Morgunblaðið - 19.06.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.06.2012, Blaðsíða 23
✝ Hjalti Guð-mundsson fæddist í Klauf, Öngulsstaðahreppi, Eyjafirði, 24. októ- ber 1947. Hann lést 7. júní 2012. Foreldrar Hjalta voru hjónin Guð- mundur Kristján Sigurgeirsson bóndi, f. 30. mars 1918, d. 28. desem- ber 1996, og Ingibjörg Jóhanns- dóttir, f. 30. september 1916. Systkini Hjalta eru: Geir, f. 1942, Hólmfríður, f. 1946, Leifur, f. 1952, og Anna Sigríður, f. 1959. Hjalti kvæntist 4. nóvember 1972, Sólveigu Sigtryggsdóttur, kennara á Húsavík, f. 3. ágúst börn: Guðný Ósk, Sævar Veigar, Jónína Rún og Rafnar Berg, barnabörn þeirra eru 4. ii) Sig- urlaug Sævarsdóttir, eiginmaður Hilmar Þór Ívarsson, börn þeirra: Hilma Ósk, Agnar Þór, Hrannar Már og Sævar Leó. Hjalti var í barnaskóla á Syðra-Laugalandi, Eyjafirði. Hann fór ungur á vertíð í Grinda- vík, fluttist til Húsavíkur og starfaði lengst af þar hjá Vega- gerðinni sem hefilstjóri. Einnig starfaði hann hjá Fiskiðju- samlagi Húsavíkur og Mjólk- urstöð KÞ. Hjalti fluttist ásamt seinni konu sinni og dætrum til Akureyrar 1984. Fyrstu tvö árin þar starfaði hann sem flutn- ingabílstjóri hjá Dreka. Hann starfaði hjá Mjólkursamlagi KEA næstu fjórtán árin. Árið 1998 hóf hann störf sem meindýraeyðir og varð það hans aðalstarf árið 2000 og allt til dauðadags. Hjalti verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju í dag, 19. júní 2012, kl. 13.30. 1950, d. 8. október 1982. Dætur þeirra eru: 1) Heiður, f. 14. nóvember 1973, eig- inmaður Arnar Már Sigurðsson, f. 4. maí 1968. Börn: a) Hjalti Þór Ísleifsson, f. 12. júlí 1996, faðir: Ís- leifur Heiðar Karls- son, f. 26. júlí 1972, d. 21. júlí 1996. b) Sólveig Arnars- dóttir, f. 4. desember 2005. 2) Gígja, f. 26. apríl 1977. Hjalti hóf sambúð árið 1984 með Guðnýju Ósk Agnarsdóttur, f. 30. nóvember 1944, þau giftu sig 8. júní 2007. Börn Guðnýjar eru: i) Agnar Kári Sævarsson, eiginkona Heiðrún Georgsdóttir, Að sitja hér og skrifa minning- argrein um þig elsku pabbi minn er ekki það sem ég átti von á fyrir fjórum mánuðum. Þú ekki nema tæplega 65 ára og ættir að eiga mörg ár eftir. Mamma farin fyrir rétt tæpum 30 árum, aðeins 32 ára, og þú núna. Af hverju? Þú hefur alltaf staðið sem klett- ur í mínu lífi, í þeim áföllum sem á mér hafa dunið. Ég reyndi mitt besta nú þegar þú greindist í mars sl. að standa við hlið þér. Þú varst ekki sáttur við þann dóm sem þú hlaust og varst mjög dapur og fjarrænn síðustu vikurnar. Þú kláraðir samt að ganga frá þeim endum sem þú taldir að þyrfti að ljúka áður en þú kveddir þótt þú værir fárveikur. Þitt síðasta verk var að fara vestur á Krók og taka út húsið sem Didda og Hilmar ætla að flytja í eftir nokkra daga. Þegar því var lokið kvaddir þú þennan heim mjög hratt eins og þín var von, í fanginu á Guðnýju þinni. Ég á þér margt að þakka, þú stóðst við hlið mér eins og klettur og lagðir áherslu á að ég menntaði mig, þú sást alltaf eftir því að hafa ekki gengið menntaveginn. Þú hefðir eflaust gert það ef þú hefðir ekki veikst alvarlega sem ungur drengur af heilahimnubólgu sem olli því að þú þurftir að læra allt upp á nýtt. Eins stóðstu þétt við hlið mér þegar ég lenti í bílslysinu, og þegar ég missti Ísleif með Hjalta minn níu daga gamlan. Takk, pabbi, fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Mikið varstu glaður þegar ég kynnti Arnar minn fyrir ykkur Guðnýju og ég tala nú ekki um þegar Hjalti Þór tilkynnti að von væri á systkini. Þú varst alltaf mikill barnakall og hændust börn mjög að þér, ekki bara þín afabörn heldur einnig annarra börn. Afabörnin hafa nú misst mikið og sakna þín sárt. Sól- veig skilur ekki af hverju afi þurfti að fara, þú varst ekki einu sinni orðinn gamall. Við vorum ekkert alltaf sam- mála um hlutina, stundum fannst mér þú stjórnast um of, en þú vild- ir bara vel. Mér fannst stundum eins og þú áttaðir þig ekki á að ég væri orðin fullorðin og fær um að gera hlutina sjálf, í þínum huga var ég jú alltaf stelpan þín. Undanfarna daga höfum við börnin þín, tengdabörnin, Guðný og afabörnin verið á fullu að rifja upp góðar og hlýjar minningar tengdar þér og höfum hlegið mik- ið, við vitum að þú hefur fylgst með okkur og glott. Það var þinn stíll, að glotta að eigin fyndni, enda hafðir þú alveg húmor fyrir sjálfum þér. Amma Ingibjörg á um sárt að binda núna. Við gerum okkar besta til að halda utan um hana, ég veit þér þótti svo óendanlega vænt um hana. Ég ætla að láta þetta nægja núna, minningarnar um þig geymi ég í hjarta mínu og kem til með að kveikja ljós hjá myndinni af þér sem verður komið fyrir í stofunni á mínu heimili. Takk fyrir allt og allt elsku pabbi minn, ég ætla að gera þín kveðjuorð til mín að mínum: „Guð veri með þér.“ Þín dóttir, Heiður. Æi… elsku pabbi minn, mikið svakalega sakna ég þín, nú sit ég í gráa hægindastólnum þínum og læt hugann reika. Ég hef oft sagt það áður og segi það enn: Þú ert besti pabbinn í öllum heiminum og þú ert minn! Vissulega varstu ekki gallalaus, ekki frekar en ég, en gallar þínir voru flestir ef ekki allir broslegir og þú meintir alltaf vel, stundum eiginlega aðeins of vel. Mér er til dæmis mjög minnisstætt þegar þú sendir mér litla ferðagasgrillið suður svo ég gæti nú grillað á pínulitlu svölunum mínum. Til að gæta fyllsta öryggis festirðu nýja gasslöngu á græjuna og var hún heilir þrír metrar að lengd, enda á gaskúturinn ekki að vera nálægt grillinu! Enn í dag er heljarinnar slönguhrúga á svölunum hjá mér á sumrin. Þú hefur alltaf verið fyrsti mað- urinn sem ég hringi í þegar ég lendi í vandræðum. Skiptir þá ekki máli hvort bíllinn hefur drep- ið á sér í Borgarfirði eða vatnslás- inn í druslunni gefið upp öndina í Hrútafirðinum. Gætirðu ekki leið- beint mér í gegnum síma þá mætt- irðu bara á svæðið og bjargaðir stelpunni þinni. Þér þótti líka ótækt að senda stelpuna í ökunám án þess að ég kynni nokkuð til verka í akstri, því brástu á það ráð að keyra í skafl uppi í fjalli og sagðir að við færum ekki heim fyrr en ég væri búin að losa. Þú kenndir mér líka að mað- ur á ekki að loka augunum og ríg- halda í stýrið þegar maður nálgast einbreiða brú, það er víst betra að hafa þau opin. Að eiga og nota tölvu fannst þér líka mikilvægt. Bölvaðar vélarnar geta þó hæglega verið til mikils ama, sérstaklega ef maður er ekki mjög tæknilega þenkjandi og tal- ar ekki útlensku eins og innfædd- ur útlendingur. Átti ég þónokkur símtölin við þig landshorna á milli þar sem reynt var að leysa úr tæknimálum, með misjöfnum ár- angri. Mér er sérlega minnisstætt eitt fjörutíu og fimm mínútna, ár- angurslaust, símtal sem kom í kjölfar þess að þú heyrðir ekkert í Álftagerðisbræðrum, þó þú værir búinn að ýta á „play“! Frá því ég man eftir mér hefur alltaf verið nóg af frystikistum og skápum á heimilinu, jafnvel voru leigð frystihólf úti í bæ, enda þú al- inn upp í sveit þar sem mikið var lagt upp úr því að eiga nóg að bíta og brenna. Þér þótti enda ómögu- legt þegar ég flutti í stúdentaíbúð í Reykjavík að ég hefði bara frysti sem rúmaði eins og eitt brauð. Að morgni flutningsdags laumaðist þú út í búð og keyptir lítinn frysti- skáp handa stelpunni þinni í snemmbúna afmælisgjöf. Ég man líka hvað þú varðst hamingjusam- ur þegar ég sagðist eitt haustið vera til í að fá kannski smá kjöt í frystinn, þá sagðir þú að ég væri loksins að verða fullorðin. Ferðirnar í mjólkurbílnum, tímarnir okkar í garðaúðuninni, slagurinn við geitungabúin, mein- dýrarúntarnir um sveitirnar, þekking þín á bæjarnöfnum, ám og lækjarsprænum, broslegu tal- hólfskveðjurnar frá þér, ósvikin gleðitárin sem brutust út þegar við gáfum þér sixpensarann eftir að þú veiktist… Ég gæti haldið endalaust áfram enda minning- arnar ótalmargar. Ég veit að ég er eigingjörn en ég vildi óska að þú værir hér enn, ég er ekki tilbúin til að hafa þig ekki lengur hjá mér. Um leið og ég bið fyrir kveðju til mömmu þá kveð ég með orðunum sem þú laukst símtölum okkar gjarnan á Bæ, bæ, bless. Gígja. Með þessum fátæklegu orðum langar mig að minnast tengdaföð- ur míns, Hjalta Guðmundssonar frá Klauf í Eyjafirði. Leiðir okkar Hjalta lágu saman á Akureyri á haustmánuðum 2003 þegar ég felldi hug til Heiðar dótt- ur hans. Allt frá fyrstu kynnum tók Hjalti mér vel og var upp frá því boðinn og búinn til allrar að- stoðar. Hjalti var einstaklega bón- góður maður og á tíðum of hjálp- samur. Átti hann erfitt með að vera aðgerðalaus og vildi helst vera á ferðinni að erindast. Kom það fyrir að hann var farin að grennslast fyrir um hluti sem eng- inn vissi til að hann hefði verið beðinn um að athuga. Er hann var spurður út í það svaraði hann því til að við gætum haft gott og gam- an af því að vita þetta. Eftir að fjölskylda mín flutti suður yfir heiðar var Hjalti sérlegur fulltrúi okkar við öflun vetrarforða en Hjalti var sérlega áhugasamur um mat og ekki síst kjötmeti. Enda höfðu þau hjónin frystipláss sem hvaða stórfjölskylda sem er gæti verið stolt af. Hjalti hafði miklar skoðanir á því hvernig kjöt ætti að vera en þar vorum við ekki alveg sammála um skiptingu fitu og vöðva í kjötinu en Hjalti vildi hafa mikið af fitu. Með eftirfarandi ljóði Ingi- bjargar Sigurðardóttur vil ég minnast Hjalta Guðmundssonar. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. Að endingu vil ég gera hans síð- ustu orð við mig að mínum er hann sagði „vertu blessaður kallinn minn“. Arnar Már Sigurðsson. Elsku Hjalti okkar, þrátt fyrir að hafa vitað í hvað stefndi er mjög erfitt að trúa því að þú sért farinn. Við huggum okkur við það að þú þurftir ekki að liggja á sjúkrahúsi heldur fékkstu að njóta þess að vera með mömmu og fjöl- skyldunni þessa síðustu daga. Það er svo margs að minnast og margar dýrmætar stundir sem við geymum í hjörtum okkar. Það sem stendur upp úr hjá okkur er hvað þú tókst okkur vel og vildir allt fyrir okkur gera, aldrei stóð á þér að veita okkur aðstoð eða hjálp þegar við þurftum á að halda og oft varstu búinn að redda mál- unum áður en við vissum af. Við þökkum fyrir þann stuðning sem þú veittir okkur systkinunum þeg- ar Agnar Kári lá lamaður á sjúkrahúsi í marga mánuði og eins fyrir þann stuðning sem þú veittir Diddu þegar krabbameinið bank- aði upp á, ekki stóð á þér að koma og sitja hjá Agnari Kára nánast á hverjum degi og eins keyrðir þú með mömmu okkar suður til Diddu til að vera hjá henni fyrst eftir aðgerðina. Þessum stundum gleymum við aldrei og minnumst þeirra með hlýju í hjarta. Börnin Hjalti Guðmundsson SJÁ SÍÐU 24 HINSTA KVEÐJA Ég tala til þín, elskuleg- ur Hjalti minn, besti vinur, kletturinn í lífi mínu. Sársaukinn er orðinn að ótal hvítum rósum sem ilmandi fylla minninganna bát. Mér finnst hann alsettur lifandi ljósum sem blessa hvert bros og sefa allan grát. Einstakur er orð sem best lýsir þér. Takk fyrir að hafa verið til. Þín, Guðný Ósk. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2012 legri framkomu að sinna sínu starfi svo sómi var að. Á aðal- fundi SJÓR 1992 var Biggi kjör- inn formaður SJÓR og gegndi því starfi allt til ársins 2001 með miklum sóma og röggsemi. SJÓR sæmdi þau hjónin gull- merki sínu fyrir þeirra störf í þágu félagsins Biggi hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum, vildi afgreiða mál á sem stystum tíma og þegar minn maður hafði komist að niður- stöðu þá voru rök hans oft á tíð- um stutt en gagnyrt eða „þetta er bara svona“, málinu lokið af hans hálfu. Biggi var í föstu viðskipta- sambandi við Blóðbankann og var einn af þeim sem hafa gefið blóð oftar en hundrað sinnum. Við fráfall Rósu sl. sumar var klippt á streng sem þau höfðu of- ið óvenjusterkum böndum í sínu hjónabandi, en Biggi var afar háður sinni konu sem af snyrti- mennsku og alúð sá um sinn mann og sína fjölskyldu. Þau hjónin voru með afbrigðum gest- risin og ævinlega var fullt hús gesta hjá þeim af ýmsum tilefn- um. Nú í lok maí komum við heim frá Ítalíu tuttugu bræður úr Hallveigu ásamt eiginkonum okkar en tuttugasti bróðirinn var Biggi sem sýndi mikinn kjark í að ferðast og gleðjast með okkur bræðrum og eigin- konum okkar svo stuttu eftir frá- fall Rósu. Að venju var hann miðdepill ferðarinnar og naut hennar vel og var afar ánægður með að hafa drifið sig með. Bigga varð sjaldan eða aldrei misdægurt og læknar og hjúkr- unarlið var fyrir aðra, en í þess- ari ferð tjáði hann sig við okkur Ágústu um að hann væri auðvit- að í vissum áhættuhópi þar sem hann ólíkt okkur hefði aldrei far- ið í neina skoðun og vissi í raun lítið um ástand sitt, en í ferðinni hafði hann tekið þátt í m.a. nokk- uð erfiðri fjallgöngu. En þrátt fyrir hreysti sína og líkamlegt ástand varð hann eins og aðrir að taka því að hans tímaklukka væri út gengin þótt engan óraði fyrir að svo væri komið, en vinur minn fékk hjartaáfall laugardag- inn 9. júní og kvaddi þetta jarð- neska líf og gekk á fund feðra sinna. Kæri vinur, þín verður sárt saknað, nú mun síminn ekki oft- ar hringja og sterk rödd þín spyrja „er ég að trufla“, upphaf skemmtilegra skoðanaskipta milli okkar um menn og málefni, þökk fyrir allt og megir þú hvíla í friði. Anton Örn Kærnested. Látinn er sómamaðurinn Birkir Þ. Gunnarsson. Birkir var mikill velgjörðarmaður Borð- tennissambands Íslands um langa tíð og meðal frumkvöðla borðtenniss á Íslandi. Í 40 ára sögu félagsins kom hann víða við. Birkir var alla tíð ötull í starfi borðtennishreyfingarinnar en hann var meðal stofnfélaga Borðtennissambandsins þann 12. nóvember 1972 og sat í fjöldamörg ár í stjórn sambands- ins, m.a. sem formaður. Einnig var hann meðal stofnenda borð- tennisdeildar Arnarins og sat þar einnig lengi í stjórn. Á fyrstu árum sambandsins ríkti mikil gróska og sinnti Birk- ir öflugu uppbyggingarstarfi á sama tíma og hann var í landslið- inu og æfði af kappi. Varð hann meðal annars tvisvar Íslands- meistari í tvíliðaleik ásamt fé- laga sínum Ólafi H. Ólafssyni á áttunda áratug síðustu aldar. Fór hann í fyrstu ferð landsliðs- ins í borðtennis í nóvember 1974 til Færeyja ásamt þeim Ólafi H. Ólafssyni, Hjálmari Aðalsteins- syni, Ragnari Jóhannessyni og Jóni Sigurðssyni í A-landsliði Ís- lands þar sem þeir unnu fyrsta landsleik Íslendinga í borðtennis 25-3. Seinna fór hann oft með hópa til útlanda sem fararstjóri. Síðari árin æfði Birkir alltaf reglulega með gömlum félögum sínum í Old Boys í Víkingi og tók virkan þátt í starfi hreyfingar- innar. Hann var jarðbundinn, lífsglaður og alltaf tilbúinn að leggja sitt af mörkum. Varð hann nú síðast Íslandsmeistari með fé- laga sínum Ólafi H. Ólafssyni í tvíliðaleik í flokki 70 ára og eldri í mars sl. auk þess að verða í 3. sæti í einliðaleik í sama flokki. Stjórn BTÍ sendir fjölskyldu og aðstandendum innilegar sam- úðarkveðjur. Borðtennishreyfingin á Ís- landi kveður höfðingja og þakkar honum leiðsögnina. Hafðu þökk fyrir allt og allt, kæri vinur. Hvíl í friði. Stjórn BTÍ, Sigurður Valur Sverrisson, Ingimar Ari Jensson, Ingimar Ingimarsson, Ársæll Aðalsteinsson og Bjarni Gunnarsson. Birkir Þór Gunnarsson, kær veiðifélagi og vinur, er fallinn frá. Birkir Þór gekk í Sjóstanga- veiðifélag Reykjavíkur (eða SJÓR eins og við félagsmenn og -konur köllum félagið) árið 1990 ásamt Róshildi Stefánsdóttur eiginkonu sinni en hún lést á síð- asta ári og var það mikill missir. Birkir var hrókur alls fagnað- ar og mátti heyra hlátur hans langar leiðir þegar honum var skemmt og alltaf var hann hress og kátur og lá aldrei á skoðunum sínum og kom til dyranna eins og hann var klæddur. Til hans var alltaf gott að leita með hin ýmsu mál sem upp koma í stórum og mannmörgum félagsskap, enda var Birkir Þór öllum hnútum kunnugur varðandi félagið sem hann stjórnaði með mikilli rögg- semi og glæsibrag sem formaður frá 1992 til ársins 2001. Í apríl sl. mætti Birkir Þór með sonum sín- um á innanfélagsmót SJÓR sem haldið var í Grundarfirði og átt- um við þar einstaklega skemmti- lega helgi, hann kom okkur veiði- félögunum sem vorum að veiða á Hvítasunnumóti Sjóstanga- veiðifélags Vestmannaeyja, mjög á óvart þegar hann birtist öllum að óvörum á lokahófið með alla sína gleði og kátínu í farteskinu. Hann hafði komið frá Ítalíu deg- inum áður og sagði okkur að hann hefði fundið svo mikla þörf fyrir að koma til Eyja þar sem Sjóstangaveiðifélag Vestmanna- eyja fagnaði 50 ára afmæli sínu og þarna hefðu hann og Rósa hans byrjað að veiða. Hann sagði mér að þetta hefði verið svo skrítin tilfinning en þetta fannst honum hann þurfa að gera, ég skildi hvað hann meinti þá en ég skil hann enn betur núna. Ekki óraði okkur félaga þína, kæri vinur, fyrir því að þarna myndum við kveðja þig, við mun- um ávallt minnast þín með mikilli hlýju og væntumþykju og viljum þakka þér fyrir það mikla og góða starf sem þú inntir af hendi fyrir SJÓR öll þessi ár. Mig lang- ar líka sérstaklega til að þakka þér fyrir alla þá hvatningu sem ég fékk frá þér og hlý og góð orð í minn garð, kæri vinur. Þín verð- ur sárt saknað. Fjölskyldu þinni viljum færa okkar dýpstu sam- úðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja þau á þessari sorgar- stundu því missir þeirra er mikill á einu ári . Fyrir hönd veiðifélaga þinna í Sjóstangaveiðifélagi Reykjavík- ur, Elín Snorradóttir, formaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.