Morgunblaðið - 31.07.2012, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 31.07.2012, Qupperneq 15
VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Öll okkar orka hefur farið í að laga húsið og við höfum ekki haft tíma til að vinna úr þeim fjölda hugmynda sem upp hafa komið,“ segir Stein- gerður Jóhannsdóttir sem ásamt manni sínum, Árna Emanúelssyni, er að gera upp gamla íshúsið í Krossavík við Hellissand, Hvíta- húsið. Þau hafa opnað sýningarsal og minjagripasölu í húsinu og eru að innrétta listamannaíbúð. Hvíta- húsið verður því listhús. Þau festu kaup á húsinu fyrir þremur árum en það hafði staðið autt í áratugi. „Við förum oft í gönguferðir hingað í Krossavík og fylgdumst með þessu fallega og traustbyggða húsi sem vindurinn blés í gegnum. Við biðum eftir að einhver gerði eitthvað í málinu en þegar það gerðist ekki föluðumst við eftir því til kaups,“ segir Stein- gerður. „Við erum haldin húsaham- ingju,“ bætir Árni við og vísar til þess að þau hafa lengi unnið við að gera upp gömul hús í frístundum. Þau áttu húsbíl og fóru mikið um landið en fundu þörf fyrir að eign- ast fastan samastað. „Okkur lang- aði að eignast sumarhús við sjó- inn,“ segir Steingerður. Þau festu kaup á gömlu húsi á Hellissandi til að gera upp og hafa raunar gert upp annað hús á staðnum. Þau dvelja þar mikið á sumrin. Verið að innrétta íbúð Steingerður er áhugaljósmynd- ari og Snæfellsjökull og allt um- hverfið í Krossavík togar hana til sín. Frá upphafi var það ásetningur þeirra hjóna að veita öðru listafólki aðgang að þessu fallega umhverfi og því er tilgangurinn að koma upp listhúsi. Þau eru komin vel á veg með við- gerðir á húsinu og hafa opnað sýn- ingarsal og minjagripasölu. Í and- dyrinu er lítil sýning um afa Árna, Gísla Stefánsson útvegsbónda og oddvita á Hellissandi. Þá eru þau að vinna í að innrétta listamannaíbúð á efri hæðinni. Listafólkið getur búið í húsinu, unnið og jafnvel haft sýn- ingar á verkum sínum. Sjálf er Steingerður með sýningu á ljós- myndum í húsinu í sumar. Þau stefna að því að ljúka við- gerðum fyrir áramót enda eru fyrstu listamennirnir búnir að boða komu sína í byrjun næsta árs. Þau hafa lítið kynnt hugmyndir sínar í listheiminum en þó fengið ágætar undirtektir. „Við erum ekki aðeins að hugsa um myndlistarfólk, heldur einnig að tónlistarfólk geti fengið að njóta þeirrar einstæðu kyrrðar sem hér er.“ Kyrrð og friður Hvítahúsið var byggt fyrir tæp- um áttatíu árum sem íshús til að frysta beitu. Öflug útgerð var í Krossavík fyrstu áratugi tuttugustu aldarinnar sem þurfti sína þjónustu. Húsið, sem upphaflega hét Snæfell, var alltaf kallað Hvítahúsið. Það var ekki notað sem íshús nema í fáein ár en hafði staðið autt í áratugi þegar Árni og Steingerður fundu það. „Já, þetta er hús með sögu og sál. Hér er gott að vera, mikil kyrrð og friður,“ segir Steingerður og opnar dyrnar sem snúa að Snæfellsjökli. Hús með sögu og sál Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Listhús Steingerður Jóhannsdóttir og Árni Emanúelsson eru að gera upp Hvítahúsið, gamla íshúsið í Krossavík við Hellissand á Snæfellsnesi.  Gamla íshúsið í Krossavík við Hellissand gert upp eftir áratugi í niðurníðslu  Verður listhús við rætur Snæfellsjökuls og listamannaíbúð verður innréttuð FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2012 Frönsk húsgögn og búsáhöld fyrir bústaðinn og heimilið Útsalan hafin allt að 50% afsláttur „Hann hefur verið hjálplegur og er auk þess skemmtilegur maður. Það var mikils virði að fá hann sem nágranna í sum- ar,“ segir Steingerður um þýska listmálarann Peter Lang sem verður næsti ná- granni gesta Hvítahússins fram á vor. Peter Lang ferðast um heiminn til að mála. Hann hefur þann háttinn á að flytja öll sín áhöld og efni í gámi og tjaldar í kring. Þannig hef- ur hann aðstöðu til að búa og vinna. Hann er aðeins eitt ár á hverjum stað og flytur þá hafturtask sitt og í stað efn- anna verður í gámnum fjöldi stórra listaverka sem fara á sýningu. Gámurinn fer hins vegar til næsta lands og verður bækistöð listamanns- ins næsta árið. Steingerður og Árni hafa verið í góðu sambandi við Peter Lang í sumar en hanner nú staddur úti í Þýskalandi vegna opnunar sýningar. Hann fór á strandveiðar með Árna og hefur ráðlagt Stein- gerði vegna sýningar hennar um Snæfellsjökul. „Hann verður fyrsti gest- urinn okkar í listamiðstöð- inni. Hann ætlar að taka nið- ur tjaldið í vetur og nýta okkar aðstöðu,“ segir Stein- gerður. Hjálplegur og góður nágranni ÞÝSKUR LISTMÁLARI DVEL- UR Í EITT ÁR Á HELLISSANDI: Tvö fíkniefnamál komu upp í Vest- mannaeyjum um helgina og var í öðru þeirra um að ræða sölu fíkniefna. Karlmaður um þrítugt var hand- tekinn aðfara- nótt laugardags og í framhaldi af því var farið í húsleit á heimili mannsins. Við leit fundust á milli 60 og 70 grömm af amfetamíni og nokkuð af peningum, sem grunur leikur á að sé afrakstur fíkniefna- sölu. Viðurkenndi maðurinn að hafa stundað sölu fíkniefna og telst málið að mestu upplýst. Í hinu tilvikinu var maður á þrítugsaldri, sem kom með Herjólfi til Vestmannaeyja, stöðvaður eftir að fíkniefnaleitarhundurinn Luna fann fíkniefnalykt af manninum. Við leit á honum fannst lítilræði af kannabisefnum, sem hann viður- kenndi að eiga. Fíkniefnasali handtekinn í Eyjum Erlendur karl- maður á þrítugs- aldri var þann 20. júlí dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til níu mánaða fang- elsisvistar eftir að hafa orðið uppvís að því að hafa komið fyrir afritunarbúnaði á hraðbanka í miðborg Reykjavíkur. Maðurinn hóf afplánun dómsins strax. Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu segir, að maðurinn hafi verið handtekinn á Akureyri eftir að rannsókn lögreglu leiddi hana á spor hans, en búnaðurinn fannst þann 7. júlí. Því hafi ekki liðið lang- ur tími frá því að upp komst um brotið þar til dómur féll. Þetta er í annað skiptið á þessu ári sem mál af þessu tagi kemur upp, en fyrsta málið af þessum toga hér á landi kom upp árið 2006. Ekki er vitað til þess að neinn hafi kom- ist upp með afritun greiðslukorta hér á landi án þess að lögreglu hafi tekist að hafa hendur í hári þeirra. Dæmdur fyrir að afrita greiðslukort Gunnlaugur Árnason Stykkishólmi - Útgerð styrkist veru- lega í Stykkishólmi með komu tveggja nýrra báta. Það eru bátarn- ir Þórsnes SH 109 og Bíldsey SH 65 og leysa þeir af hólmi eldri báta í eigu útgerðanna. Þórsnes SH hét áður Marta Ágústsdóttir GK og er í eigu Þórs- ness ehf. sem rekur bæði útgerð og fiskvinnslu. Þórsnes SH mun stunda línu- og netaveiðar. Verið er að setja beitingavél um borð í skipið, ásamt fleiri breytingum. Skipið verður tilbúið til veiða í næsta mánuði. Bíldsey SH 65 var keypt frá Sand- gerði og hét áður Kiddi Lár GK. Það er Sæfell hf. sem á og gerir bátinn út. Bíldsey SH hefur tekið miklum breytingum norður á Siglufirði og hefur verkið verið unnið hjá Siglu- fjarðar-Seig. Báturinn var lengdur um tæpa 3 metra og mælist nú 15 metrar á lengd. Eftir breytingarnar er Bíldsey SH mun öflugri bátur til að sinna sínu hlutverki. Báturinn er með beitingavél og er í krókaafla- markskerfinu. Bíldsey SH hefur þegar hafið róðra og rær nú frá Breiðadalsvík. Í áhöfn eru fjórir menn. Allur bolfisksafli bátsins er unninn hjá Þórsnesi ehf. Eggert Halldórsson, framkvæmdastjóri Þórsnes ehf, segir að með tilkomu þessara tveggja báta muni hráefnisöflun fyrir fyrirtækið verða mun örugg- ari. Samanlagt reiknar hann með að þessir tveir bátar komi til með að landa um 2.500 tonnum á ári til vinnslu hjá fyrirtækinu. Það mun renna sterkari stoðum undir rekst- ur fyrirtækisins. Eggert segir að nýja Þórsnesið taki mun meiri afla í lest en það gamla sem gerir það að verkum að hægt er að sigla til heimahafnar með aflann frá fjar- lægum miðum og í því felst mikil hagræðing. Eggert segir að mikið og gott samstarf sé á milli þessara tveggja fyrirtæja sem er tilkomið m.a. vegna þess að Þórsnes ehf. er hluthafi í Sæfelli hf. Allur afli sem Þórsnes tekur á móti er verkaður í salt og starfa um 25 manns við vinnsluna og 10 manns um borð í Þórsnesi SH Tveir nýir bátar komnir í Hólminn Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Þórsnes SH Annar nýju bátanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.