Morgunblaðið - 31.07.2012, Page 19

Morgunblaðið - 31.07.2012, Page 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2012 Í síðari heimsstyrjöldinni gerði Winston Churchill greinarmun á „endinum á upphafinu“ og „upphaf- inu að endinum“ í frægri ræðu. Þessi greinarmunur getur einnig átt við um ófriðinn í Sýrlandi. Nýlegir at- burðir – flótti hátt settra embættis- manna sýrlensku einræðisstjórnar- innar, fall þriggja af hæst settu embættismönnum Bashars al- Assads forseta og átök sem blossað hafa upp í sjálfri höfuðborginni – benda til þess að stjórn Assads sé að falli komin eftir langt tímabil hægfara hnignunar. Ófriðurinn í Sýrlandi hefur geisað frá mars á síð- asta ári. Eftir nokkurra mánaða mótmæli og grimmilegar kúgunaraðgerðir fór ófriðurinn að taka á sig mynstur. Pólitíska stjórnarandstaðan – sundruð og máttvana – efldist þegar sundurleitir og laustengdir vopnaðir hópar gengu til liðs við hana undir merkjum „Frjálsa sýrlenska hersins“ ásamt hundruðum íslamskra jíhad-manna sem komu til Sýrlands í gegnum götótt landamæri og hófu bæði hernað og hryðjuverkastarfsemi. Stjórn- arandstaðan, sú pólitíska og vopnuðu hóparnir, gat ekki steypt stjórninni af stóli og stjórnin gat ekki bælt uppreisnina niður. Stjórnin naut góðs af stuðningi alavíta í Sýrlandi og aðgerðaleysi annarra minnihlutahópa, auk stuðnings borgarastéttarinnar í Damaskus og Aleppo sem óttaðist að íslamistar eða aðrir róttæk- ir hópar kæmust til valda ef stjórnin félli. Rússar og Íranar voru helstu bandamenn Sýrlands- stjórnar á alþjóðavettvangi, en vestræn ríki, Tyrk- land og arabaríki á borð við Sádi-Arabíu og Katar veittu ólíkum stjórnarandstöðuhópum takmark- aðan stuðning. Hernaðarlega kom upp pattstaða, en stjórnin hélt áfram að veikjast pólitískt. Stjórnkerfið virtist vera óskaddað og daglega lífið í Damaskus og Aleppo virtist í eðlilegu horfi, en stjórnin missti yf- irráð yfir sífellt stærri landsvæðum. Ástandið versnaði vegna átaka milli alavíta og súnníta og þau náðu hámarki með nokkrum grimmilegum fjöldamorðum. Grimmilegustu átökin geisuðu á sléttunum aust- an við höfuðvígi alavíta í fjöllunum og það vakti grunsemdir um að þeir hygðust hörfa til fyrri heimkynna sinna ef stjórnin félli og væru að reyna að stækka yfirráðasvæði sitt. Þessu mynstri stöðugrar hnignunar er lokið, nú þegar æ fleiri embættismenn og herforingjar ganga til liðs við stjórnarandstöðuna. Athyglisvert er að Tlas-bræður – kaupsýslumaðurinn Firas og Manaf, hershöfðingi og vinur Assads – urðu fyrstu mennirnir til að flýja úr innsta kjarna einræð- isstjórnarinnar. Flótti embættismannanna og her- foringjanna hefur veikt stjórnina, eflt andstæðinga hennar og sent þau skilaboð að fall hennar sé óhjá- kvæmilegt. Árangursríkar árásir stjórnarandstöðunnar á hjarta öryggisstofnana stjórnarinnar hafa haft sömu áhrif, en henni tókst að vega þrjá af mikil- vægustu bandamönnum Assads: mág hans Asef Shawkat, Hasan Turkmani, fyrrver- andi varnarmálaráðherra, og eftir- mann hans, Daoud Rajha. Á sama tíma hafa hörð átök breiðst út til Damaskus. Stjórnin reyndi áður að gera sem minnst úr hættunni sem henni stafaði af stjórnarandstöðunni en átökin í Damaskus hafa fengið mikla umfjöllun í sýrlenska ríkissjón- varpinu. Svo virðist sem skilaboðin séu þau að úrslitastundin sé að nálgast. Enn er of snemmt að spá stjórninni falli á næstunni. Henni hefur verið komið á annað knéð en hún stendur enn og brást fljótt við falli embættis- mannanna þriggja, m.a. með því að skipa nýjan varnarmálaráðherra. Flest þeirra afla sem hafa var- ið stjórnina síðustu sextán mánuði styðja hana ennþá, stjórnarandstaðan er enn sundruð, og Bandaríkin og fleiri vestræn lönd eru enn treg til að beita öllum sínum þunga gegn stjórn Assads. En endalokin nálgast og nauðsynlegt er að gefa gaum að hættunum sem geta stafað af ástandinu í Sýrlandi. Fall einræðisstjórnarinnar gæti leitt til glundroða, allsherjarstríðs milli trúarhópa og skipt- ingar landsins vegna þess að í Sýrlandi vantar öfl- uga, vel skipulagða og alþjóðlega viðurkennda stjórnarandstöðu. Hætta er á að margir Sýrlendingar flýi til grann- ríkja sem gætu dregist inn í átökin. Glundroði og átök gætu hæglega breiðst út til veikra grannríkja á borð við Írak og Líbanon. Tyrkir, sem óttast alltaf að ófriðurinn í Sýrlandi geti haft áhrif á Kúrda í Tyrklandi, eru á meðal þeirra sem eru líklegastir til íhlutunar. Ennfremur getur verið hætta á því að eldflaugar og efnavopn stjórnar Assads komist í rangar hend- ur. Ríkisstjórn Ísraels hefur tekið varfærnislega af- stöðu til ástandsins í Sýrlandi en gefið til kynna að hún ætli ekki að sitja aðgerðalaus ef slík vopn kom- ist í hendur Hizbollah. Ekki er heldur hægt að úti- loka þann möguleika að sýrlenska stjórnin kveðji með því að grípa til örþrifaráða sem gætu haft al- varlegar afleiðingar. Til að fyrirbyggja slíkar hættur þarf að grípa til miklu áhrifaríkari og samstilltari aðgerða á alþjóða- vettvangi til að koma í veg fyrir að átökin í Sýrlandi verði að alvarlegu alþjóðlegu hættuástandi. Tíminn er orðinn naumur. Sýrlenski vendipunkturinn Eftir Itamar Rabinovich » Fall einræðisstjórnarinnar gæti leitt til glundroða, allsherjarstríðs milli trúarhópa og skiptingar landsins vegna þess að í Sýrlandi vantar öfluga, vel skipulagða og alþjóðlega viður- kennda stjórnarandstöðu. Itamar Rabinovich Höfundur var sendiherra Ísraels í Bandaríkjunum frá 1993 til 1996 og er nú fræðimaður við Tel Aviv University, New York University og Brookings- stofnunina. © Project Syndicate/Institute for Human Sciences. www.project-syndicate.org Um langt árabil vildi fjöl- mennur hópur landsmanna losna við erlendan her Atlants- hafsbandalagsins sem hafði af- not af landsvæði á Miðnesheiði. Fremstir í flokki fóru hernáms- andstæðingar sem iðulega efndu til fjöldamótmæla máli sínu til stuðnings. Sömu öfl á vinstri væng hafa til þessa dags haldið uppi áróðri gegn aðild Íslands að varnar- bandalaginu. NATO-stöðinni sem mönnuð var Bandaríkjamönnum var lokað í júní 2006. Það var einhliða ákvörðun Donalds Rumsfeld, þáverandi varnarmálaráðherra BNA, á þeim forsendum að engin þörf væri lengur fyrir varnarlið á Íslandi að kalda stríðinu loknu. Frá þeim tíma hefur þorri landsmanna verið sammála að héð- an í frá fengi engin þjóð eða þjóðabanda- lag ótakmörkuð afnot af víðáttumiklu ís- lensku landsvæði. Með öðrum orðum: íslensk jörð yrði framvegis aðeins eign Íslendinga, en stjórnvöld gætu heimilað takmörkuð afnot af landi í fjárfestingar- skyni vegna efnahagslífsins. Um þetta ríkir sátt þorra landsmanna. Ekki alls fyrir löngu birtist hér Huang nokkur Nubo, fyrrverandi embættis- maður í kínverska upplýsingaráðuneyt- inu, sem nú er sagður ómældur auðmað- ur. Hann vill eignast Grímsstaði á Fjöllum með öllum réttindum til að byggja þar túristaparadís fyrir þúsundir ríkra flokksfélaga frá alþýðulýðveldinu sem vilja njóta náttúrunnar hérlendis um leið og þeir spila golf. Þar á að rísa lúx- ushótel, 100 „glæsivillur“ fyrir auðkýf- inga, golfvöllur, alþjóðaflugvöllur og hvað þetta heitir nú allt saman. Ef af verður þá gera Kínverjarnir það sama og þeir gera í Afríku þar sem þeir eru stöðugt að ná undir sig stórum landsvæðum þar sem mikil náttúruauðæfi er að finna. Þeir girða svæðið af, loka því og banna alla umferð nema sína eigin og ráða aðeins kínverskumælandi starfsmenn, sem að- eins finnast í alþýðulýðveldinu. Heima- menn fái engu ráðið. Þeim er skákað til hliðar. Nýlendu- og yfirráðastefna Kína í Afr- íku er víti til að varast eins og fram hefur komið í fjölmiðlum og í máli Ögmundar Jónassonar ráðherra. Víða eru Afríku- menn búnir að fá nóg en þeir segja að það sé hægara sagt en gert að losa sig við hina nýju kínversku nýlenduherra. Grímsstaðir nægja ekki kínverskum valdamönnum. Því auk þess vilja þeir gera stórskipahöfn og reisa olíu- hreinsunarstöð á Norðausturlandi bæði vegna áforma þeirra um að komast í auð- lindir á heimskautasvæð- inu og hugsanlegar olíu- lindir Drekasvæðisins. Rétt eins og þeir eru langt komnir með að eignast öll helstu námu- félög á Grænlandi. Komið hefur fram, að til að byrja með ætli þeir að senda á annað þúsund kínverskra námuverkamanna þangað. Til samanburðar má benda á að Grænlend- ingar eru um 50 þúsund og gætu engan veginn varist þessu gír- uga nýlenduveldi í austri. Hvað ætlum við að gera ef sami fjöldi Kínverja kæmi til að vinna á norðausturhorninu. Við erum rúmlega 300 þúsund en í Kína búa rúm- lega 1,3 milljarðar manna. Kunna lands- menn ekki söguna af dönsku einokunar- versluninni? Viljum við endurtaka þá sorgarsögu? Því miður hafa fregnir af þessum áformum skapað ákveðið gullgrafaraæði hér og margur sér fyrir sér ómældan „dollaragróða“ (Kína á nú meira af doll- urum í sjóði en sjálf BNA) ef við leyfum umrædd umsvif Kína. Sumir sveitar- stjórnarmenn halda að með þessu hafi heimamenn loks höndlað hamingjuna og framtíðin verði dans á rósum. Þeir ættu að kynna sér framkomu fulltrúa kín- verska kommúnistaflokksins í Afríku og víðar um heim, sem er vægast sagt ógeð- felld. Í grein Elínar Hirst í Morgunblaðinu nýverið er haft eftir Miles Yu hjá The Washington Times að í Kína séu „engar einkafjárfestingar, að þar hafi einungis háttsettir núverandi eða fyrrverandi embættismenn í kínverska kommúnista- flokknum aðgang að fjármagni. Að baki þeirra standi deildir í kommúnistaflokkn- um og þar af leiðandi geti kínverska rík- isstjórnin yfirtekið fyrirtæki þessara manna hvenær sem er“. Góður vinur minn, göngulúinn her- námsandstæðingur, sagði við mig á dög- unum: „Það skyldi þó ekki enda svo að við hernámsandstæðingar breyttum heiti félagsins í Samtök Kínaandstæðinga?“ Flest okkar vilja hvorki fá Kína á Gríms- staði né Miðnesheiði. Við treystum Ög- mundi til að koma í veg fyrir að formaður VG selji Kínverjum aðgang að íslensku landi. Kínverjar á Miðnesheiði? Eftir Jón Hákon Magnússon Jón Hákon Magnússon »Nýlendu- og yfir- ráðastefna Kína í Afríku er víti til að varast. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Kast Þessi hafmeyja gerði sér lítið fyrir í gær og tiplaði á berum tánum og lopapeysunni út á fjörugrjótið við Laugarnes og kastaði fyrir fisk. Sjálfsagt hefur hana langað í góðan makríl í soðið. Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.