Morgunblaðið - 19.06.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.06.2012, Blaðsíða 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Ástvinir þínir eru þurftafrekir um þessar mundir. Deginum fylgir aukin heppni, velgengni og hamingja og því er svo sann- arlega kominn tími til að fagna. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er einhver spenna á heimilinu og því hefðirðu gott af því að verja tíma með vini þínum. Vertu tilbúin/n að aðstoða vin þurfi hann á stuðningi þínum að halda. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Með réttri skipulagningu vinnst þér svo vel að það er engu líkara en verkin fljúgi hjá. Ef þú fylgist ekki með hlutunum áttu á hættu að sitja eftir og missa af öllu saman. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú stendur þig betur þegar þú hefur of mikið að gera. Skrifaðu niður hugmyndir þínar og saltaðu þær svo í nokkra daga. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Líf þitt verður mun meira spennandi þegar þú ert nálægt ákveðinni manneskju. Gerðu þér far um að kynna þér alla mála- vexti áður en þú kveður upp þinn dóm. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ert heppin/n. Ef þú veist að þú getur staðið við þitt, áttu ekki í vandræðum með að sannfæra aðra. Sýndu fyrirhyggju í innkaupum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Verkefnin hrannast upp svo þér finnst þú ekki sjá fram úr hlutunum. Taktu eftir persónunni sem glóir í návist þinni – og taktu eitt skref í áttina til hennar. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Dagurinn er upplagður til þess að ná sambandi við aðra, hvort sem um er að ræða yfirborðshjal eða samræður um fréttir og samfélagsmál. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú átt svo auðvelt með að fara þínu fram, að þú þarft að gæta þess að ganga ekki of nærri öðrum. Allt er auðveld- ara, þegar hver hlutur er á sínum stað. 22. des. - 19. janúar Steingeit Nú er mikið að gera á heimilinu, sem hugsanlega veldur spennu milli fjöl- skyldumeðlima. Leggðu hugmyndir þínar í dóm trausts vinar. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú býrð þig undir að vinna hörð- um höndum að því sem þú þráir. Kannaðu ókunna stigu svo þú getir svalað þörfinni fyrir að læra eitthvað nýtt. 19. feb. - 20. mars Fiskar Nú er komið að þér að undirbúa næstu samveru félaganna og hafðu ekki óþarfa áhyggjur. Einnig getur þú notað dag- inn til þess að gera heimili þitt að notaleg- um og öruggum dvalarstað. Hjálmar Freysteinsson var úti aðdunda þegar kvennahlaupslið fór hjá. Ekki þarf meira til að vekja hagyrðingum andagift: Það kvenna lið ég lofa vil og lasta ekki í neinu, sem hefur slíka tækni til að tala og hlaupa í einu. „Mér gengur betur að hlaupa þegjandi,“ bætti hann við, en svo rann upp fyrir honum ljós: Ef kona hleypur mest sem má myndi hún kannski deyja, þegar bættist ofan á áreynslan að þegja. Ólafur Stefánsson sér þetta fyrir sér og yrkir: Var hann úti í garði að gá, gafst þar vel til fanga er læraskellur liðu hjá, og létu túlann ganga. Sigrún Haraldsdóttir var ekkert að kippa sér upp við tíðindin: Skynsamlegt það væri vart að við færum að þegja því við höfum mjög svo margt merkilegt að segja. Arnþór Helgason bætti við í létt- um dúr: Konur stunda kvennahlaup og keppast við að hlaupa. Halir víni hella í staup, sig hamast við að staupa. Loks orti Friðrik Steingrímsson, en þá höfðu um þrjátíu íslenskar konur komið í lónið – með rútu! Ekki sprett úr spori var, það sprundum var í haginn. Þær komu í rútu konurnar á kvennahlaupárdaginn. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af kvennahlaupinu, rútu og hagyrðingum G æ sa m am m a o g G rí m ur G re tt ir S m áf ól k H ró lf ur hr æ ði le gi F er di n an d ÆTLI ÉG FARI EKKI OG SLÁI BLETTINN UM LEIÐ OG ÉG ER BÚINN AÐ SKRÚFA SLÁTTUVÉLINA AFTUR SAMAN! SKIPTILYKILL EKKI ALVEG ÞAÐ SEM ÉG SAGÐI ÉG ER MEÐ SÖGU- SPURNINGU VAR BEETHOVEN MEÐ FALLEGT KVENFÓLK Í KRINGUM SIG ÞEGAR HANN VAR AÐ SPILA? ÉG HELD AÐ HANN HAFI VERIÐ LAUS VIÐ ÞAÐ AÐ HAFA ALLTAF KLIKKAÐA STELPU HANGANDI YFIR SÉR STUNDUM ÞEGAR ÉG GET EKKI SOFIÐ... ...SPYR ÉG MIG ÞESSARAR SPURNINGAR... „HVAÐ VÆRI ÉG AÐ GERA EF ÉG VÆRI EKKI Í ÞESSARI STREITUVALDANDI VINNU?” ...OG SVARIÐ ER ALLTAF ÞAÐ SAMA... „ÉG VEIT ÞAÐ EKKI, EN ÉG SVÆFI ALLAVEGANA BETUR” FLUG- VÖLLUR ÉG ER KOMINN HINGAÐ TIL AÐ HEIMSÆKJA GRÍM VIN MINN SEM VINNUR Í ÖRYGGISGÆSLUNNI HÉRNA Á FLUGVELLINUM HVAÐ ERTU MEÐ ÞARNA? ÞETTA ER EFTIRMYND AF FRUMSTÆÐU KÍNVERSKU SEGLSKIPI SEM VAR AÐ MESTU LEITI NOTAÐ TIL ÞESS AÐ FLYTJA VÖRUR MÁ ÉG AÐEINS SJÁ? EKKI ÞUKLA Á FLEYINU MÍNU!! Adolf Hitler ofsækir Víkverjaþessa dagana. Hann er á vappi í garðinum við sveitasetur hans að degi sem nóttu og lætur eins og hann sé heima hjá sér. Hafa þessar heimsóknir styggt hund Víkverja svo um munar og þráir sá ferfætti ekkert heitar en taka Hitler til bæna. Rúðan á gólfsíðum stofu- glugganum hefur hingað til komið í veg fyrir það. Hvað sem síðar verð- ur. Hermt er að hundar séu afar næmir fyrir illsku og fátt kvikt hef- ur gegnum árin farið verr í bless- aðan hund Víkverja en einmitt Hit- ler. Áður en áhugamenn um aftur- göngur og sálarrannsóknir æða af stað til fundar við Víkverja og téðan garðgest skal tekið fram að ekki er um leiðtoga Þriðja ríkisins sjálfan að ræða heldur lifandi eftirmynd hans, bíræfinn ferfætling með mjálm í kverkum. Líkindin með þeim kump- ánum eru með ólíkindum, alltént er skeggið á efri vörinni nákvæmlega eins. Ekkert skal fullyrt um eðlið. x x x Víkverji hefur fylgst grannt meðEvrópumótinu í knattspyrnu sem fram fer í Póllandi og Úkraínu og hefur mótið verið prýðileg skemmtun fram að þessu. Ekkert hefur komið eins mikið á óvart og slök frammistaða Hollendinga, liðs- ins sem lék til úrslita um sjálfan heimsbikarinn fyrir aðeins tveimur árum. Sveitin er stríðmönnuð og bjóst Víkverji ekki við öðru en að hún kæmist upp úr sínum riðli enda þótt um svonefndan „dauðariðil“ hafi verið að ræða. Það var eitthvað annað. Hollendingar sáu aldrei til sólar og töpuðu öllum sínum leikj- um. Appelsínuguli herinn hlýtur að þurfa á ærlegri naflaskoðun að halda í kjölfarið. Riðlakeppninni á EM lýkur í kvöld og býður Víkverji spenntur eftir að vita hver örlög hans manna, Englendinga, verða. Víkverji var rétt sofnaður yfir fyrsta leik Eng- lendinga gegn Frökkum en sá næsti, gegn Svíum, var líklega fjörugasti leikurinn í keppninni til þessa. Fyrir vikið er ómögulegt að sjá fyrir hvernig lokaleikurinn gegn Úkraínu kemur til með að þróast. Vonandi fer hann þó vel. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Vaknið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur. (Matth. 24, 42.) V/Reykjalund - Mosfellsbæ - Sími 562 8500 - www.mulalundur.is Múlalundur - fyrir betri framtíð ALLT FYRIR SKRIFSTOFUNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.