liðsmenn Dögunar. Jónas Bjarnason Grensásvegi 50 108 Reykjavík Sími: 571 8700 nordichealth@nordichealth.is www.nordichealth.is TILBOÐ SEM KEMUR ÞÉR Í FORM Á 40 DÖGUM! Árangursrík leið til að efla heilsuna, bæta útlitið, léttast, forðast lífsstíls- sjúkdóma og læra að hægja á öldrun. Vandaður verkefnapakki þar sem þátttakend- ur eru leiddir í átt að nýjum og heilbrigðum lífsstíl með aðstoð vinnubókar, fyrirlestra á DVD disk og slökunar á hljóðdisk. Þetta er ekki tímabundið átak heldur uppskrift að auknum lífsgæðum með skilningi á lykil- þáttum í lífi okkar eins og mataræði, hugar- fari, hreyfingu, erfðum og umhverfi. Í form á 40 dögum er ætlað fólki sem veit hvers virði heilsan er og vill bæta lífsgæði sín til framtíðar. Þetta er áskorun fyrir þroskað fólk sem byggir á aðferðum og meðferð Jónínu Ben. MOGGAKLÚBBUR FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á MBL.IS/ASKRIFT EÐA Í SÍMA 569 1122 Allir fastir áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa félagar í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á mbl.is/moggaklubburinn. Glatist kortið sendu þá póst á askrift@mbl.is. KORTIÐ GILDIR TIL 30. september 2012 MOGGAKLÚBBURINN – MEIRA FYRIR ÁSKRIFENDUR Fullt verð 6.900 kr. Moggaklúbbstilboð 4.900 kr. Tilboðið gildir frá 15. til 30. júní Opið þriðjudaga og miðvikudaga milli klukkan 12-18. Einnig er hægt að panta tilboðið á heimasíðunni okkar www.nordichealth.is Í hverjum pakka af Fjólu Lúxus salernispappír er ein rúlla vafin happamiða. Innan á miðanum kemur í ljós hvort heppnin sé með þér. Meðal vinninga: Auk fjölda annarra vinninga Flug og gisting fyrir 2 innanlands RÚLLU LEIKURINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.