Morgunblaðið - 19.06.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.06.2012, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2012 Leikgleði Helgi Freyr Sveinsson og sonur hans Sveinn Orri bregða á leik í Hreppslaug í Skorradal, 25 m langri útisundlaug sem byggð var 1928 og fær vatn úr heitavatnsuppsprettu á staðnum. Eggert Morgunvaktin gerði því skil í vetur að kennarar við Há- skóla Íslands (HÍ) kvörtuðu yfir því að ástundun og náms- árangur nemenda færi minnkandi. Fjallað var um þetta í nokkra daga og var m.a. talað við kenn- ara, sérfræðinga og nemendur. Þótt um- fjöllunin hafi verið góðra gjalda verð datt þó engum í hug að spyrja af hverju ástandið væri svona. Samband ungra sjálfstæð- ismanna (SUS) var ekki í vafa um orsakirnar þegar það ályktaði um málið í maí síðastliðnum. Ástæða þess að þessi umræða er í gangi í HÍ, en ekki í einkareknu háskól- unum, er sú að þeir sem stunda nám við HÍ þurfa ekki að taka sömu ábyrgð á námi sínu. Það að nemandi greiði skjólagjöld gerir það að verkum að hann skráir sig ekki í nám nema hann sé þess full- viss að það nýtist honum. Auk þess leggur nemandinn nægjanlega stund á námið svo hann þurfi ekki að taka próf eða annir aftur, með tilheyrandi kostnaði. Engin umræða hefur verið um kostnaðarþátttöku háskólanema hérlendis þótt það þyki víða sjálf- sagt og stofnanir eins og OECD hafi hvatt til þess. Stuðningsmenn mikillar niðurgreiðslu nota jafnan tvær röksemdir: Í fyrsta lagi að nám gagnist samfélaginu og því felist í því fjárfesting fyrir skatt- greiðendur. Í öðru lagi að brýnt sé að standa vörð um jafnrétti til náms. Háskólanám ofmetið Fyrrnefndu rökin eru rökvilla, því með sömu rökum má færa rök fyrir ríkisstuðningi við hvað sem er. Taka má dæmi af togara sem keyptur væri til að veiða hér við land. Enginn getur efast um að hann skapar störf, auk þess sem hann skapar ýmsum aðilum tekjur, ekki síst ríkissjóði sem fær skatt- tekjur af honum. Þjóðarbúið í heild hagnast og togarinn skilar gjald- eyri inn í samfélagið. Þrátt fyrir það hversu hag- kvæmur slíkur togari er, er langt síðan stjórnmála- mönnum datt í hug að halda því fram að skattgreiðendur ættu að greiða fyrir fjár- festingar í slíku. Ástæðan er sú að enginn græðir jafn mikið á togaranum eins og útgerðarmað- urinn, og þess vegna á hann sjálfur að standa straum af kostnaði við kaupin. Að sama skapi græðir enginn jafn mikið á háskólanámi og há- skólaneminn sjálfur. Þótt ýmsir aðrir græði e.t.v. á því líka, eins og í dæminu með togarann, þá eru það ekki rök fyrir því að skatt- greiðendur eigi að standa straum af svo miklum hluta af kostn- aðinum. Það er auk þess alger misskiln- ingur að háskólanám hafi eitthvað gildi í sjálfu sér, að það hafi eitt og sér ákveðinn tilgang. Tilgangur grunnnáms í háskóla er að auka færni fólks til þess að starfa sem sérfræðingar og stjórnendur og til- gangur framhaldsnáms er að auka færni fólks til að starfa við kennslu og fræðistörf. BA-próf í lögfræði hefur t.d. jafn lítið gildi fyrir flug- mann eins og atvinnuflugmanns- próf hefur fyrir lögfræðing. Það er því ekkert markmið í sjálfu sér að sem flestir fari í há- skólanám og læri sem mest. Það er því hægt að komast að þeirri nið- urstöðu að of margt fólk sé í há- skólum á Íslandi og það sé verið að kenna of margar greinar. Á sama tíma hefur ekki verið lögð nægj- anlega mikil áhersla á iðnnám. Það má vel vera að einhverjir telji að háskólanám hafi gildi fyrir sig, óháð framtíðaratvinnumögu- leikum. Þannig getur verið að ein- hver ætli sér ekki að fara á vinnu- markaðinn að loknu námi, ætli kannski ekki að ljúka gráðu eða alls ekki að starfa við neitt sem tengist náminu. Námið sé því ein- hvers konar afþreying eða almenn mannbæting. Í slíkum tilfellum er enn augljósara hversu óréttlátt það er að skattgreiðendur greiði námið niður. Jafnrétti til náms Síðarnefndu rökin, um jafnrétti til náms, eiga ekki við sem andsvar við fyrrnefndri ályktun SUS. Þar er aðeins talað um að auka kostnaðarþátttöku. T.d. mætti hún vera jafn mikil og hún er hjá þeim nemendum sem leggja stund á nám við einkarekna skóla. LÍN lánar fyrir slíkum skólagjöldum og því ætti enginn að þurfa að neita sér um að fara í nám bara út af skólagjöldunum. Þótt LÍN lánaði ekki þá sýnir reynslan af einkareknum háskól- um úti í heimi að þeir eru í mjög harðri samkeppni um góða nem- endur. Ef þeir laða til sín góða nemendur þá útskrifa þeir góða nemendur og þá vilja fleiri leggja stund á nám við viðkomandi skóla, þeir fá enn betri nemendur og geta hækkað skólagjöldin o.s.frv. Skól- arnir hafa því hag í því að laða til sína góða nemendur, óháð efnahag. Skólarnir veita því tekjulágum góðum nemendum skólastyrki. Sama má segja um atvinnulífið. Það hefur hag af því að góðir námsmenn ljúki háskólanámi og því hafa fyrirtæki hag af því að leggja fé í skólastyrki. En hvað með þá sem eru alls ekki góðir námsmenn? Svarið er einfalt: Þeir eiga einfaldlega ekki heima í háskólum, ekki frekar en að blindur maður eigi heima í flugnámi eða maður með tíu þum- alfingur eigi heima í trésmíði. Að lokum Það er tímabært að endurskoða frá grunni hvernig háskólanám á Íslandi er skipulagt og hvernig það er fjármagnað. Heimurinn er ekki svo einfaldur að hver einasta auka- króna sem sett er í háskólana skili sér til samfélagsins. Ætli menn að halda áfram að niðurgreiða há- skólanám er algert lágmark að fjárveitingavaldið hafi skoðun á því hvað er kennt og hve mörgum. Eftir Davíð Þorláksson » Það er tímabært að endurskoða frá grunni hvernig há- skólanám á Íslandi er skipulagt og hvernig það er fjármagnað. Davíð Þorláksson Höfundur er héraðsdómslögmaður og formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Aukum kostnaðarþátttöku háskólanema Árið 2005 fór fram út- boð þar sem skipulagi sjúkraflugs á Íslandi var gerbylt. Gerð var krafa um sérstaka flugvél, sem staðsett yrði á Akureyri, sérbúin til að sinna hlut- verki sínu. Hún skyldi þjóna öllu landinu, að undanskildum Vest- mannaeyjum og þeim hluta Suður- og Vest- urlands sem betur má sinna með bílum og þyrlum sökum ná- lægðar við Landspítalann. Mýflug hf. varð hlutskarpast í útboðinu. Nú á sumarmánuðum mun Mýflug fara þrjúþúsundasta sjúkraflug sitt. Því er vert að horfa yfir farinn veg og meta hvernig til hefur tekist. Tiltölulega langur samningstími gerði mögulegt að koma á góðu skipu- lagi og að fjárfesta í tækjum, byggingu, búnaði og mannauði. Keypt var öflug, jafnþrýstibúin skrúfuþota og hún útbú- in í takt við það sem best þekkist. Á Akureyri var byggt tólf hundruð fer- metra flugskýli með aðgengi fyrir sjúkrabíla, aðstöðu til þjálfunar, flug- umsjónar og annars sem flugrekstri fylgir. Í dag starfa sjö til átta flugmenn nánast einvörðungu við sjúkraflug. Ávallt er áhöfn á vakt og önnur til taks. Þá eru skipulagðar vaktir sjúkraflutn- ingamanna og lækna hjá Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri. Allir sem að málum koma fá bestu þjálfun sem völ er á. Starfshættir hafa tekið fram- förum í ljósi reynslu. Þær fjárfestingar sem að ofan eru nefndar eru verulegar og hafa stór- aukið öryggi í sjúkraflutningum á landsbyggðinni. Mikil reynsla er komin á flugreksturinn og þá þjónustu sem veitt er um borð. Nánast allir sjúkling- ar sem fluttir hafa verið í sjúkraflugi á Íslandi síðastliðin sjö ár hafa verið fluttir með skrúfuþotum Mýflugs, langflestir með sérbúnu vélinni. Um- talsverður fjöldi sjúkraflugferða er ein af forsendum þess að tekist hefur að viðhalda traustum flugrekstri og sam- hentum hóp flugmanna sem margir hafa verið hjá félaginu allan samnings- tímann. Þessi hópur er þjálfaður til samræmis við það sem þekkist hjá stærri félögum og hefur í dag reynslu sem ekki hefur áður verið til á Íslandi. Helsta gagnrýnin sem heyrst hefur er að það skapi óöryggi að hafa ekki sjúkraflugvélar staðsettar á fleiri stöð- um, sérstaklega þar sem aðstæður til flugs eru erf- iðar. Áður en núverandi samningur tók gildi hafði sjúkraflugi á Íslandi verið sinnt sem aukabúgrein. Flugvélar voru meðal annars staðsettar, að minnsta kosti yfir hávet- urinn, á Ísafirði, í Vest- mannaeyjum og lengi á Egilsstöðum. Oft var sam- ið við flugrekanda í lands- hlutanum og ráð fyrir því gert að hann gæti nýtt flugvélina til annarra verkefna. Til starfa réðust flugmenn sem ann- aðhvort voru heimamenn sem stukku úr annarri vinnu til að sinna þeim fáu útköllum sem bárust eða ungir flug- menn sem vantaði reynslu til að eiga möguleika á annarri og stöðugari vinnu. Ekki voru skipulagðar afleys- ingar og því stóðu flugmenn í raun sól- arhringsvaktir, jafnvel mánuðum sam- an. Flugvélarnar voru ekki jafnþrýstibúnar, búnaður um borð var heimasmíðaður og engin leið að bera hann saman við það sem nú er. Þjálfun var minni og ómarkvissari en gerist í dag, aðgangur að flugskýli ekki alltaf tryggður og viðhaldi sinnt í lotum en ekki jafnt og þétt eins og í dag. Falskt öryggi var því að hafa flugvél í héraði. Fullt eins var líklegt þegar til átti að taka að flugvélin væri biluð eða áhöfnin óhvíld, væru tveir flugmenn á annað borð á staðnum. Slík atvik hömluðu sjúkraflugi oftar en veður. Með góðu samstarfi Mýflugs hf., Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og sjúkraflutningamanna hjá Slökkviliði Akureyrar hefur þjónusta við lands- byggðina og öryggi íbúa og gesta þar verið stóraukið. Á þessum grunni þarf að byggja til framtíðar. Halda þarf áfram að bæta þjónustuna og tryggja aðgengi hennar að Landspítala – há- skólasjúkrahúsi. Sjúkraflug: Þjónust- an & reksturinn Eftir Sigurð Bjarna Jónsson Sigurður Bjarni Jónsson »Núverandi skipulag í sjúkraflugi hefur reynst vel. Á því verður að byggja til framtíðar og tryggja aðgengi að Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi. Höfundur er stjórnarformaður Mýflugs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.