Morgunblaðið - 31.07.2012, Side 2

Morgunblaðið - 31.07.2012, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. „Þetta er ævintýralega skemmti- legt,“ segir Sesselja Traustadóttir, íbúi við Laugarnesveg 57, en við húsið stendur stoppistöð Strætó. Íbúar hverfisins tóku sig til á dög- unum og búa nú til sitt eigið torg við biðstöðina. Á myndinni má sjá vasklega karla og konur hlaða vegg úr streng og grjóti sem ætlaður er strætófarþegum til framtíðar. „Það er mikið um að skólar, leik- skólar og frístundanámskeið taki vagninn héðan niður í bæ og með tilkomu veggjarins býðst sýnishorn úr ekta íslenskri náttúru til að príla eða sitja á meðan beðið er eftir vagninum,“ segir Sesselja. „Okkur finnst svo gaman að færa sveitina inn í borg með þessum hætti,“ bætir hún við. „Við fengum sérfræðinga í grjót- hleðslu til liðs við okkur. Guðjón úr Stokkum og steinum var okkur til ráðgjafar og verkið höfum við unn- ið í samstarfi við íslenskt grjót- hleðslufyrirtæki sem heitir The TurfNetwork.“ Eins og sjá má lét hundur Sess- elju ekki tækifærið til að merkja sér stoppistöðina úr loppum renna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hlaða stein- vegg strætó- farþegum til hæginda Íbúar í Laugarneshverfinu láta hendur standa fram úr ermum og búa nú til sitt eigið torg Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Sigurður Erlingsson, framkvæmda- stjóri Íbúðalánasjóðs (ÍLS), segir það ekki vera lögbundið hlutverk sjóðsins að vera stór þátttakandi á leigumarkaði, tilgangur sjóðsins sé fyrst og fremst að veita lán til íbúða- kaupa. Sjóðurinn líti svo á að hann sé tímabundið á leigumarkaði og vinni eftir ákveðinni áætlun til að losa sig við þær fasteignir sem hann hefur eignast. Alls er um 2.000 eignir að ræða á öllu landinu. Bæjarfulltrúar í Árborg hafa gagnrýnt Íbúðalánasjóð fyrir að setja ekki í leigu eða á sölu þær tómu íbúðir sem hann á á Árborgarsvæð- inu. Mikill skortur sé þar á leiguhús- næði og eftirspurn mikil. Að sögn Sigurðar er ÍLS með ríflega 50 eign- ir í leigu í Árborg, 20 eru á söluskrá og átta eru með öllu óíbúðarhæfar og ekki hæfar til sölu. Um 50 íbúðir eru tómar og var stór hluti þeirra í leigu áður. „Síðan hefur endurnýjun verið hröð, menn hafa ekki staldrað lengi við í þessum íbúðum, sagt upp leigu og farið. Eignirnar eru í slöku ástandi og ekki hæfar á almennan leigumarkað. Við þyrftum að leggja í töluverðan kostnað við að koma þeim aftur í leigu,“ segir Sigurður og bendir á að helmingur þessara tómu íbúða í Árborg séu þrjár blokkir sem til standi að selja í heilu lagi með haustinu. Áhugi sé til staðar á að kaupa heilar blokkir. „Við erum að leigja þarna allt sem við getum með góðu móti leigt, annað er að koma á sölu,“ segir Sigurður. Hann segir ÍLS hafa gert upp íbúðir til að gera þær söluhæfar, einkum í Reykja- vík, en lítið gert af því á lands- byggðinni. Meg- inmarkmiðið sé að selja íbúðirnar, ekki leigja þær. Eðlilega láti sjóð- urinn mála íbúðirnar, skipta um blöndunartæki og helstu nauðsynjar. Verði kostnaðurinn meiri en það séu íbúðirnar frekar settar á sölu en að leigja þær út. Að sögn Sigurðar eru íbúðir tómar víðar en í Árborg, einna helst á Suð- urnesjum. Þar sé offramboð á eign- um, aðallega vegna Keilissvæðisins. „Það sem er sérstakt við Árborg er að þar erum við afgerandi leigu- sali á svæðinu og eigum mun fleiri íbúðir en á mörgum öðrum svæðum. Við viljum ekki vera í ráðandi mark- aðsstöðu sem leigusali þar sem við erum helstu lánveitendur leigufélaga með íbúðarhúsnæði. Það er óheppi- legt ef við færum að ganga hart fram í þessu efni, þannig að viðskiptavinir okkar gætu setið uppi með tómar eignir. Við viljum ekki hafa slík áhrif á rekstur viðskiptavina okkar, enda er það hlutverk sjóðsins samkvæmt lögum að veita fyrst og fremst lán til kaupa á íbúðarhúsnæði,“ segir Sig- urður ennfremur. Hann vill glaður setjast niður með þingmönnum Suð- urlands, sveitarstjórnarmönnum og fleirum til að útskýra í hvaða stöðu sjóðurinn er. Selja á þrjár blokkir í Árborg  Íbúðalánasjóður segist vera tímabundið með íbúðir í leigu  Ekki hlutverk sjóðsins að vera í sam- keppni við viðskiptavini sína  Íbúðir víðar tómar en í Árborg, m.a. á Suðurnesjum vegna offramboðs Sigurður Erlingsson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Samkomulag sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur gert við grænlensku landstjórnina heimilar grænlenska loðnuskipinu Eriku að landa makríl fjórum eða fimm sinn- um hér á landi. Makríllinn er veiddur í grænlensku fiskveiðilögsögunni. Þegar Eriku var bannað að landa makrílnum á Íslandi hafði Ane Han- sen, sem fer með sjávarútvegsmál í grænlensku landstjórninni, þegar samband við íslensk stjórnvöld og þrýsti á um breytingu. Erika hafði þá veitt 550 tonn af makríl og landaði aflanum í Færeyjum. Síldarvinnslan í Neskaupstað á þriðjung í útgerð Eriku og var ætl- unin að landa makrílnum til vinnslu þar, eins og skipið hefur áður gert. Stjórnvöld töldu löndunina óheimila og vísuðu í lög um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands þar sem fram kemur að skip- um sem stunda veiðar úr fiskistofn- um sem ekki hefur verið samið um nýtingu á, eins og makrílstofninum, sé óheimilt að koma til hafnar á Íslandi. Þrýstu á um breytingu Sigurgeir Þorgeirsson, ráðuneyt- isstjóri í sjávarútvegs- og landbún- aðarráðuneytinu, staðfestir að sam- komulag hafi náðst við grænlensku landstjórnina um lausn málsins. Henni hafi verið mikið í mun að fá að landa hér. Veiðarnar séu í þeim til- gangi að kanna útbreiðslu makríls í grænlenskri fiskveiðilögsögu og það torveldi verkefnið ef skipið fái ekki að landa á Íslandi. Sigurgeir segir að ráðherra hafi heimilað takmarkaðan fjölda landana í þessum tilgangi, fjórar eða í mesta lagi fimm á yfir- standandi vertíð. Þá sé talið mikil- vægt að halda góðum samskiptum við nágrannaþjóðina. Skynsamlegur millileikur Gunnþór Ingvason, framkvæmda- stjóri Síldarvinnslunnar, lítur á sam- komulagið sem skynsamlegan milli- leik og er sáttur við það í því ljósi. Hann leggur hins vegar áherslu á að gert verði samkomulag milli þjóð- anna um gagnkvæmar heimildir til löndunar. Ljóst er að möguleikar Eriku til makrílveiða skerðast töluvert því mun lengra er að fara til löndunar í Færeyjum eða á Grænlandi. Gunn- þór segir að útgerðin haldi sínu striki enda standi sterkir aðilar að henni. Erika fær að landa nokkrum sinnum  Könnunarveiðar í grænlenskri fiskveiðilögsögu Ljósmynd/Markús Karl Valsson Erika Grænlenska fiskiskipið hefur oft landað hér á undanförnum árum. Maður lést þegar bifreið sem hann ók lenti út af veginum á Steingríms- fjarðarheiði seint í fyrrakvöld. Tveir farþegar voru fluttir með sjúkrabíl og þyrlu á slysadeild Landspítalans í Reykjavík. Annar var í lífshættu í gærkvöldi en hinn er úr hættu. Slysið varð á Djúpvegi, í Norðdal sem er Steingrímsfjarðarmegin á heiðinni. Ökumaðurinn var íslensk- ur karlmaður. Hann var látinn þeg- ar að var komið. Farþegarnir voru erlendir ferðamenn. Lögreglan á Vestfjörðum og Rannsóknarnefnd umferðarslysa vinna að rannsókn á tildrögum slyssins. Ökumaður lést og farþegi í lífshættu eftir slys á Ströndum Tveir menn stálu söfnunarbauk úr Árbæjarkirkju um áttaleytið í gærkvöldi. Sam- koma var í kirkj- unni og húsið því opið. Sást til tveggja ungra manna fara inn og hverfa með baukinn. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði mannanna í gærkvöldi. Ekki liggur fyrir hversu mikið fé var í söfnunarbauknum. Stálu söfnunarbauk úr Árbæjarkirkju Íbúðalánasjóður á um 2.000 fasteignir sem hann hefur þurft að leysa til sín víða um land, þar af eru um 900 í útleigu. Um 500 íbúðir eru annaðhvort komnar á sölu eða á leiðinni til þess. Ríf- lega 300 eru á byggingarstigi og aðrar íbúðir, eða um 300, eru því ýmist tómar eða óíbúðar- hæfar. Markmið ÍLS er að losna við þessar 2.000 íbúðir. 900 í leigu af um 2.000 ÍBÚÐIR Í EIGU ÍLS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.