Morgunblaðið - 19.06.2012, Side 9

Morgunblaðið - 19.06.2012, Side 9
FRÉTTIR 9 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2012 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Ríta tískuverslun Sumarbolir Verð 1.290 kr. Margir litir BROSANDI ALLAN HRINGINN HÓTEL EDDA E N N E M M / S ÍA / N M 5 0 5 8 6 12 HÓTEL ALLAN HRINGINN Pantaðu allan hringinn á www.hoteledda.is eða í síma 444 4000. 1ML Laugarvatn • 2 ÍKÍ Laugarvatn • 3 Skógar • 4 Vík í Mýrdal • 5 Nesjum • 6 Neskaupstaður 7 Egilsstaðir • 8 Stórutjarnir • 9 Akureyri • 10 Laugarbakki • 11 Ísafjörður • 12 Laugar í Sælingsdal Veitingastaðir á öllum hótelum • Alltaf stutt í sund Vingjarnleg þjónusta • Gjafabréf fáanleg • Eddubiti í ferðalagið www.jonogoskar.is Sími 5524910 / Laugavegi 61 / Kringlan / Smáralind PI PA R\ TB W A • SÍ A • 12 07 53 HVERT SEM TILEFNIÐ ER til vinnu og frístunda Fatnaður og skór 25180 Litir: Svartur/hvítur Kr. 7.990 25170 Litir: Ljósblátt/dökkblátt Kr. 6.990 25130 Litir: Svart/hvítt Kr. 7.690 25220 Litir: Rautt/sand/blátt Kr. 7.990 25090 Litir: Svart/hvítt/blátt Kr. 10.900 00314 Litir: Svart/hvítt/ rautt/blátt Kr. 11.900 Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími 568 2878, praxis.is 25200 Litir: Svart/hvítt Kr. 8.600 Erum á sama stað og Friendtex Frú Sigurlaug Mjóddin s. 774-7377 Aðhaldsföt Sundbolir Tankini Bikini Náttföt Undirföt Sloppar Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Að mati Bjarna Más Magnússonar, sérfræðings í hafrétti við Háskólann í Reykjavík, er það ekki hafið yfir all- an vafa að Geirfugladrangur teljist gildur grunnlínupunktur eins og þjóðréttarfræðingur utanríkisráðu- neytisins staðhæfir. Fram kom máli starfsmanns Landhelgisgæslunnar í Morgun- blaðinu í síðustu viku að Geirfugla- drangur væri horfinn í sæ. Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur í utan- ríkisráðuneytinu, sagði í Morgun- blaðinu síðastliðinn laugardag að þetta væri ekki rétt og að enn mætti sjá flæðisker þar sem drangurinn stóð áður. „Ég tel það hafið yfir allan vafa að Geirfugladrangur teljist enn flæðisker í merkingu hafréttarsamn- ingsins og gildur grunnlínupunktur þótt vissulega hafi drangurinn látið nokkuð undan í tímans rás,“ sagði Tómas á laugardag. Notast er við grunnlínur sem upp- hafsreit til að ákvarða ytri mörk haf- svæða ríkja. Þegar talað er um að efnahagslögsagan sé 200 sjómílur er átt við að hún sé 200 sjómílur frá grunnlínum. Því eru miklir hags- munir fólgnir í því fyrir Íslendinga að hægt verði að nota Geirfugla- drang sem grunnlínupunkt til þess að ákvarða ytri mörk efnahagslög- sögunnar á Reykjaneshrygg þar sem er gjöful úthafskarfaveiði. Ólík notkun á flæðiskerjum í hafréttarsamningnum Bjarni Már Magnússon bendir á að samkvæmt hafréttarsamningnum sé hægt að nota flæðisker sem grunnlínupunkt með tvenns konar hætti. Almennt er talið að einungis sé hægt að nota aðra aðferðina á flæðisker sem ekki er fjær en 12 sjó- mílur frá meginlandi eða eyjum, en Geirfugladrangur er fjær landi en 12 sjómílur og kemur því varla til álita í þesssu samhengi. Hina aðferðina er hægt að nota á svokallaðar beinar grunnlínur en ís- lenskar grunnlínur hafa ævinlega verið taldar til þeirra. Sú aðferð kveður á um að ekki skuli draga beinar grunnlínur „að og frá flæði- skerjum nema vitar eða svipuð mannvirki, sem eru stöðugt ofan- sjávar, hafi verið byggð á þeim eða svo hátti til að mörkun grunnlína að og frá þessum skerjum hafi verið al- mennt viðurkennd á alþjóðavett- vangi,“ segir Bjarni. Verður að spyrja hvort þögnin ein sé nægjanleg viðurkenning Þar sem enginn viti eða önnur mannvirki eru staðsett á Geirfugla- drangi segir Bjarni að skoða verði hvort Geirfugladrangur hafi verið al- mennt viðurkenndur á alþjóðavett- vangi. Spyrja verður hvort almenn viðurkenning á alþjóðavettvangi þurfi að fela í sér einhvers konar beina yfirlýsingu eða aðgerð annarra ríkja eða hvort „þögnin ein“ sé nægj- anleg viðurkenning. Jafnframt verð- ur að spyrja hversu mörg ríki þurfi að viðurkenna lögmæti grunnlínu- punkts og hvort máli skipti að þau hafi einhverra hagsmuna að gæta eða ekki. Við þessum spurningum er ekkert skýrt svar að mati Bjarna. Spurningum ósvarað Bjarni bendir jafnframt á að hafa verði í huga að hafréttarsamningur- inn setur það skilyrði fyrir notkun beinna grunnlína að á þeim stöðum þar sem slíkar línur séu dregnar sé strandlengjan mjög vogskorin og óregluleg eða strandeyjaröð sé í næsta nágrenni strandlengjunnar. Spyrja verður hvort strandlengja ysta odda Reykjanessins falli í þann flokkinn. Að lokum leggur Bjarni áherslu á að ekkert ríki hefur mótmælt Geir- fugladrangi sem grunnlínupunkti og að það þekkist að flæðisker hafi verið notuð sem grunnlínupunktur þrátt fyrir að þau séu mannvirkjalaus eða hafi ekki verið almennt viðurkennd á alþjóðavettangi. Sádi-Arabía og Sýr- land hafa t.a.m. notast við slík sker. Óljóst lögmæti Geirfugladrangs í hafréttarsamningi  Ekkert ríki hefur mótmælt drang- inum sem grunnlínupunkti Hafréttur Bjarni Már Magnússon, sérfræðingur í hafrétti við HR. - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is Íslenska brids- landsliðið á enn möguleika á að komast í úr- slitakeppnina á Evrópumótinu í brids í Dublin en til þess þarf hag- stæð úrslit á lokadegi riðla- keppninnar í dag. Ísland vann í gær Dani, 19:11, en tapaði fyrir Austurríki, 7:23, og Sviss, 14:16. Þegar tveimur um- ferðum er ólokið í dag er íslenska liðið í 10-11. sæti í sínum riðli ásamt Dönum en 9 lið fara áfram í úrslit. Ísland spilar við Rússa í dag en situr síðan yfir í lokaumferðinni síðdegis. Íslenska liðið er með 222 stig í 10-11. sæti ásamt Dönum og Wales hefur 223 stig. Frakkar hafa 226 stig í 8. sæti, Svisslendingar 235 og Pólverjar 240 stig í 6. sæti. Mónakó hefur mikla yfirburði í riðlinum en liðið er með 309 stig, Englendingar eru í 2. sæti og Rússar í því þriðja. Í hinum riðli mótsins hafa Ítalir forustu með 272 stig. Eiga enn möguleika á úrslitasæti á EM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.