Morgunblaðið - 19.06.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.06.2012, Blaðsíða 11
DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2012 Á morgun hefst jógahátíðin Sumar- sólstöður sem haldin verður á Lýsuhóli á Snæfellsnesi. Um er að ræða fimm daga jógahátíð þar sem jógaiðkendur koma saman og sam- eina huga og líkama. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin og fer þátttakendum fjölgandi milli ára að sögn Sólveigar Kristjáns- dóttur, sálfræðings og jógakenn- ara, sem tekur þátt í að skipu- leggja hátíðina. „Í fyrra vorum við rúmlega fjörutíu en núna eru skráðir tæplega sjötíu þátttak- endur,“ segir Sólveig ánægð með viðtökurnar. Fjölbreytt jógadagskrá „Við verðum með jógatíma kvölds og morgna og fáum þekkta jógakennara eins og til dæmis Auði Bjarnadóttur til að kenna,“ útskýrir Sólveig en á hátíðinni verður iðkað svokallað Kundalini-jóga. „Kundal- ini-jóga er svipað öðru jóga nema í því er yfirleitt meiri áhersla á hugleiðslu en vanalega,“ segir Sól- veig og bætir við að dag- skrá hátíð- arinnar verði mjög fjöl- breytt. „Það verður farið í gönguferðir og boðið upp á alls- konar fyrirlestra,“ segir hún. „Við ætlum að nýta okkur þær göngu- leiðir sem eru á Snæfellsnesinu og fara í miðnæturgöngu á Snæfells- jökul,“ segir Sólveig. „Fyrirlestr- arnir verða til dæmis um austur- lenska lækningaspeki, hugleiðslu og slökun. Þetta verður allt jóga- tengt efni og fræðsla sem nýtist jógaiðkendum.“ Sólveig segir ekki nauðsynlegt að hafa mikla reynslu af jóga til að sækja hátíðina. „Það eru allir vel- komnir,“ segir hún og bætir við að sérstök kynning verði haldin fyrir byrjendur. „Við verðum með kynn- ingu á jóga fyrir byrjendur svo há- tíðin hentar öllum sem hafa áhuga. Þátttakendur þurfa ekki að hafa áralanga reynslu af jóga eða vera í svakalega góðu líkamlegu formi því hver og einn getur valið sér hvaða jógatíma hann vill sækja,“ segir Sólveig og bætir við að enn sé op- ið fyrir skráningar á heima- síðu hátíðarinnar, www.sumarsol- stodur.123.is. Eins og áður sagði stendur há- tíðin yfir í fimm daga, 20.-24.júní, en hægt er að skrá sig á þá daga sem hentar best eða jafnvel skella sér í einn jóga- tíma og greiða fyrir slíkan. sigyn@mbl.is Jógahátíð á Snæfellsnesi Jóga í miðnætursólinni Morgunblaðið/Sigurgeir S. Ný markmið Í ágúst keppir Elma á heimsmeistaramóti WBFF í Toronto en markmið hennar er að bæta sig og koma enn sterkari inn á næsta mót. Hún viðurkennir þó að hún sé ekki enn búin að átta sig á þessu öllu saman. ekki verið eins erfiður og hún bjóst við. „Mataræðið hentaði mér full- komlega og orkan var mikil. Það sem hefur verið erfiðast við þetta er að geta ekki tekið þátt í öllu félagslífinu enda krefst það mikillar einbeitingar og rút- ínu að klára svona ferðalag. Það er líka mikill kostnaður við að taka þátt í svona móti en sem betur fer fékk ég góða styrkt- araðila til að styrkja mig, þar á meðal Icepharma, Vaxt- arvörur, snyrtistof- an Krisma, Laugar Spa og vitanlega eru fjöl- skylda og vinir ómet- anlegur styrkur.“ Braut ísinn Aðspurð af hverju hún hafi ákveðið að taka þátt í móti í fyrsta sinn segist Elma alltaf hafa haft áhuga á hreysti. „Ég hef farið á ótal mót og fengið að fylgja vin- konum mínum alla leið þegar þær hafa tekið þátt í mótum. Loks fann ég að ég var sjálf tilbúin, að það væri kominn tími til að brjóta ísinn og stíga á svið,“ segir Elma sem kveið ekkert fyrir keppninni. „Ég bjóst við að ég yrði taugahrúga en þetta var svo gaman að kvíðinn komst ekki að. Ég var greinilega tilbúin í þetta. Ég kom því sjálfri mér á óvart og naut þess í botn að vera á sviðinu. Minn persónulegi sigur var í höfn þegar ég hafði brotið ísinn og þá var eins gott að standa sig og gera sitt besta.“ Elma segir að það skemmtilegasta í öllu þessu ferli, æfingunum og mótinu, hafi tví- mælalaust verið félagsskapurinn. „Það er líka ansi gaman að sjá af- raksturinn af ellefu ára lyftingum. Svo má ekki gleyma allri hvatning- unni og hrósinu sem ég hef fengið,“ segir Elma og bætir við að hún hafi alls ekki búist við að þetta yrði svona skemmtilegt. Gerst ansi hratt Framundan hjá Elmu er heimsmeistaramót WBFF í To- ronto sem haldið verður 24.-25. ágúst en þar mun Elma stíga á svið með mörgum af þekktustu hreysti- stjörnum heims. Innt eftir því hvort Elma sé búin að átta sig á þessu öllu saman segist hún engan veginn búin að því. „Þetta er svona að pús- last saman en þetta hefur gerst ansi hratt. Markmið mín núna eru að halda áfram að bæta mig og koma enn sterkari inn á næsta mót.“ WBFF stendur fyrir World Bodybuilding & Fitness Federation en það eru líkamsrækt- arsamtök sem stofnuð voru af Paul Dillett sem er með 25 ára reynslu af atvinnu- mennsku í vaxtarrækt. WBFF standa fyrir ótal hreysti- keppnum um allan heim enda er markmið samtakanna að gefa íþróttafólki vettvang þar sem það getur keppt og kom- ið er fram við það af fag- mennsku. Metnaðurinn í sam- tökunum er því mikill, hvort sem verið er að setja upp sýningu eða láta keppendum líða vel. Þannig vill WBFF stuðla að aukinni hreysti í atvinnugrein sem fer sí- fellt stækkandi. Á mótum WBFF er hægt að keppa í mörgum flokkum, allt frá módelhreysti yf- ir í vaxtarrækt. LÍKAMSRÆKTARSAMTÖK Fagmennska að leiðarljósi www.volkswagen.is Frelsi til að ferðast Volkswagen Tiguan Komdu og reynsluaktu Volkswagen Tiguan Tiguan Sport & Style kostar aðeins frá 6.190.000 kr. Fullkomið leiðsögukerfifyrir Ísland Volkswagen Tiguan sportjeppi eyðir aðeins 5,8 l á hverja 100 km.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.