Morgunblaðið - 19.06.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.06.2012, Blaðsíða 27
ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2012 Jóhann Sigurjónsson skáldfæddist 19. júní 1880 að Laxa-mýri. Foreldrar hans, Sig- urjón Jóhannesson og Snjólaug Þor- valdsdóttir, voru auðugir stórbændur á Laxamýri. Eiginkona Jóhanns hét Ingeborg Thideman-Blom, þeim varð ekki barna auðið en áður eignaðist Jó- hann stúlku með sem nefndist Gríma og lést 1975. Jóhann var við nám í Latínuskól- anum í Reykjavík og að loknu prófi sigldi hann til Danmerkur og nam dýralækningar við Landbúnaðar- háskólann í Kaupmannahöfn. Hann hætti námi, ári fyrir lokapróf og sneri sér alfarið að leikritagerð og öðrum ritstörfum. Hann skrifaði jöfnum höndum á dönsku og íslensku. Skandinavísku leikritaskáldin, Björnsson, Strindberg og Ibsen höfðu mikil áhrif á hann. Jóhann náði góðum tökum á leikritaforminu en skrifaði einnig ljóð og ævintýri. Þekktustu leikverk hans eru Fjalla-Eyvindur, frá 1911 og Galdra- Loftur, frá 1915 sem oft hafa verið sett upp hér á landi og einnig í Evr- ópu. Mörður Valgarðsson, frá 1917, hefur tvívegis verið flutt í útvarpi og einu sinni á leiksviði. Jóhann var einnig ljóðskáld þó hann hafi ekki verið eins afkasta- mikill á því sviði en mörg þeirra eru þekkt, m.a. söknuður sem er jafnan tengt við upphaf nútímaljóðlistar. Í ljóðinu Bikarnum eru sterkar mynd- hverfingar. Bikarinn Einn sit ég yfír drykkju aftaninn vetrarlangan, ilmar af gullnu glasi gamalla blóma angan. Gleði, sem löngu er liðin, lifnar í sálu minni. Sorg sem var gleymd og grafin, grætur í annað sinni. Bak við mig bíður dauðinn, ber hann í hendi styrkri hyldjúpan næturhimin helltan fullan af myrkri. Jóhann lést árið 1919. Merkir Íslendingar Jóhann Sigurjónsson 90 ára Ingibjörg Kristjánsdóttir Svava Kristjánsdóttir 85 ára Árni Theódórsson Guðbjörg Hjálmsdóttir Ingimar Sveinsson Þorsteinn Skúli Bjarnason 80 ára Sigurður G. Sigurðsson 75 ára Ágúst Geir Kornelíusson Björn S. Stefánsson Elín Sólveig Benediktsdóttir Margrét Jónsdóttir Sigurbjörg Sigurjónsdóttir 70 ára Alberta Böðvarsdóttir Dröfn Sigurgeirsdóttir Eiríka Pálína Markúsdóttir Guðný Þóra Böðvarsdóttir Gunnar Þór Jónsson Hlöðver Magnússon Ingibjörg Antonsdóttir Júlíus Björnsson Róbert Lauridsen 60 ára Birna G. Hermannsdóttir Fjóla Markúsdóttir Ingiríður Þórisdóttir Karl Óskar Agnarsson Óskar Óskarsson Stefán Sigtryggsson 50 ára Anna Andrésdóttir Gróa María Böðvarsdóttir Guðveig Jóna Hilmarsdóttir Hafni Már Rafnsson Helga Jakobsdóttir Kristín Benediktsdóttir Ragnheiður E. Guðmundsdóttir Sigríður Björg Árnadóttir Thelma Guðmundsdóttir 40 ára Anna Þórdís Heiðberg Bergþóra E. Guðbergsdóttir Bryndís Bjarnadóttir Dagur B. Eggertsson Halla Björg Lárusdóttir Haukur Ingi Jónsson Helga Björg Garðarsdóttir Helgi Mar Árnason Helmuts Elmeris Jóhannes T. Sveinbjörnsson Kristján V. Bergmannsson Maryam A. Daneshpour Rakel Ólafsdóttir Ruth Guðnadóttir Sigríður Eiríksdóttir Vala Georgsdóttir Þorbjörg Róbertsdóttir 30 ára Angelika Swiderska Anna Friðrika Árnadóttir Árdís Ýr Pétursdóttir Erna Sigurðardóttir Freyr Líndal Sævarsson Garðar Ingi Ingvarsson Heiðar Ingi Kolbeinsson Helga Kristín Sævarsdóttir Ingibjörg H. Halldórsdóttir Laufey Broddadóttir Ólafur Gunnar Long Sunna Viðarsdóttir Svava Björk Jónasdóttir Til hamingju með daginn 40 ára Svandís fæddist á Selfossi og býr þar í dag. Hún starfar sem hjúkr- unarfræðingur á Land- spítalanum í Fossvogi. Maki Ragnar Hólm Gísla- son, f. 1966, málara- meistari. Börn Daníel Bergur, f. 1995, Ívar, f. 1998 og Sigdís Erla, f. 2000, Ragnarsbörn. Foreldrar Bergur Ketils- son, f. 1951 og Gunnur Sigdís Gunnarsdóttir, f. 1954. Svandís Bergsdóttir 50 ára Jónas Gunn- arsson er borinn og barn- fæddur Kópavogsbúi. Hann lauk símvirkjun frá Iðnskólanum og starfar hjá Nýherja. Maki Alma Hlíðberg, f. 1965, kennari í Hörðu- vallaskóla. Börn Haukur, f. 1993, Ing- unn, f. 1996 og Hjalti, f. 2002. Foreldrar Júlíus Gunnar Geirmundsson, f. 1931 og Gunnhildur Magnúsdóttir, f. 1933. Jónas Gunnarsson 30 ára Dianna Björk Jónsdóttir er fædd og uppalin í Njarðvík. Hún lauk snyrtifræði frá Snyrtiakademíunni árið 2005. Hún vinnur í gler- augnaversluninni Optical Studio í Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar. Dóttir Sara Mist Díönu- dóttir, f. 2003. Foreldrar Auður Sigurð- ardóttir, heimavinnandi húsmóðir, f. 1956 og Jón Sigurðsson, smiður, f. 1954. Dianna Björk Jónsdóttir Helgi Mar var blaðamaður við Morgunblaðið 1995-2005 þar sem hann sinnti m.a. blaðamennsku við Viðskiptablað Morgunblaðsins og við sérblað þess um sjávarútvegs- mál, Úr verinu. Hann var verkefnastjóri hjá Landsbanka Luxembourg S.A., í Lúxemborg 2007-2008 og verk- efnastjóri Luxembourg in liquida- tion í Lúxemborg 2008-2010. Helgi Mar hefur verið skrif- stofustjóri og staðgengill sveitar- stjóra í Langanesbyggð með aðset- ur á Þórshöfn frá árinu 2010. Stundar veiðar til sjós og lands Helgi Mar nýtur þess helst að stunda veiðar í frístundum, hvort heldur sem það er til sjós eða lands. Hann er mikill áhugamaður um stangveiði og hefur veitt mikið í Sandá í Þistilfirði þar sem stór- fjölskylda hans hefur stundað lax- veiði um langt árabil. Þá hefur hann verið töluvert á skotveiðum fyrir norðan og gengið til rjúpna á Langanesi. Helgi Mar nýtur þess að gera vel við sig í mat og drykk þegar tóm gefst til, ekki síst þegar villi- bráð er við höndina. Þá setur hann sjálfur upp svuntuna og er fyrir- taks kokkur eftir því sem félagar hans og fjölskylda vilja meina. Fjölskylda Eiginkona Helga Marar er Íris Björnsdóttir, f. 13.1. 1973, sér- fræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu. Hún er dóttir Björns Sigurpáls Pálssonar, starfsmanns hjá Vinnu- eftirliti ríkisins, og Guðbjargar Þórðardóttur kennara, sem er lát- in. Dætur Helga Marar og Írisar eru Marín Helgadóttir, f. 20.6. 2002; Særún Helgadóttir, f. 22.11. 2005, og Hafrún Birna Helgadótt- ir, f. 11.11. 2009. Systur Helga Marar eru Unnur Árnadóttir, f. 24.5. 1956, rekstr- arfræðingur, búsett í Hafnarfirði; Oddný Friðrika Árnadóttir, f. 27.8. 1957, ferðamálafræðingur, búsett í Garðabæ; Þuríður Árnadóttir, f. 22.5. 1959, lögfræðingur og deild- arstjóri hjá sýslumannsembættinu í Reykjavík, búsett í Garðabæ; Soffía Árnadóttir, f. 11.1. 1962, út- gerðartæknir, búsett í Hafnarfirði. Foreldrar Helga Marar eru Árni Ingimar Helgason, f. 11.11. 1935, fyrrv. útgerðarmaður á Þórshöfn, og Þórunn Marín Þorsteinsdóttir, f. 22.11. 1937, fyrrv. póst- og sím- stöðvarstjóri á Þórshöfn. Úr frændgarði Helga Marar Árnasonar Óli J. Jónsson söðlasmiður í Krossavík Þórunn Gunnarsdóttir húsfr. Jón Ólafsson b. á Læknisstöðum Matthildur Magnúsdóttir húsfr. á Læknisstöðum Ingimar Baldvinsson b. á Ingimarsst. Guðrún J. Stefánsd. ljósm. í Karlsskála Guðni Eiríksson hreppst. á Karlsskóla í Reyðarf. Helgi Mar Árnason Árni Ingimar Helgason útg.m. á Þórshöfn Þórunn M. Þorsteinsd. póst- og símstöðvarstj. á Þórshöfn Þuríður Jónsdóttir húsfr. á Skálum Þorsteinn Ólason útvegsb. á Skálum Helgi Guðnason póstafgreiðslum. á Þórshöfn Soffía Ingimarsdóttir póst- og símstöðvarstj. á Þórshöfn Oddný Friðrika Árnadóttir húsfr. á Ingimarsstöðum Skúli Þ. Þorsteinss. kennari Jóhanna Þuríður Þorsteinsdóttir Steinunn Inga Óttarsd. bókmenntagagnr. Þorsteinn Skúlas. læknir, faðir SæunnarÞorsteinsd.sellóleikara. Guðný Helgadóttir leikkona Halldóra Geirharðsd. leikkona Oddný Ingimarsdóttir Arnþrúður Ingimarsd. húsfr. á Akureyri Ingimar Ingimarsson pr. á Þórshöfn Ingimar Jóhannsson skrifstofustjóri Vala Ingimarsdóttir framkvæmdastj. Helga Jónsdóttir leikkona Arnar Jónsson leikari Álfrún Örnólfsdóttir leikkona Sólveig Arnardóttir leikkona Ingimar Ingimarsson fyrrv. fréttam. Björn Ingimarsson bæjarstjóri á Egilsstöðum Þorkell Ingimarsson skólastjóri María Heba Þorkelsdóttir leikkona Á nýja bílnum Íris, Hafrún Birna og Helgi, og Marín og Særún. Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Faxafen) ◊ 108 Reykjavík ◊ Sími 588 4499 ◊ mostc.is ◊ Möst.C Opið alla virka daga 11-18 og laugardaga frá 11-16 NÝJAR VÖRUR Í HVERRI VÍKU Tískuvöruverslun fyrir konur á öllum aldri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.