Helgafell - 01.03.1942, Qupperneq 30
16
HELGAFELL
staðafjöldinn þar naumast 5 af hundraði, en hinir landshlutarnir standa næst-
um í stað á þessu sviði. 1 stuttu máli sagt: Hið skáldaauðga Vesturland hefur
hlutfallslega þrisvar sinnum fleiri kvenna-staði en Austurland með sín fáu
skáld og litlu Ijóðagerð. Þetta væri frábær tilviljun og mjög dularfull, ef ekki
hafa eitt sinn verið náin menningartengsl milli skáldmenntar og upphafs
hinna stærri kvenna-staða.
Magnús Ólsen hefur gert að umræðuefni stórfelldan og afar merkilegan
mun á norskum og íslenzkum ,,staða"-nöfnum- Að tali hans eru kunnir í
Noregi um 2500 ,,staðir“, en á íslandi um 1100, sem hafa að forlið manns-
nafn eða viðurnefni. Hann bendir á það, að meir en tíundi hver íslenzkra
,,staða“-bæja er kenndur við konunafn, en kvenna-staðir Noregs séu alls um
30, þegar hæpin dæmi eru með talin, og muni nær sanni að lækka þá tölu um
helming. Það var sízt furða, þótt hinn gagnmerki og hugmyndaríki vísinda-
maður gengi ekki þegjandi fram hjá þessum feikna mun á kvenna-staða-
tölum landanna og freistaði að finna orsök hans. Magnús Ólsen hyggur,
að miseldri á ,,staða“-bæjum íslands og Noregs valdi miklu um muninn, og
einnig ólík búskaparskilyrði 'í löndunum. Virðist hann þá ætla, að fjöldi
bæja beri nöfn umkomulausra kvenna, sem lítt eða ekki nutu stuðnings karl-
manna við búskapinn. Skýringartilraunir þessar hafa að vissu leyti valdið
mér leiða, því að það má af líkum ráða, hvers vegna gjörhugull vitmaður
hefur ekki fest auga á merg málsins. Hin rótgróna gamla trú, að íslenzka
þjóðin og fornmenning hennar sé að meginstofni norsk, hefur byrgt fyrir
útsýnið. Sem huliðshjálmur hefur hún öldum saman hvílt yfir ýmsum mikil-
vægustu viðfangsefnum norrænnar sögu og breytt þar birtu í myrkur og
skini í skugga. Þegar skuggavaldi þessum hefur verið rutt úr vegi, þurfum
við ekki að spyrja, hvers vegna íslenzkir kvenna-staðir séu hlutfallslega
allt að 17 sinnum fleiri en hinir norsku. Við snúum þá rólega blaði við og
segjum: Þessi stórfelldi munur sýnir, að fornaldarkonur íslands hafa notið
ólíkt meira athafnafrelsis og virðingar en kynsystur þeirra af norskum ættum.
Eftir að landnámum lauk á Islandi, var Noregur nær því skáldalaust land
um aldaraðir. Það, sem þar hafði áður verið ort, féll í gleymsku, að því und-
an skildu, sem borgið var útflytjendum, er ísland byggðu. Svo sem að lík-
um lætur, var það einmitt kyn það, er kenna má við skáldmenntina, er varð-
veitti ávöxt hennar: eddukvæði, kappakvæði og ýmis önnur ljóð, en aðrir
ekki til langframa. Á víkingaöld er það sannkölluð tízka bæði á Islandi og
í Noregi að kalla býli nöfnum, sem enda á -,,staðir“ og auðkenna þá með
heitum ábúendanna. Meðal þessara bæja reyndust kvenna-staðir Noregs
vera undir einum hundraðshluta, eða líklega svo sem 0,6%, en kvenna-
staðir Islands um 11 af hverju hundraði- Af íslenzku landshlutunum hefur
Austurland langfæst skáld og kvenna-staði, og þar geymdust einnig trauð-
lega ljóð í manna minnum. Hér kemur nú röðin upp á við og gildir jafnt um