Morgunblaðið - 19.06.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.06.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2012 Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Landsbankinn hefur samið um að fyrirframgreiða gamla Landsbank- anum, þ.e. Landsbanka Íslands hf. (LBI), fjórðung af höfuðstól svokall- aðra A-skuldabréfa í eigu þrotabús- ins eða sem nemur rúmum 73 millj- örðum króna. Greitt er í evrum, dollurum og pundum. Samkvæmt síðustu áætlunum slitastjórnar LBI um endurheimtur, sem kynntar voru kröfuhöfum í maí, var reiknað með að endurheimtur í ár næmu 38 milljörðum íslenskra króna. Í kjölfar greiðslu Landsbank- ans nú má því leiða að því líkum að mun auðveldara ætti að vera fyrir slitastjórnina að greiða út fjármagn upp í forgangskröfur á borð við Ice- save-skuldina, nú þegar meira fjár- magn verður til staðar en reiknað var með. Ekki er vitað hvað slita- stjórnin hyggst fyrir. Greiðslur áttu að hefjast 2014 „Ákvörðunin styrkir okkar fjár- hagsstöðu. Hún lækkar meðal ann- ars fjármagnskostnað en sú lækkun vegur þyngra en sú ávöxtun sem við höfum af því að liggja með laust fé í erlendri mynt,“ sagði Kristján Krist- jánsson, upplýsingafulltrúi Lands- bankans, spurður um málið í samtali við Morgunblaðið í gær. Umrædd skuldabréf voru gefin út árið 2010 vegna mismunar á virði yfirtekinna eigna og skulda frá LBI, segir í tilkynningu frá Landsbank- anum. Greiðslur af skuldabréfunum áttu að hefjast í janúar 2014. Jafngildir greiðslan nú fimm fyrstu greiðslun- um af 20 ársfjórðungslegum gjald- dögum skuldabréfanna en lokagjald- dagi er í október 2018. Reiknað var með 38 milljarða endurheimtum í ár Í síðustu kynningu slitastjórnar Landsbanka Íslands hf. (LBI) til kröfuhafa í maí síðastliðnum kom fram að endurheimtur skulda fyrir árið 2012 væru áætlaðar 38 milljarð- ar íslenskra króna. Í ljósi þess að greiðsla Landsbankans nú er tæp- lega tvöföld sú fjárhæð, og enn er óvíst um hvernig aðrar heimtur árs- ins verða, má álykta sem svo að lík- legt er að hægara verði um vik fyrir slitastjórn bankans að greiða meira fjármagn út fyrr en ella. Að sögn Páls Benediktssonar, upplýsinga- fulltrúa Landsbanka Íslands hf. (LBI), hefur slitastjórnin ekki tekið neina ákvörðum um hvenær kröfu- hafar mega næst eiga von á greiðslu. Hingað til hefur slitastjórn NBI tvisvar greitt út fjármuni til kröfu- hafa en rúm 43% forgangskrafna hafa nú verið greidd. Greiðir gamla bankanum 73 milljarða króna snemma  Greiðslur tveimur árum á undan áætlun  Gæti hraðað greiðslum upp í Icesave Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Greiðandi Lausafjárstaða Lands- bankans í erlendri mynt er sterk. Fyrirframgreiðsla » Landsbankinn greiðir LBI 73 milljarða króna fyrirfram í evr- um, dollurum og pundum. » Greiðslur áttu að hefjast í janúar 2014. » Hækkar ætlaðar heimtur skulda LBI í ár verulega. „Við fórum á litlum 12 feta bát og sáum hvalina. Það er til- tölulega nýtt að sjá þá hérna og það bar fyrst á því í fyrra,“ segir Guðlaugur J. Albertsson, starfsmaður í fiskeldi í Tálknafirði. Hann tók þessar myndir þegar hann var á ferð um svæðið í öðrum erindagjörðum um helgina. Á þeim má sjá tvo hnúfubaka fyrir framan gömlu hvalstöðina á Suðureyri við Tálknafjörð en einnig sást til þriðja hvalsins á svipuðum slóðum. Sést hefur til hvala í Tálknafirði og í Patreksfirði. „Þeir hafa sést mörg undanfarin ár í Ísafjarðardjúpi en við höfum ekki heyrt um þá á þessum stöðum þar til nú. Þeir eru yfirleitt 5-6 saman í vöðu,“ segir Sverrir D. Halldórsson, starfsmaður í hvaladeild Hafrannsóknastofnunar. „Hnúfubakurinn kemur næst landi af þessum stærri hvöl- um. Ástæðan fyrir því að þeir sækja inn á firði er meira æti þar en áður. Hvölum hefur fjölgað nokkuð á undanförnum ár- um. Við höfum tölur frá árinu 2007, en það eru nýjustu mæl- ingar okkar. Næstu mælingar fara fram árið 2015,“ segir Sverrir. Tveir hnúfubakar náðust á mynd fyrir framan gömlu hvalstöðina á Suðureyri við Tálknafjörð, sást til þriðja hvalsins á svipuðum slóðum Ljósmynd/Guðlaugur J. Albertsson Orðið algengara að sjá hvali í fjörðum landsins Stéttarfélagið Báran á Suðurlandi hafnar þeim ummælum Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra Sam- taka atvinnulífsins, í Morgunblaðinu 12. júní að vinnuleitendur vilji ekki vinna. „Við erum búin að vera í fyrir- tækjaheimsóknum og þetta er það sem menn eru að tala um, að það fáist ekki fólk í vinnu á meðan atvinnuleysi á Suðurlandi er 4,2%,“ segir Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður Bár- unnar. Hún segir fyrirtæki vera að ræða um að þau þurfi að ráða fólk frá útlöndum vegna þess að Íslendingar vilji ekki vinna láglaunastörfin. Nær væri fyrir þau að eyða þeim kostnaði í hækkun launa. „Þeir komast ekki upp úr þeim hugsunarhætti að lágmarks- kjör eru ekki lög- bundin. Þetta er bara trygging á að þú farir ekki neðar. Þeir mega bjóða betur,“ seg- ir Halldóra og vísar meðal ann- ars í matvæla- framleiðendur á Suðurlandi. „Núna fá menn jafnvel vinnuafl og fá atvinnuleysis- bæturnar greiddar með fólki en bjóða samt lágmarkstaxta. Ísland er eitt atvinnusvæði og ef þú ætlar að keyra 10 til 60 kílómetra í vinnu, þá getur þú ímyndað þér hvað er eftir. Svo er verið að bjóða lágmarkslaun.“ Halldóra segir umræðu vera í gangi um að atvinnuleysisbætur séu of há- ar. „Hver ætlar að lifa á 170 þúsund á mánuði? Það er ekki vinnandi veg- ur að lifa á því,“ segir Halldóra. Báðir njóti ávinnings Í ályktun Bárunnar frá því í gær segir: „Er það eitthvert lögmál að greiða lágmarkskjör, fá ódýrt óþekkt vinnuafl og bera ekki sam- félagslega/siðferðislega ábyrgð? … Er það eðlilegt meðan milljarða hagnaðartölur fyrirtækja prýða árs- reikninga að starfsmenn njóti ekki góðs af? Ætti ráðningarsamband ekki að leiða af sér gagnkvæman ávinning beggja aðila?“ segir í álykt- uninni. ipg@mbl.is „Þeir mega bjóða betur“  Stéttarfélag skorar á vinnuveitendur að sýna fram á vilj- ann til greiðslu mannsæmandi launa  Hafna orðum SA Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Þrettán ára gömul stúlka ók aftan á annan bíl í höfuðborginni síðdegis á þjóðhátíðardaginn. Stúlkan hafði tekið fjölskyldubílinn í óleyfi og stol- ist á rúntinn með vinkonu sinni. Stúlkurnar tvær sluppu ómeiddar en för þeirra endaði þó ekki þar því að þær reyndu að komast undan á hlaupum. Vegfarendur náðu hins vegar að stöðva þær og kalla til lög- reglu. Fimm voru í bílnum sem þær óku aftan á og sakaði þá ekki heldur. Farið var með stúlkurnar á lög- reglustöð en þar var haft samband við forráðamenn þeirra og fulltrúa barnaverndaryfirvalda. Morgunblaðið/Ernir Umferðin Stúlkurnar óku aftan á annan bíl í Reykjavík á sunnudag. Unglingur á fjölskyldubíl SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA Við sérhæfum okkur í slípun og olíuburði á sólpöllum, gerum gamla pallinn flottari en nýjan. Fjalirnar verða rennisléttar og timbrið nær aftur sínum náttúrulega lit. GERUM SÓLPALLINN EINS OG NÝJAN info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is S: 897 2225

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.