Morgunblaðið - 31.07.2012, Side 11

Morgunblaðið - 31.07.2012, Side 11
Ljósmynd/Sigurður Sigurðarson breytingar og eins ummerki eftir þann mikla fjölda sem gengið hefur hálsinn, hafi gert að verkum að hefð- bundin gönguleið sé orðin erfiðari yfirferðar þegar komið er framhjá vaðinu ofan við Efstafoss og beinlín- is hættuleg víða. Hann, og fleiri, hafa því beint því til fólks að fara aðra leið yfir Fimmvörðuháls upp með Skógaá vestanmegin á háls- inum. Leiðina alla kalla menn Fossa- leið enda blasa við göngumanninum allt að þrjátíu og sjö fossar af öllum stærðum og gerðum á leiðinni. Margir þekkja fossana tuttugu og tvo á fyrri hluta leiðarinnar, frá Skógafossi og upp að Vaði, en færri hafa séð hina fimmtán fossana sem eru í vestari upptakakvísl Skógaár og eru með leiðinni upp að Fimm- vörðuhrygg. Vaxandi vandi með auknum ferðamannafjölda „Fossaleiðin er gimsteinninn á suðurhluta Fimmvörðuháls upp Skógaheiði og ég held þetta verði helsta gönguleiðin, vona það. Hún er létt- ari yfirferðar, en kannski seinfarnari því það er svo margt að sjá og skoða,“ segir Sigurður og hlær við en bætir svo við af meiri al- vöru að það sé við- varandi og vaxandi vandamál hvaða áhrif aukinn ferðamannafjöldi hefur á fjölfarnar gönguleiðir eins og þá á Fimmvörðu- hálsi. „Því fleiri sem fara gönguleið því meira treðst hún niður. Síðan þegar rignir krækja menn framhjá pollunum og búa til nýja slóða sem troðast niður og svo koll af kolli. Ferðafélögin hafa víða staðið sig vel í umgengni og viðhaldi á slóðum, en það þarf að taka á þessu á skipuleg- an hátt,“ segir Sigurður og nefnir sem dæmi um það sem vel er gert hvernig leiðin upp með Skógafossi hafi verið lagfærð. Tengingin er mikils virði „Ef ferðafélög og sjálfboðaliða- samtök fengju efnivið væru margar hendur fúsar að vinna þessi verk. Við sjáum það af þeim gönguleiðum sem búið er að stika og lagfæra um allt land að vinnuaflið og áhugi eru fyrir hendi. Ég hef sjálfur staðið í þannig vinnu og haft óskaplega gam- an af, en efniskostaðurinn er drag- bítur.“ Sigurður hefur verið viðloð- andi göngu- og fjallaferðir í áratugi og víða komið. Hann segir að leiðin yfir Fimmvörðuháls sé ein af sínum uppáhaldsleiðum, ekki síst fyrir það að hann tók þátt í að endurbyggja Fimmvörðuskála fyrir tuttugu ár- um, en hann stendur á grunni skála sem félagsskapurinn Fjallamenn byggði 1940. Hann segir og að teng- ingin við Fjallamenn hafi verið inn- blástur honum og fleirum sem að vinnunni komu. „Tengingin við þá hugsjónamenn og ekki síst við Guð- mund frá Miðdal var okkur mikils virði, okkur fannst við vera að feta í fótspor frumkvöðla sem við bárum mikla virðingu fyrir.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2012 · Brúðkaup · Fermingar · Árshátíðir · Afmæli · Ættarmót · Útskriftir · Erfidrykkjur Sími 551 4430 · laekjarbrekka.is Erum staðsett í hjarta Reykjavíkur Bjóðum upp á veislusali fyrir allt að 100 manns Litlabrekka Kornhlaðan Er veisla í vændum? Setning Íslendingar mæta til leiks. Verslun Þessir ungu menn skoðuðu minjagripi af miklum áhuga. Úrval Minjagripirnir heilla marga. Árið 2009 var gerð rannsókn í háskólanum í Exeter sem vakti athygli íþróttamanna víða um heim. Þar kom í ljós kom að hjólreiðamenn sem drukku hálf- an lítra af rauðrófusafa fyrir keppni gátu hjólað 16% lengra en þeir sem ekki drukku safann. Ástæðan fyrir þessu kom mörg- um á óvart, en í safanum er hátt hlutfall af nítrati sem líkami okkar breytir í níturoxíð. Það hefur æðavíkkandi áhrif og veld- ur því að líkaminn getur flutt meira af súrefnisríku blóði til vöðva. Þetta leiðir af sér að út- hald og frammistaða eykst þótt íþróttamenn séu undir gífurlegu álagi. Um þessar forvitnilegu nið- urstöður má lesa á vefsíðunni www.lifandimarkadur.is. Rannsókn á rauðrófum Hollusta Hjólreiðamenn sem drukku rauðrófusafa komust 16% lengra en hinir. Fleytir hjólreiðafólki áfram Skráning er nú hafin í afmælishlaup Atlantsolíu sem fer fram miðvikudag- inn 8. ágúst kl. 19:00. Vegalengd í boði er 7 km en hlaupið hefst fyrir ut- an höfuðstöðvar Atlantsolíu á Lóns- braut 2 í Hafnarfirði. Verður hlaupið meðfram strandlengju Hafnarfjarðar að Hrafnistu og til baka. Leiðin sem er hlaupin er flöt og ákjósanleg til að ná góðum tíma. Skráningargjald er kr. 1.200 fyrir 15 ára og eldri og kr. 500 fyrir 14 ára og yngri. Keppt er í þremur flokkum karla og kvenna; 14 ára og yngri, 15- 39 ára og 40 ára og eldri. Bikar verður afhentur fyrsta karli og konu og fyrstu þrír í hverjum flokki fá verðlaunapening. Einnig verður boðið upp á ýmiskonar út- dráttarverðlaun. Skráning fer fram inni á www.hlaup.com og er hún opin til 24:00 hinn 7. ágúst. Athugið að ekki er í boði skráning á hlaupdegi. Afmælishlaup Atlantsolíu Afmælishlaup Leiðin liggur um Hafnarfjörð í afmælishlaupinu. Hlaup meðfram strandlengjunni Sigurður gekk tvisvar yfir Fimmvörðuháls á síðasta ári, fyrst í ágúst og síðan í októ- ber, en hann tók einnig að sér skálavörslu í Fimmvörðuskála í þrjár vikur í september. Hann vann svo að bókinni síðasta haust. Hann notaði textann að mestu óbreyttan, en lagaði hann þó til, felldi út og bætti við, sérstaklega um eldgosin. Hann bætti líka við fjölda mynda og setti inn á þær ör- nefni. Í bókinni er laust kort af leiðinni. Samsýn ehf. gerði korta- grunn og ofan á þau kort vann Sigurður gönguleiðir og setti inn örnefni. Umbrot vann Helgi Sigurðsson auglýsinga- 4teiknari og Prentmet ehf. prentaði. Kraftverk markaðsstofa ehf. gefur bókina út og dreifir henni. Hún fæst á skrif- stofu Útivistar, í Hag- kaupum og Útilífi. Að auki er hægt að panta hana á netfanginu fimm- vorduhals@kraftverk.is og fá hana senda í póst- kröfu. Nýjar myndir og ný kort ENDURBÆTT ÚTGÁFA Fimmvörðuháls Útsýnið af Bröttufannarfelli til norðurs. Ef gengið er frá Skógum hallar hér norður af og hvert sem litið er blasa við hrikaleg fjöll, jöklar og gljúfur. Ein myndanna úr bókinni Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.