Morgunblaðið - 19.06.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.06.2012, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2012 ✝ Birkir ÞórGunnarsson fæddist í Reykja- vík 28. nóvember 1938. Hann lést á heimili sínu 9. júní 2011. Foreldrar hans voru Ágústa Guð- björg Guðmunds- dóttir, f. 23.8. 1908, d. 17.4. 1995, og Gunnar Þórð- arson, f. 27.10. 1904, d. 1.10. 1986. Systkini Birkis eru Selma, f. 1932, og Guðmundur, f. 1950. Hinn 23. júlí 1960 giftist Birkir Róshildi Stefánsdóttur, f. 5.10. 1941, d. 21.7. 2011. For- eldrar hennar voru Guðlaug 20.11. 1988, gift Steindóri Hjartarsyni, f. 22.4. 1989, Aron Birkir, f. 17.5. 1990, unnusta hans er Herdís Helgadóttir, f. 21.5. 1990, Simon Berg, f. 6.5. 1996, d. 31.1. 1998 og Hanna Björt, f. 5.1. 2000. Birkir varð hárskerameist- ari 1963 og húsgagnabólstr- arameistari 1983, hann átti og rak verslunina Húsgagnaval og verslunina Birki ásamt bólst- urvekstæði um árabil, síðustu áratugina vann hann sem stefnuvottur í Reykjavík. Birk- ir var virkur í hinum ýmsu fé- lagsstörfum, meðal annars var hann félagi í Oddfellowregl- unni, hann tók þátt í að stofna borðtennisfélagið Örninn og var formaður Sjóstanga- veiðifélags Reykjavíkur á ár- unum 1992 til 2001. Útför Birkis fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 19. júní 2012, og hefst athöfnin kl. 13. Jarðsett verður í Gufu- neskirkjugarði. Jóhannsdóttir, f. 28.9. 1911, d. 7.8. 2006, og Stefán Hjálmar Ein- arsson, f. 13.1. 1911, d. 26.1. 1955. Systkini Róshildar eru: Atli, f. 1936, d. 1955, Jóhann, f. 1938, Ebba, f. 1940, Sigríður, f. 1944 og Gautur, f. 1946. Róshildur og Birkir eignuðust tvo syni, þeir eru: Gunnar, f. 15.6. 1962, gift- ur Jóhönnu Bergman Þórhalls- dóttur, f. 1.3. 1964, og Stefán Hjálmar, f. 7.10 1965, giftur Margréti Björk Kjartansdóttur, f. 31.3. 1966. Börn Stefáns og Margrétar eru: Dagný Björk, f. Elskulegur tengdafaðir minn er látinn. Aldrei hefði mann grunað að hann færi svo fljótt og svo fljótt á eftir tengdamömmu. Birkir var frábær afi barnanna minna og ekki hægt að hugsa sér betri afa. Alltaf var hann boðinn og búinn ef einhver hringdi og vantaði eitthvað eða þurfti skutl eitthvert þá var hann kominn eins og skot. Þær voru ófáar útilegurnar á sumrin sem við fórum saman með Rósu og Birki og oft tóku þau Dagnýju og Aron með sér meðal annars hringinn í kringum landið. Birkir var sterkur karakter og hafði mikla nærveru. Það eru margar minningar sem koma upp í hugann. Birkir átti enga dóttur og þegar Dagný dóttir mín var farin að hafa svo- lítið vit talaði hann alltaf um að hann myndi leiða hana upp að altarinu. Hún var nú fljót til að svara og sagði við hann að hann yrði nú löngu dauður þá. Það var því mjög stoltur afi sem leiddi hana inn hálft kirkjugólfið þar sem pabbi hennar tók við. Þetta er ein sú dýrmætasta minning sem við eigum um Birki. Birkir og Rósa voru mjög samrýnd hjón. Þau voru gift í tæp 51 ár og átti Birkir mjög erfitt eftir að Rósa dó. Það var samt léttara yf- ir honum undanfarna mánuði. Hann var farinn að vera í rækt- inni sjö daga vikunnar (aldrei neitt hálfkák hjá honum) og mætti á borðtennisæfingar tvisv- ar í viku. Þetta var því algjört kjaftshögg að hann skyldi fara núna. Farinn er góður maður og hans er sárt saknað. Hvíl í friði, elsku Birkir, ég veit að það er vel tekið á móti þér. Þín tengdadóttir, Margrét Björk. Elsku besti afi minn. Ég elska þig svo mikið og mun alltaf gera. Okkur þótti alltaf svo gaman að fara saman í bíltúra og í Perluna. Ég man ekki einu sinni hvenær við fórum fyrst. Það verður svo skrýtið að geta ekki hringt í afa og fá hann í Perluna til að fá sjeik og fara á vax- myndasafnið örugglega í þrítug- asta skiptið en alltaf komstu með mér. Þetta er allt svo skrýtið, ég meina fyrir rúmum tveim vikum varstu að koma frá Ítalíu og á fimmtudaginn 7. júní náðir þú í mig af æfingu og komst í mat heima hjá mér. Það var í seinasta sinn sem ég sá þig. Ég á svo margar góðar minn- ingar af þér eða okkur. Eins og öll ættarmótin, útilegurnar og auðvitað bíltúrarnir. Dekrið við heita pottinn. Ég þurfti ekki ann- að en að segja afi mig langar í ís og þá varstu hlaupinn inn í ís- skáp að ná í hann. Í skólanum í vetur var ég búin að smíða gjöf handa þér sem ég náði aldrei að gefa þér. Ég veit að nú ertu hjá ömmu og Símoni og líður vel en ég mun sakna þín allt mitt líf, þú tókst stóran hlut í hjarta mér og átt ennþá. Þín afastelpa, Hanna Björt. Elsku Birkir, afi minn. Ég get ekki komið orðum að því hversu sárt það er að missa þig. Alla mína ævi hefur þú verið eitt símtal í burtu. Bara eitt sím- tal og þú varst mættur hvar sem ég var, sama hvað þú varst að gera. Þú vildir allt fyrir mig gera og ég mun aldrei geta þakkað þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. „Júhú,“ er það fyrsta sem kemur upp í huga minn þeg- ar ég hugsa til þín. Þú kallaðir alltaf svona á mig í margmenni, mér til mismikillar skemmtunar. Kertaljós koma næst í huga minn því þú hafðir unun af því að mynda notalega stemningu með fjölmörgum kertum. Kótelettur á skafti. Það er matur sem ég elska og hef bara fengið hjá þér. Samstæðuspil. Þegar við spiluðum saman var að sjálfsögðu alltaf spilað á gler- borði því þú leyfðir mér alltaf að leggjast undir borðið og skoða spilin. A-húsið. Ég get ekki talið næturnar sem við Aron gistum í því á ferðalögum með þér og ömmu. Æfingaakstur. Það var langbest að fara út að keyra með þér. Allra besti kennarinn. Dans. Þó að þú værir um og yfir sjötugt hoppaðir þú með mig í dansi á ættarmótum og á Oddfellow-böll- um. Ég gæti haldið endalaust áfram því ég á óteljandi minn- ingar um það sem við höfum brallað saman síðustu 24 árin. Það stærsta sem ég geymi í hjarta mér er þegar þú labbaðir með mig hálfa leið upp að alt- arinu í brúðkaupinu mínu. Það segir allt sem segja þarf um það hversu stóran hluta af mér þú átt og munt alltaf eiga. Elsku afi minn, ég sendi þér fingurkoss og hlakka til að hitta þig á himnum. Takk fyrir allt, allt, allt. Þín Dagný. Mín kveðja til Birkis, kæra bróður míns. Í æsku okkar systkinanna vor- um við mikið saman. Ég reyndi að gæta hans sem allra best, enda var hann rúmlega 6 árum yngri en ég. Birkir bróðir var glaðlegur og hugulsamur dreng- ur. Þegar við systkinin fórum með móður okkar til Siglufjarðar sumarið 1946 sýndi Birkir bróðir það strax hve ákveðinn og dug- legur hann var, þá aðeins sjö ára gamall. Þegar við mæðgurnar fórum í síldarsöltun, þá bað Birk- ir um vinnu á síldarplaninu og hann fékk vinnu við að afhenda okkur síldarkonunum hring á hverja tunnu. Þessi litla saga sýndir hve ákveðinn og duglegur hann var, þegar á ungum aldri og hélst það alla hans ævi. Ég vil einnig segja, að Birkir bróðir minn var alltaf svo gjafmildur og ósérhlífinn. Hinsta kveðja, þín systir, Selma Gunnarsdóttir. Það voru sorglegar fréttir þegar Sigga mín hringdi í mig sl. laugardagskvöld þar sem ég var þá staddur utanbæjar og sagði mér að Birkir, vinur okkar, svili og mágur, hefði orðið bráðkvadd- ur á heimili sínu rétt áður. Það er líka með ólíkindum að við séum að skrifa minningar- grein um Birki núna, þar sem við minntumst Rósu sem andaðist eftir erfið veikindi fyrir aðeins tæpu ári. Það vissu allir þvílíkur missir það var fyrir Birki að missa Rósu sína og erfitt reyndist honum að finna fótfestu eftir það áfall. Það virtist þó allt á réttri leið og er það ekki síst hans frábæru fjöl- skyldu að þakka sem hefur stutt hann með öllum ráðum. Við Sigga höfum líka verið í miklum og góðum samskiptum við hann. Það var góð ferðin okkar til Ameríku snemma á þessu ári þar sem við nutum samvista í tvær vikur og Biggi hafði mjög gaman af þeirri ferð og var bæði glaður og ánægður. Síðustu mánuðir hafa verið virkilega skemmtilegir eftir að Biggi hringdi í mig og stakk uppá að við prófuðum ræktina. Ég var jákvæður fyrir því og Birkir lét verkin tala og við vorum strax komnir í pró- gramm hjá Hreyfingu undir handleiðslu fagfólks sem þar starfar. Það er skemmst frá að segja að þetta veitti okkur mikla ánægju og árangur sem eftir var tekið. Birkir var fjölmenntaður. Hann var hárskerameistari og vann við þá iðn til fjölda ára. Þá kláraði hann húsgagnabólstrun sem hann vann lengi við ásamt því að reka verslun með húsgögn og bólstrun. Síðustu árin starfaði hann sem stefnuvottur. Það var alveg sama hvað Birkir tók sér fyrir hendur, hann var slíkur keppnismaður að hann kláraði öll verkefni fljótt og vel. Birkir leiddi mig í Oddfellowregluna ár- ið 1985, sem var mikið happ fyrir mig. Þar eins og annars staðar var Birkir mjög dugmikill, sat í stjórn stúkunnar okkar um ára- bil, auk þess að vera í mörgum nefndum og ráðum. Hans verður örugglega minnst þar fyrir störf sín fyrir styrktarsjóð stúkunnar þar sem hann vann að fram- göngu margra góðra mála. Birkir og Rósa voru mikið úti- vistarfólk og voru ófáar ferðirnar okkar saman til sólarlanda, í ferðalög innanlands, í hjólhýsið þeirra um allt land og í sumarbú- staðaferðir. Ennfremur stund- uðu þau hjón sjóstöng af miklum krafti þar sem Birkir var formað- ur Sjór um árabil. Það er ekki hægt að hugsa sér betri og skemmtilegri félaga en þessi frá- bæru hjón, sem nú eru bæði fall- in frá á innan við ári. Það er ótrúlega mikill missir fyrir okkur Siggu mína að hafa þau ekki lengur meðal okkar. Þó er bót í máli að hafa Gunnar, Stefán og þeirra fjölskyldur og munum við treysta okkar sam- bönd og samveru við þau enn frekar. Elsku kæri vinur, við Sigga þökkum svo mikið fyrir allar samverustundirnar í áratugi. Elsku Gunni, Yoga, Stebbi, Margrét, börn og tengdabörn. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Þið hafið misst mikið á stuttum tíma, en eftir standa ómetanlegar minningar um ykk- ar ástkæru foreldra. Sveinn og Sigríður (Svenni og Sigga). Í dag kveðjum við góðan dreng og félaga. Kynni okkar Bigga, eins og hann var ævinlega kallaður, hófust fyrir meira en þrjátíu árum er hann gekk til liðs við st. nr. 3. Hallveigu IOOF. Biggi var vel að manni, sterklega vaxinn og samsvaraði sér vel. Hann var sú manngerð sem erf- itt átti með að vera kyrr og dvelja lengi á sama stað án ein- hverra athafna. Við fyrstu kynni gat ég ekki áttað mig á starfsvali hans í upphafi en hann var með meistarabréf í rakaraiðn og hús- gagnabólstrun, en bæði störfin krefjast langrar viðveru á sama stað. Síðustu áratugina söðlaði hann um starfsvettvang og gerð- ist verktaki hjá Sýslumannsemb- ættinu í Reykjavík. Þar var minn maður á réttum vettvangi, sífellt á þönum, glaður og hress, að vísu að hitta fólk sem alla jafna gladd- ist ekki við komu hans en þar sem annars staðar tókst honum með léttleika sínum og hressi- Birkir Þór Gunnarsson HINSTA KVEÐJA Þegar ég horfi um öxl til oddamanns og frúar hans Hildi Rósu, minnist ég gleði, hláturs og gamans með góðvinum í víkinni ljósu. Fjölskylduna tókstu framar en allt, fyrirmynd muntu vera. Fyrir vinskapinn þakka ég þúsundfalt, þín verður saknað, alveg ótrúlega. Okkar góðu en alltof stuttu kynni Voru ómetanleg, „það er bara þannig“. Með söknuði kveð ég góðan vin að sinni. „Birkir heiti ég, hver vill tala við mig?“. Steindór Hjartarson. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, LILJA GUNNLAUGSDÓTTIR frá Áshildarholti, andaðist á Dvalarheimilinu á Sauðárkróki miðvikudaginn 13. júní. Útförin verður gerð frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 23. júní kl.11.00. Halldóra Elísa Vilhjálmsdóttir, Björn H. Jónsson, Friðbjörg Vilhjálmsdóttir, Friðrik B. Guðmundsson, Sigurður Vilhjálmsson, Erla Guðmundsdóttir, Ingunn Vilhjálmsdóttir, Magnús Pálsson, Gunnhildur Vilhjálmsdóttir, Stefán Friðriksson, Gunnlaugur Vilhjálmsson, Sigrún Sigurðardóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Móðir okkar, MARÍA SIGURLAUG ÞÓRA JÓNSDÓTTIR frá Húnsstöðum, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi þriðjudaginn 12. júní. Útförin verður frá Blönduóskirkju föstudaginn 22. júní kl. 14.00. Fyrir hönd allra aðstandenda, Sigurbjörg Björnsdóttir, Gréta Björnsdóttir, Jón Björnsson. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, SVERRIR GUÐMUNDUR HESTNES, Sundstræti 34, Ísafirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði föstudaginn 15. júní. Útför fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 23. júní kl. 14.00. Guðmundína Þorláksdóttir Hestnes og aðstandendur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, bróðir og mágur, SIGURÐUR SIGURJÓNSSON húsgagnasmíðameistari, Suðurhlíð 38C, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut að kvöldi laugardagsins 16. júní. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 22. júní kl. 11.00. Áslaug Emilía Jónsdóttir, Ingibjörg Bryndís Sigurðardóttir, Örn Halldórsson, Sif Arnardóttir, Halldór Smári Arnarson, Kjartan Sigurjónsson, Bergljót Svanhildur Sveinsdóttir, Sigurjón Bolli Sigurjónsson, Jóhanna E.Vilhelmsdóttir, Bryndís Sigurjónsdóttir, Guðmundur Þorgeirsson. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN JÓNA LÁRUSDÓTTIR, Vogatungu 65, Kópavogi, lést á Landspítalanum í Fossvogi laugardaginn 16. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Lárus Einarsson, Sólveig Þórhallsdóttir, Sigurvin Einarsson, Kristín Reimarsdóttir, Magnús Geir Einarsson, Friðbjörg Einarsdóttir, Kristján Einar Einarsson, Auður Einarsdóttir, Kristján Guðbjörnsson, Arnar Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar elskulegi JAKOB TRYGGVASON andaðist á Landakotsspítala sunnudaginn 17. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Hallfríður, Birgir og Valgerður Jakobsbörn og fjölskyldur, Áslaug Stephensen, Bjarney Tryggvadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.