Morgunblaðið - 31.07.2012, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 31.07.2012, Qupperneq 1
Þ R I Ð J U D A G U R 3 1. J Ú L Í 2 0 1 2  Stofnað 1913  177. tölublað  100. árgangur  FOSSALEIÐIN YFIR FIMM- VÖRÐUHÁLS „SKRÝTIÐ LAXVEIÐI- SUMAR“ GERA UPP GAMLA ÍSHÚSIÐ Í KROSSAVÍK STANGVEIÐI 12 HÚS MEÐ SÖGU OG SÁL 15NÝ BÓK SIGURÐAR 10 Morgunblaðið/Eggert Miðbærinn Kaupmenn óttast margir hverjir að heimsóknum til þeirra fækki.  Bílastæðasjóður hafði samráð við Miðborgina okkar, samstarfsvett- vang rekstraraðila í miðborg Reykjavíkur, um hækkun bíla- stæðagjalda sem tók gildi í gær. Jakob Frímann Magnússon, fram- kvæmdastjóri Miðborgarinnar okk- ar, segir að stjórn Miðborgarinnar hafi óskað eftir því að fyrirhug- uðum hækkunum yrði haldið í lág- marki. „Það var tekið tillit til þeirra óska að einhverju leyti en hækk- unin er engu að síður meiri en við hefðum óskað okkur,“ segir Jakob. Samtök kaupmanna og fasteigna- eigenda við Laugaveginn, sem stofnuð voru í sumar, hafa mótmælt hækkuninni harðlega en ekki var haft samráð við þau um umræddar hækkanir. »18 Miðbærinn okkar vildi minni hækkun bílastæðagjalda Hátt í 8.000 manns » Síðan 2008 hafa brottfluttir umfram aðflutta verið ríflega 7.800 og eru erlendir ríkis- borgarar þar af um 1.500. » Brottfluttir íslenskir ríkis- borgarar umfram aðflutta til Noregs eru um 3.500 á sama tímabili. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Íslenskir ríkisborgarar halda áfram að freista gæfunnar í Noregi. Þannig fluttust þangað 610 íslenskir ríkis- borgarar á fyrri helmingi ársins eða 310 fleiri en fluttust til Íslands. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Ís- lands, segir marga horfa út. „Þótt ástandið sé farið að lagast er enn ekki nóg af verkefnum fyrir alla. Margir rafiðnaðarmenn leita því enn tækifæra erlendis. Þeir komast í góð laun vegna þess hve krónan er veik. Ég held að það þurfi að fara ansi langt aftur til að finna jafn langt samfellt skeið brottflutnings.“ Launakjörin hafa áhrif Sigurður Bessason, formaður Efl- ingar, segir ekki merki um að stór hópur félagsmanna sinna leiti út. „Það er sennilega minna um þetta hjá verkafólki en iðnaðarmönnum og tæknimenntuðu fólki. Ég hugsa að þar spili launakjörin inn í. Við höfum ekki náð fyrri kaupmætti og á næstu árum er ekki útlit fyrir að það breyt- ist mikið,“ segir Sigurður. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir brottflutninginn áhyggjuefni. „Á meðan fólk sér sig enn þá knúið til að leita að vinnu erlendis er það vísbending um vandamál. Atvinnu- leysi er fremur að minnka vegna þess að fólk er að hætta á vinnu- markaði eða flytjast erlendis heldur en að það séu að verða til fleiri störf.“ MStraumur til Noregs »6 Margir flytja af landi brott  Ríflega 600 íslenskir ríkisborgarar fluttust til Noregs á fyrri helmingi ársins  Talsmenn verkalýðsfélaga telja brottflutning merki um að framkvæmdir skorti Ragna Ingólfsdóttir vann fyrsta sigur Íslendings í bad- mintonkeppni á Ólympíuleikum í gærkvöld þegar hún lagði Akvile Stapusaityte frá Litháen, 2:0, í fyrri leik sínum í riðlakeppninni. „Ég hef æft síðustu þrjú til fjögur ár með það í huga að toppa hér í London. Ég er 29 ára og held að ég sé í besta formi sem ég hef verið í. Ég hef æft eins mikið og ég get og hugarfarið er gott,“ sagði Ragna í samtali við Morgunblaðið, skömmu eftir að sigur hennar var í höfn. Í kvöld leikur Ragna til úrslita í riðlinum gegn Yao Jie frá Hollandi sem er í 20. sæti heimslistans í einliða- leik og fjórða besta badmintonkona Evrópu samkvæmt listanum. Ragna er í 81. sæti heimslistans og í 30. sæti af Evrópubúum. Sigurvegarinn í þeirri viðureign kemst í sextán manna úrslitin á leikunum. » Íþróttir Sögulegur sigur Rögnu og úrslitaleikur gegn Yao Jie í kvöld Morgunblaðið/Golli  Dúett Helgu Möller og Jó- hanns Helgason- ar, Þú og ég, verður með tón- leika í Iðnó um verslunarmanna- helgina þar sem frumflutt verður nýtt lag eftir þau. Þá útiloka þau ekki að ný plata með þeim komi út á næstu árum. Jóhann segir enga plötu þó vera í smíðum sem stendur en hann og Helga hafi rætt um gerð nýrrar plötu. »30 Þú og ég syngja saman í Iðnó Helga Möller  Lax slæðist í flotvörpur skipa sem veiða makríl fyrir austan land. Athuganir Fiski- stofu benda þó ekki til þess að það sé í stórum stíl. Tilkynningar sjómanna og at- huganir veiði- eftirlitsmanna sýna að rúmlega 400 laxar komu sem meðafli við makríl- veiðar á síðustu tveimur vertíðum. Samsvarar það 5,5 löxum á hverjar þúsund lestir af makríl og síld. Að- eins 5% laxanna eru talin eiga upp- runa í íslenskum laxveiðiám. »4 Lax slæðist með makríl í flotvörpur Makríll Sótt er stíft í makrílinn. Skipverjar á rannsóknaskút- unni Song of the Whale fylgdu grindhvalavöðu út Faxaflóa í gær- kvöldi og tóku upp hljóð hval- anna. Hljóðin verða borin sam- an við efni hljóð- banka og reynt að skilja betur hegðan grindhvalanna. „Þetta er því gagnlegt í rann- sóknaskyni,“ segir Sigursteinn Más- son, fulltrúi Alþjóðadýraverndar- sjóðsins IFAW sem gerir út rannsóknaskútuna. Hún var fyrir til- viljun stödd í Reykjavíkurhöfn þegar fréttir bárust af grindhvalavöðu sem stefndi á land við Leyni á Akranesi í gærmorgun. Talið er að þetta sé sami flokkur og lenti í vandræðum við Njarðvík um helgina. Í báðum til- vikum náðist að bægja hvölunum frá landi. Trillur og hvalaskoðunarbát- urinn Rósin unnu verkið á Akranesi. Song of the Whale fann grind- hvalavöðuna síðan um 2,5 mílur suð- vestur af Akranesi og fylgdi henni eftir í þrjá tíma. Hún stefni allan tímann út flóann. Hægt að bjarga Grindhvalavöður vaða í land hér á um það bil tíu ára fresti. Sérfræð- ingar þekkja ekki ástæður þessarar hegðunar. „Mér finnst skipta mestu máli í dag að það virðist vera að koma í ljós að þrátt fyrir þessa hegðan hvalanna og hvað þeir voru ringlaðir, að hægt sé með réttum aðgerðum að koma þeim úr bráðri hættu. Ég held að vísinda- menn hér heima og erlendis muni horfa til þess,“ segir Sigursteinn. helgi@mbl.is Reynt að ráða í hljóðin  Grindhvalavaðan stefndi út flóann Grind Gestir fengu viðbót í hvalaferð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.