Helgafell - 01.03.1942, Síða 17
UMHORF
3
vega og aðdráttum til þýzka hersins.
Amerískir fréttaritarar, sem þessum
málum voru kunnugir áður en Banda-
ríkin fóru í stríðið, telja að ekki fari sög-
ur af öðru eins þrælahaldi frá því að
pýramíðarnir miklu í Egyptalandi voru
byggðir.
VETUR í Áætlanir Þjóðverja um
RÚSSLANDI kyrrstöðu á austurvígstöðv-
unum fóru út um þúfur að nokkru leyti,
þótt Hitler tæki sjálfur við herstjórn.
Vegna fannfergi og hörkufrosta reynd-
ist örðugt að beita skriðdrekum og
Rússar sóttu hvarvetna fram með
skíðahersveitum sínum og riddaraliði.
,,Stutta*‘ vetrarvíglínan var rofin á
mörgum stöðum, og enn er óvíst, hversu
langt Rússar muni komast vestur áð-
ur en ísa leysir. Vegna sóknar Rússa
Þýz\a eigin\onan Eiginma&urinn
1940 1941
hafa Þjóðverjar neyðzt til þess að flytja
til Rússlands mikið varalið, sem ann-
ars átti vafalaust að geyma til vor-
sóknarinnar. Fleiri menn hafa verið
kvaddir til vopna í Þýzkalandi sjálfu,
og Þjóðverjar farið í liðsbón til allra
ríkja þeirra, sem þeim eru háð. Þeir
þurfa á gífurlegum fjölda hermanna
að halda, og Ungverjar einir hafa til
dæmis lofað þeim hálfri milljón manna
til austurvígstöðvanna. Rúmenar og
Búlgarar munu varla heldur láta sitt
eftir liggja. Þegar sóknin hefst í vor,
og hennar er vart langt að bíða, munu
Þjóðverjar því enn hafa óvígan her og
ógrynni hergagna, og þá verður tekið
á því, sem til er.
Hitt er svo annað mál, hvern árang-
ur sóknin ber í Rússlandi. Rússar eru
ekki vanbúnir. Þeir sækja enn fram og
reyna að ná aftur af Þjóðverjum sem
mestum löndum fyrir vorið. Fram-
leiðsla þeirra er í bezta lagi, og þeir fá
enn miklar birgðir hergagna frá Banda-
ríkjunum og Bretlandi og hafa þau til
taks, er vora tekur. Auk þess æfa þeir
nýja heri fyrir austan Volgu, og telja
fréttararitarar í Kuibishev, að þar séu
um 3.500.000 til 4.000.000 manna að
æfingum. Þessum her verður tefltfram,
þegar er Þjóðverjar hefja sóknina, og
meira að segja getur verið að Rússar
verði fyrri til.
{ VÍKING Á Samtímis því að Þjóð-
ATLANTSHAFI verjar hefja sókn í vor
suður og austur á bóginn munu þeir
gera eina tilraun enn til þess að teppa
siglingar á Atlantshafi og koma í veg
fyrir flutning hergagna frá Bandaríkj-
unum til Rússlands og Bretlands. Þeir
hafa gert sér mikla flugstöð í Þránd-
heimi og enn aðra í Narvík, en þaðan
munu kafbátar þeirra, önnur herskip
og flugvélar herja á kaupskip andstæð-
inganna á Norður-Atlantshafi.
Kafbátar frá Narvík mundu reynast
Bretum og Rússum skæðir á hafinu
milli íslands og Norður-Noregs, en þar
er siglingaleiðin til hafna í Norður-
Rússlandi. Það mundi heldur engu til
spilla, ef Þjóðverjar hefðu fáein stór
herskip í víking á þessum slóðum, og
ekki verður ósennilegt talið að það
hlutverk sé ætlað Gneisenau, Scharn-
horst og Prinz Eugen, sem nýlega