Morgunblaðið - 19.06.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.06.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2012 Sumarsólstöður verða miðvikudag- inn 20. júní nk. Þá um kvöldið kl. 20 mun Vinafélag Krýsuvíkurkirkju gangast fyrir stuttri en táknrænni helgistund við grunn Krýsuvíkur- kirkju, sem brann fyrir fáeinum ár- um. Sr. Gunnþór Þ. Ingason, sérþjón- ustuprestur á sviði þjóðmenningar, og sr. Þórhallur Heimisson, sókn- arprestur Hafnarfjarðarkirkju, munu stýra helgistundinni. Á eftir verður farið í stutta göngu um Krýsuvíkurtorfuna og boðið í kvöldkaffi í Sveinssafni. Bygging nýrrar Krýsuvíkur- kirkju, sem Vinafélagið beitir sér fyrir og er nemendaverkefni Iðn- skólans í Hafnarfirði, gengur vel og standa vonir til að hún verði vígð sumarið 2013. Helgistund við grunn Krýsu- víkurkirkju Krýsuvíkurkirkja árið 2007. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Julieanne Kost, kennari hjá hug- búnaðarframleiðandanum Adobe, verður með námskeið í mynd- vinnslu á Grand hóteli, föstudag- inn 6. júlí og laugardaginn 7. júlí. Kost verður hér á vegum FocusOnNature. Námskeiðin verða annars vegar um Photo- shop 6 og hins vegar um Adobe Lightroom 4. Hún mun einnig stýra vinnustofu fyrir erlenda ljósmyndara. Kost hefur áður haldið nám- skeið hér á landi. Nánari upplýs- ingar um námskeiðin eru á vef FocusOnNature, www.focuson- nature.is. Námskeið í ljós- myndavinnslu Verslunin Thorvaldsensbazar, Austurstræti 4, tekur fram í til- kynningu, að þar séu eingöngu seldar handprjónaðar lopapeysur sem prjónaðar eru á Íslandi. Sama sé að segja um annað handprjón sem þar er selt. Thorvaldsensfélagið stofnaði Thorvaldsensbazarinn í júnímán- uði 1901 og hefur verslunin alltaf verið á sama stað við Austur- stræti 4. Allur ágóði af sölu á Bazarnum rennur til góðgerðar- mála. Aðeins handprjón- aðar lopapeysur STUTT SVIÐSLJÓS Guðrún Sóley Gestsdóttir gudrunsoley@mbl.is „Jarðvegur er sennilega sú auðlind sem skiptir okkur mestu máli þegar til alls er litið og við verðum að líta til þess að hún er ekki endurnýj- anleg, í það minnsta ekki á þeim tímaskala sem okkur er tamt að líta til, sem er okkar ævilengd,“ segir Jóhann Þórsson, sérfræðingur hjá Landgræðslu ríkisins, en hann var meðal fyrirlesara á málþingi sem efnt var til í gær undir yfirskriftinni „Ástand landsins – moldrok eða grænar hlíðar?“ Þingið var haldið á vegum Land- græðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna í samstarfi við Landbún- aðarháskóla Íslands og Land- græðslu ríkisins. „Jarðvegur er ekki eitthvað sem maður býr til. Þegar Ísland var numið fyrir þúsund árum hafði land- ið verið íslaust í níu þúsund ár. Í þann tíma myndaðist jarðvegur sem var sú auðlind sem menn gengu að og lifðu á næstu þúsund árin. Á þeim tíma tókst okkur að ganga verulega á þá auðlind, sem sést á því að jarð- vegur er mjög næringarrýr í mörg- um landshlutum, til að mynda í út- haga,“ segir Jóhann. Varanlegur skaði „Sums staðar hafa menn bók- staflega ofnýtt jarðveginn þannig að hann hefur blásið á brott.“ Jóhann nefnir að langan tíma þurfi til að bæta skaðann sem hlýst af upp- blæstri. „Við erum að tala um árþús- und í því samhengi.“ Jóhann hélt fyrirlestur um ástand úthaga ásamt Ólafi Arnalds, prófess- or við Landbúnaðarháskóla Íslands. „Við veltum fyrir okkur ástandi vist- kerfa og möguleika þeirra til að styðja við þá framleiðslu sem innan þeirra fer fram, hvort sem það er gróður eða samfélag manna. Land sem er grænt og fallegt að sjá þarf ekki endilega að hafa góða land- heilsu, það þarf ekki að fara saman þó yfirleitt sé það tilfellið,“ segir Jó- hann. Heilsa ís- lenskrar náttúru er misgóð að hans sögn. „Til eru staðir á Íslandi þar sem ástandið er alls ekki slæmt en líka staðir þar sem það er verra. Lífmassi á Íslandi hefur aukist á ár- unum 1982 til 2010. Hins vegar hafa engar eða mjög litlar breytingar orðið á stórum svæðum landsins á þessum tíma.“ Hálendið er illa statt að sögn Jó- hanns. „Svæðin sem eru í versta ástandinu eru gosbeltissvæðin uppi á hálendinu. Það eru viðkvæmust og þar hafa orðið mjög litlar breytingar á þessu árabili. Ef við lítum aftur á móti til Vesturlands og Suðvestur- lands virðist gróður vera í mikilli framför,“ segir hann. Spurður um utanaðkomandi áhrif segir hann þau geta skaðað landheilsuferlana. „Þeir geta orðið fyrir áföllum til að mynda vegna umferðar ferðamanna en líka vegna truflana á borð við eldgos. Eftir að landbúnaður á Íslandi hófst urðu ýmsar breytingar á vistkerfinu. Eðli þeirra áhrifa sem eldgos getur haft á umhverfið eru allt önnur en þau voru hér áður fyrr. Þetta vill gleymast í umræðunni,“ segir Jó- hann. Sama landhnignun Hafdís Hanna Ægisdóttir, for- stöðumaður Landgræðsluskóla Há- skóla Sameinuðu þjóðanna, setti þingið í gær. ,,Skólinn hefur starfað frá árinu 2007 en varð aðili að Há- skóla Sameinuðu þjóðanna á árinu 2010,“ segir Hafdís. Nemendur skólans koma víða að, og í ár eru þeir 10 talsins. ,,Nem- endum hefur fjölgað ár frá ári, og nú erum við með nemendur frá Mong- ólíu, Úsbekistan, Gana, Namibíu og Úganda, svo hér er mjög mikil fjöl- breytni,“ segir Hafdís. „Markmið skólans er að byggja upp færni sér- fræðinga sem koma hingað frá fá- tækum þróunarlöndum sem öll glíma við landhnignun.“ Nemendurnir koma allir frá stofn- unum í sínu heimalandi sem starfa á sviði málaflokksins, hvort sem það er að sjálfbærri landnýtingu eða um- hverfisstjórnun, segir Hafdís. „Þau koma hingað í 6 mánuði, kynnast fólki alls staðar að úr heiminum, læra af okkur og við af þeim. Svo snúa þau aftur til heimalands síns með nýja þekkingu í farteskinu og miðla af sinni reynslu.“ Hafdís segir mismunandi að- stæður í löndunum sem nemendur skólans koma frá mætast á áhuga- verðan hátt. „Veður- og náttúrufar hér á landi og í löndunum sem nem- arnir koma frá er yfirleitt ólíkt en hins vegar eru ástæðurnar fyrir landhnignun víðast hvar svipaðar. Það er þá ýmist ofbeit, skógarhögg eða annars konar ósjálfbær landnýt- ing. Innan hópsins verða því oft áhugaverðar umræður.“ Víða næringarrýr jarðvegur Ljósmynd/Jóhann Þórsson Jarðvegur „Sums staðar hafa menn bókstaflega ofnýtt jarðveginn þannig að hann hefur blásið á brott,“ segir Jóhann Þórsson sérfræðingur, hjá Landgræðslu ríkisins. Á myndinni má sjá rofabarð á Hrunamannaafrétti í Árnessýslu.  Jarðvegur sums staðar ofnýttur  Tekur þúsundir ára að endurnýja jarðveg sem tapast hefur vegna uppblásturs  Breytingar á vistkerfi hafa áhrif á afleiðingar eldgoss fyrir umhverfið Jóhann Þórsson Aðalfyrirlesari var Jeffrey Herrick en hann er sérfræðingur í mati á ástandi úthaga og starfar við Jor- dana-rannsóknastöðina í Nýju- Mexíkó sem er leiðandi í þessum fræðum á heimsvísu. „Ég fjallaði um þörfina fyrir að hafa eftirlit með og meta jarðveg út frá sjálfbærnisjónarmiðum,“ segir Herrick um efni fyrirlestr- arins. „Um er að ræða mál sem snertir öll lönd heims og krefst skilnings á þeirri áhættu sem fylgir því að stunda ekki sjálfbæra landnýtingu.“ Afleiðingarnar geta að sögn Herricks verið grafalvar- legar. „Sjálfbærni í landnýtingu er nauðsynleg til að fólk hafi næringu í fram- tíðinni, og þetta á við um Ísland eins og önnur ríki. Eins verð- um við að líta til sjálfbærrar landnýtingar ef við ætlum að halda áfram að geta andað að okkur andrúmsloftinu. Til að koma í veg fyrir að næstu kynslóðir þurfi að glíma við enn frekari hungursneyðir og önd- unarvandamál verðum við að axla ábyrgð í þessum efnum.“ Verðum að axla ábyrgð JEFFREY HERRICK KENNIR VIÐ LANDGRÆÐSLUSKÓLANN Í JÚNÍ Jeffrey Herrick

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.