Morgunblaðið - 31.07.2012, Page 8

Morgunblaðið - 31.07.2012, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2012 Járnskortur getur verið ein ástæðan Vandaðar bætiefnablöndur úr lífrænni ræktun, fyrir börn og fullorðna. Þreytt og slöpp? Nánar á heilsa.is Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum. • Einkenni járnsskorts geta verið t.d. mæði, þreyta svimi, kulsækni, hjartsláttaróregla og höfuðverkur. • Floradix og Floravital hjálpa fólki til að viðhalda góðri heilsu og heilbrigði. • Blandan byggist upp á fljótandi lífrænu járni, sérvöldum jurtum, ávaxta djús og blöndu af c- og b-vítamíni, til að auka járnbúskap líkamans. Vaxandi áhyggjur eru af lakaritækjakosti Landspítalans. Geislunartæki hafa verið í fréttum vegna bilana og fram hefur komið að megintækin séu mjög komin til ára sinna, einkum þó annað þeirra.    Það er sagtað 400 milljónir þurfi til endurnýj- unar þeirra. Það er vissulega mikið fé.    En þess er skemmst að minnastað Norræna velferðarstjórnin, eins og hún kallaði sig, er að kasta heilum milljarði króna á glæ í óþarfa gæluverkefni sem tengist óskilgreindri óbeit hennar á ís- lensku stjórnarskránni.    Síðasti kaflinn á því eyðsluæði erað henda 250 milljónum króna í skoðanakönnun um sex almennt orðaðar spurningar sem gaman- samir láta hafa sig í að kalla þjóðar- atkvæði.    Hið óþarfa samningabrölt umIcesave kostaði meira en 400 milljónir svo ekki sé minnst á þá tugi milljarða sem þjóðin forðaði að felldir yrðu á Ísland.    Ekki þarf að nefna Sjóvá ogSparisjóð Keflavíkur til sögu eða svo ótal margt annað.    Annars vegar eru glappaskot oggæluverkefni ríkisstjórnar og hins vegar er dauðans alvara.    Hvers konar gerð af gálgahúm-or er það þegar forystufólk með slíkan slóða kennir sig við „skjaldborg“ eða norræna velferð? Landspítalinn. Er þetta pólitísk útgeislun? STAKSTEINAR Veður víða um heim 30.7., kl. 18.00 Reykjavík 13 skýjað Bolungarvík 16 léttskýjað Akureyri 20 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 10 súld Vestmannaeyjar 13 skýjað Nuuk 10 skýjað Þórshöfn 11 skúrir Ósló 20 heiðskírt Kaupmannahöfn 17 skýjað Stokkhólmur 22 heiðskírt Helsinki 18 skýjað Lúxemborg 17 léttskýjað Brussel 17 léttskýjað Dublin 16 léttskýjað Glasgow 15 léttskýjað London 20 heiðskírt París 18 skýjað Amsterdam 17 léttskýjað Hamborg 16 léttskýjað Berlín 22 léttskýjað Vín 23 léttskýjað Moskva 27 heiðskírt Algarve 27 heiðskírt Madríd 36 heiðskírt Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 28 heiðskírt Róm 33 heiðskírt Aþena 32 heiðskírt Winnipeg 21 alskýjað Montreal 25 léttskýjað New York 26 léttskýjað Chicago 30 léttskýjað Orlando 31 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 31. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:34 22:35 ÍSAFJÖRÐUR 4:17 23:02 SIGLUFJÖRÐUR 3:59 22:46 DJÚPIVOGUR 3:58 22:10 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Umhverfisstofnun ákvað í síðustu viku að synja umsókn Norðursigl- ingar um leyfi til fimm ára til að hefja tilraunasiglingar með ferðamenn á Mývatni. Telur stofnunin að sigling- arnar geti haft truflandi áhrif á fugla- líf Mývatns auk þess sem núgildandi verndaráætlun geri ekki ráð fyrir at- vinnustarfsemi af því tagi sem sótt er um. Synjunin óskiljanleg Þorsteinn Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri Norðursiglingar, segir að synjun Umhverfisstofnunar sé al- gjörlega óskiljanleg og að hún hafi komið sér í opna skjöldu. Norðursigl- ingar hefðu átt í samstarfi við land- eigendur á Geiteyjarströnd á bökk- um Mývatns og öll áhersla hefði verið lögð á nærgætni við náttúruna og að tryggja að fólk gæti upplifað náttúru vatnsins á eins vistvænan hátt og hugsast getur. „Vatnið hefur verið nytjað frá ómunatíð og á seinni hluta tuttugustu aldar var mikil umferð báta á vatninu vegna netaveiða sem nú hafa lagst af. Ég sé ekki hvernig siglingar eftir ákveðnum leiðum á al- gjörlega hljóðlausum bát gætu ógnað lífríki vatnsins.“ Samkvæmt Þorsteini var fyrir- hugað að nota sérhannað víkingaskip til siglinganna, þar sem slík skip væru grunnrist og hentuðu því vel fyrir Mývatn. Skipið gæti borið um 30 farþega og myndi sigla tvisvar á dag yfir sumartímann. Skipið myndi ganga fyrir rafmagni, seglum og árum og væri því óháð nýtingu jarð- efnaeldsneytis og laus við losun gróðurhúsalofttegunda. „Okkur þykir það umhugsunarvert hversu mikil áhrif Umhverfisstofnun virðist geta haft á að okkar mati eðli- lega atvinnustarfsemi. Við íhugum nú okkar stöðu og hvort við munum kæra niðurstöðuna,“ segir Þorsteinn að lokum. Siglingum synjað á Mývatni Morgunblaðið/Birkir Fanndal Mývatn Umhverfisstofnun hefur synjað Norðursiglingu um leyfi til siglinga með ferðamenn um vatnið. Norðursigling íhugar að kæra niðurstöðuna.  Umsókn Norðursiglingar um leyfi til að sigla með ferðamenn hafnað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.