Helgafell - 01.03.1942, Blaðsíða 18

Helgafell - 01.03.1942, Blaðsíða 18
4 HELGAFELL sluppu úr klóm Breta um Ermarsund frá Brest til Kiel og Wilhelmshaven, en þaÖan er auðvelt að sigla þeim til Narvíkur. Reynist sú tilgáta rétt, að sjóhernaður Þjóðverja á Atlantshafi fari stórum í vöxt með vorinu, verða flota- og flugstöðvar Breta og Banda- ríkjamanna á íslandi enn mikilvægari en þær hafa áður verið. ÁTÖK Á NYRZTU Margt bendir til VÍGSTÖÐVUNUM þess, að Bretar hafi í hyggju að koma í veg fyrir áform Þjóðverja um stöðvun siglinga milli Bretlands og Rússlands. Brezkar flug- vélar eru dag hvern á sveimi yfir ströndum Norður-Noregs og Þjóðverjar flytja þangað mikið lið, til þess að vera viðbúnir innrás, sem ýmsir fréttaritarar láta í veðri vaka að muni verða gerð, og ætli Bandamenn sér að ná Norður- Noregi, og ef til vill Noregi öllum. Sænska stjórnin hefur kvatt mikið lið til vopna, og heræfingar voru nýlega haldnar í Jamtalandi, þar sem beitt var skíðahersveitum, vélahersveitum og flugliði. 70,000 menn, sem áður voru undanþegnir herþjónustu, vegna heilsubrests, hafa nú verið kvaddir til nýrrar læknisskoðunar, og verður hver maður tekinn í herinn, sem þar getur nokkuð gagn gert. Sænska ríkisþing- ið samþykkti í vetur geysimiklar fjár- veitingar til eflingar landvörnum, og verður því fé einkum varið til aukn- ingar flughers og vélahersveita. Lund- únaútvarpið gat þess fyrir skemmstu, að Svíar hefðu endanlega hafnað kröf- um Þjóðverja um liðflutninga yfir Sví- þjóð frá Noregi til Finnlands. í Svíþjóð er líklegt talið, að átökin harðni á nyrztu vígstöðvunum, þegar vora tekur, og verði þá Svíum hætt. Það er varla heldur að ástæðulausu, að sænska stjórnin grípur til þeirra ráðstafana, sem gerðar hafa verið, og þær benda ótvírætt til þess, að mikil tíðindi muni gerast þar norður frá áð- ur en langt um líður. HLUTVERK JAPANA Flestir eru sam- í VORSÓKNINNI mála um að megin- sókn Þjóðverja verði beint suður á bóg- inn, til Kaukasus, Irans og Iraks og Su- ezskurðsins. Þeir hefðu vafalaust stefnt til Suez í fyrravor, ef þeir hefðu treyst Rússum til þess að hafazt ekki að á meðan. Nú er síðasta tækifærið til þess að ná olíulindunum og Suezskurðin- um, og einskis verður látið ófreistað til þess að ná því marki. Ef það heppn- aðist, hrepptu Þjóðverjar nægar birgðir olíu og hefðu þar að auki tekið hönd- um saman við bandamenn sína Jap- ana, sem innan skamms verða mikils ráðandi á Indlandshafi og munu reyna að sækja þaðan til Suez. Þegar sókn Þjóðverja að vestan hefst, mun Japönum ætlað að sjá til þess, að enginn liðsauki berist Bretum í Egyptalandi um Indlandshaf, en þá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.