Morgunblaðið - 31.07.2012, Page 7

Morgunblaðið - 31.07.2012, Page 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2012 Skógarhlíð 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri, sími 461 1099 • www.heimsferdir. is Skráðu þig í netklúbb Heimsferða og fáðu send öll tilboð. EN N EM M / SI A •N M 53 60 1 í ágústsólina Síðustu sætin í 1 eða 2 vikur B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja sé r ré tt til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys t án fy rir va ra . CostadelSol Benidorm Apt. Alay´s *** Frá kr. 75.900 í viku Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð með einu svefnherbergi. Netverð m.v. 2 fullorðna í studio íbúð kr. 89.900 á mann. Sértilboð 21. ágúst í viku. Griego Mar *** Frá kr. 132.900 í 14 nætur með allt innifalið Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í fjölskylduherbergi. Netverð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 194.900 á mann. 14. ágúst í 2 vikur. Hotel Melia **** Frá kr. 153.200 í 14 nætur með hálfu fæði Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 1 barn, 2-11 ára, í herbergi. Netverð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 194.900 á mann. 14. ágúst í 2 vikur. Carlos I *** Frá kr. 107.500 í 14 nætur með fullu fæði Vina del Mar *** Frá kr. 79.900 í viku Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í fjölskylduherbergi. Netverð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 175.500 á mann. 14. ágúst í 2 vikur. Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð með einu svefnherbergi. Netverð m.v. 2 fullorðna í íbúð kr. 109.900 á mann. Sértilboð 21. ágúst í viku. frá aðeins kr. 75.900 frá aðeins kr. 79.900 21.-28. ágúst 21.-28. ágúst 14.-28. ágúst 14.-28. ágúst Bajondillo *** Frá kr. 91.900 í 14 nætur Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð með einu svefnherbergi. Netverð m.v. 2 fullorðna í studio íbúð kr. 118.800 á mann. 14. ágúst í 2 vikur. Akureyringar eru duglegir að fjölga mannkyninu á sumrin. Sam- kvæmt því sem fram kemur í frétt á vefsíðu Sjúkrahússins á Akureyri hefur fæðingum fjölgað mikið það sem af er ári, eða um tæp 35% og stefnir því í metár. „Árið 2010 féll síðasta met, en þá voru alls 515 fæð- ingar á deildinni,“ segir Ingibjörg Hanna Jónsdóttir hjúkrunardeild- arstjóri og yfirljósmóðir hjá sjúkrahúsinu. Árið á eftir voru fæðingarnar svo talsvert færri. „2011 voru fæðingar færri en árið á undan og hefur orð- ið 35% aukning milli þessara tveggja ára, 2010 og 2011,“ segir Ingibjörg Hanna. „Á þessum tímapunkti á árinu er- um við með 10 fleiri fæðingar en á sama tímapunkti á metárinu 2010,“ segir Ingibjörg. Að hennar sögn er þó ekki víst að metið falli í ár. „Við reiknum samt með frekar rólegu hausti þannig að ég efast um að 515 fæðinga mark- inu verði náð,“ segir Ingibjörg og bætir við að líklegt sé að heildar- fjöldi fæðinga á árinu verði 500, en í meðalári eru um það bil 450 fæð- ingar á sjúkrahúsinu. Raðast fyrr á árið Hún segir erfitt að finna hald- bærar skýringar á árstíðabundum sveiflum í fæðingum. „Þetta hefur einhvern veginn raðast fyrr á þetta árið. Yfirleitt eru flestar fæðingar um vor, sumar og haust og erfitt að segja til um hvers vegna. Þeir sem skipuleggja barneignir miða þó oft á vorið og sumarið, en ekki svart- asta skammdegið, bæði foreldr- anna og barnsins vegna.“ „Við erum rólegar yfir þessari aukningu, fyrst og fremst er þetta bara skemmtilegt,“ segir Ingibjörg en nú standa yfir framkvæmdir við sjúkrahúsið og því þrengra á þingi en vanalega. „Verið er að taka deildina í gegn og við höfum haft mun færri stofur í notkun en venju- lega. Það hefur þó ekki komið að sök enda eru konurnar sem liggja á deildinni ótrúlega þolinmóðar og yndislegar,“ segir Ingibjörg. 35% fjölgun í fæðingum á Akureyri  Vor og sumur vinsæl til barneigna Morgunblaðið/Ásdís Splunkunýir borgarar Á meðalári fæðast um 450 börn á Akureyri. Samspil ríkjandi háloftavinda og ann- ríkis í flugi á þessum árstíma valda því að mikil flugumferð er yfir landinu þessa dagana. Þetta segir Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, en eftirtekt- arsamur flugáhugamaður hafði sam- band við Morgunblaðið í gær og sagði að samkvæmt vefsíðunni flightrad- ar24.com hefði flugumferð verið með meira móti á sunnudag og mánudag. „Það er reiknað út á hverju kvöldi hvaða brautir eru hagstæðastar fyrir flugvélarnar til að fara vestur um haf,“ útskýrir Friðþór en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands liggur austan og norðaustan strengur yfir landinu í um 10.000 metra hæð og ofar, sem vélarnar elta til að fá með- vind vestur um haf. Friðþór segir dagskipti á umferðarþunganum en umferðin verði hvað mest um flugstjórnar- svæðið þegar hagstæðir vindar blási á háannatíma. „Það ferðast flestir á þessum tíma sumars, þannig að þegar þetta gerist á þessum árstíma, þá eru það metdagar oft á tíðum,“ segir Friðþór. Hann segir vel fylgst með flugum- ferðinni yfir landinu en að fæstar vél- anna sem fari yfir hafi millilendingu í Keflavík. Hvað farþegafjölda varðar séu dagarnir fyrir og eftir verslunar- mannahelgi einna annasamastir í Keflavík og svipað eigi við um ann- ríkið í háloftunum. holmfridur@mbl.is Mikið annríki í háloftunum Morgunblaðið/RAX Í loftið Fæstar vélanna sem fljúga um svæðið millilenda hér á landi.  Flugvélarnar elta vindstrengi í háloftunum  Háannatími í fluginu  Bestu leiðirnar reiknaðar út á hverju kvöldi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.