Morgunblaðið - 31.07.2012, Page 31

Morgunblaðið - 31.07.2012, Page 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2012 GLUGGAR OG GLERLAUSNIR idex.is - sími: 412 1700 - merkt framleiðsla • tré- eða ál/trégluggar og hurðir • hámarks gæði og ending • límtré úr kjarnaviði af norður skandinavískri furu • betri ending — minna viðhald • lægri kostnaður þegar fram líða stundir • Idex álgluggar eru íslensk framleiðsla • hágæða álprófílakerfi frá Schüco • Schüco tryggir lausnir og gæði • Þekking og þjónusta • Áralöng reynsla Fjölbreytilegt útlit hentar mismunandi tegundum bygginga Byggðu til framtíðar með gluggum frá Idex og alls ekki útilokað að fólk sjái plötu eftir okkur í verslunum enn á ný,“ segir Helga. Jóhann segir gerð nýrrar plötu vera eitthvað sem þau bæði hafi áhuga á að vinna að en eins og stend- ur sé þó ekkert í stöðunni að gefa út plötu. „Við höfum rætt þetta en það þyrfti þá að vera til staðar alveg skothelt efni, þ.e. lög og textar. Markaðurinn hefur tekið miklum breytingum og núna er meira um að tónlistarmenn gefi út eitt og eitt lag.“ Farsælt samstarf í meira en 30 ár Árið 2009 héldu þau Jóhann og Helga upp á þrjátíu ára starfsafmæli sitt en þá voru liðin þrjátíu ár frá því platan Ljúfa líf kom út. Þau segja bæði að samstarfið hafi verið mjög gott á þeim tíma sem þau hafa sung- ið saman en hvorugt þeirra hafði trú á því fyrir þrjátíu árum að þau myndu enn í dag vera að syngja sömu lögin. „Ég hugsaði nú ekki mikið um það á þeim tíma þegar við vorum að byrja hvort við yrðum enn að syngja saman sömu lögin eftir þrjátíu ár. Þetta eru bara svo góð lög, útsetningin góð og því hafa þau lifa góðu lífi allan þennan tíma. Við erum afskaplega stolt af þessu barni okkar ef það má orða það þannig,“ segir Helga en hún segist enn vera hissa á því þegar fólk á öllum aldri byrjar að syngja með á tónleikum. „Það er auðvitað mjög skemmtilegt þegar salurinn tekur allur undir og við erum alltaf jafn hissa hvað marg- ir kunna lögin okkar hvort sem það eru ungir eða aldnir.“ Varla er til sá Íslendingur sem ekki hefur heyrt eitthvað af lögum Jóhanns og Helgu en á plötunni Ljúfa líf var að finna fjöldann allan af ógleymanlegum smellum. „Vana- lega er ekki nema einn smellur á plötu eða í besta falli tveir til þrír en á plötunni Ljúfa líf var mjög mikið um smelli sem hafa verið mikið spil- aðir í gegnum árin,“ segir Jóhann. Fæstir muna þó að platan var gefin út m.a. í Japan og var þá nafni sveit- arinnar snúið upp á ensku sem You And I. Platan seldist í nærri 300 þús- und eintökum þrátt fyrir að diskó- tímabilið væri á undanhaldi víða um heim. Morgunblaðið/Eggert Dúetinn Þú og ég hefur sungið saman í meira en þrjá- tíu ár og er ekki að sjá að þau Jóhann og Helga ætli að hætta í bráð en þau munu skemmta í iðnó um helgina. Sjálfbærni og samfélag er yfirskrift fyrirlestraraðar sem listahópurinn Skæri steinn blað stóð fyrir nú dag- ana 25. til 27. júlí, í verkefnarýminu Bókabúðinni á Seyðisfirði. „Fyrir- lestraröðinni er ætlað að koma af stað samtali um áhugaverðar leiðir til að nýta betur það sem finnst innan sam- félagsins og umhverfisins,“ segir Þór- unn Eymundardóttir, ein af þre- menningunum sem skipa Skæri steinn blað. Meðal fyrirlesara voru Sólveig Alda Halldórsdóttir og Kristinn Már Ársælsson sem fjölluðu um sjálf- bærni og lýðræði. Ólafur Örn Péturs- son Skálanesbóndi miðlaði svo þekk- ingu og reynslu sinni af umhverfi, orku og skipulagi, og þá má nefna Godd Magnússon sem fjallaði um kraft og vægi einstaklingsins í sam- félaginu. Listakonurnar Þórunn Eymundar- dóttir, Hanna Sigurkarlsdóttir og Litten Nyström standa á bak við Skæri steinn blað. Þær hafa staðið fyrir ýmsum námskeiðum fyrir bæði ferðamenn og almenning, „pop-up“ verkefnum, opnum listasmiðjum og fleiru. Í framhaldi af fyrirlestraröðinni eru ýmsir viðburður á dagskrá dag- ana 1. til 3. ágúst í Bókabúðinni á Seyðisfirði. „Við erum að búa til við- burði þar sem fólk kemur og deilir þekkingu og reynslu,“ segir Þórunn. Þar er áætlunin að kanna betur lær- dóminn úr fyrirlestraröðinni, hvað sé meira hægt að gera og hvert sé fram- haldið af því. Nákvæma dagskrá má finna á skaftfell.is. larah@mbl.is Skæri steinn blað „Koma af stað samtali um áhugaverðar leiðir til að nýta betur það sem finnst innan samfélagsins og umhverfisins.“ Nýting samfélags og umhverfis Nýverið gaf kammerkórinn Schola cantorum út hljómplötuna Foldar- skart sem inniheldur íslenska efnis- skrá úr sumartónleikaröð kórsins. Tónleikaröðin stendur yfir í sumar í Hallgrímskirkju, þar sem kórinn spilar iðulega kl. 12 á miðviku- dögum til 12. september. „Þetta eru íslenskar kórperlur,“ segir Benedikt Ingólfsson um hljómplötuna, en hann er formaður kórsins. „Það hefur gengið vel hjá kórn- um frá byrjun. Til að mynda fór kórinn til Frakklands einu ári eftir að hann var stofnaður árið 1996 af Herði Áskelssyni, þar sem hann vann í kórakeppni,“ segir Benedikt en Hörður er einnig stjórnandi kórsins. Í kjölfarið hefur Schola cantorum gefið út fjórar hljóm- plötur. Fyrst kom út Principium ár- ið 1999 sem inniheldur tónlist frá 16. og 17. öld, Heyr himna smiður kom út 2001 þar sem íslensk sam- tímatónlist er í fyrirrúmi, Hall- grímspassía eftir Sigurð Sævarsson sem Schola cantorum flutti ásamt Caput og einsöngvara kom út 2010 og nýlega Foldarskart. „Kórinn syngur fjölbreytta tón- list. Hann hefur sungið bæði eldri tónlist frá endurreisnar- og barokktímabilinu, auk þess að flytja og frumflytja ný íslensk verk,“ segir Benedikt. „Kórmeðlimir Schola cantorum eru allt menntað tónlistarfólk sem hefur starfað eða starfar við tón- list,“ segir Benedikt. Kórinn hefur einnig tekið þátt í ýmsu tónlistar- samstarfi, til að mynda með Björk, Sigur Rós og sænska dúettinum Wildbirds and Peacedrums. Á döfinni er svo önnur hljóm- plata frá Schola cantorum, en á henni flytur kórinn m.a. nýlega tón- list eftir Hafliða Hallgrímsson, en vænta má hennar á haustdögum að sögn Benedikts. larah@mbl.is Íslenskar kórperl- ur á Foldarskarti Schola cantorum Gaf út sína fjórðu plötu sem nefnist Foldarskart.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.