Helgafell - 01.03.1942, Blaðsíða 35

Helgafell - 01.03.1942, Blaðsíða 35
ELDHNÖTTURINN OG ELDFJALLIÐ 21 sums staðar eirrauðar, akurreinar tylla sér belti eftir belti upp eftir hlíðunum, sem eru gráar hið efra og opna hér og þar daladrögum leið inn í blámóðu fjallanna að baki. Þar sem hlíðarnar eru óarðar, virðist til að sjá sem stráð sé yfir þær bláleitum hnullungum, engu líkara en skúr grjóthagls hafi gengið yfir. Ekki áttaði ég mig á því, fyrr en í land kom, að þetta var kakt- usgróður klappa og urða. Vel má vera, að þessi þyrnigróður beri blóm á ára festi, og þegar kaktus blómstrar, er því líkast sem ilmi af steinum, það gefur eldbragð í munn. En það eru eldtungur jólastjarnanna frá greinum trjánna í görðum og limgirðingum, á litinn eins og maður hugsar sér gló- andi hrauneðju, sem sóma sér bezt við rætur eldbolsins slokknaða, er í æsku sinni og manndómi bar blómkrónu bál- andi hnattsálar. í sumardýrð suðlægs janúarhádegis nálgumst við þetta ljómaland, og það er komið nón og vel það, þegar skipið loksins leggst við taugar að hafnar- garði Heilags kross (Sta. Cruz), en svo heitir höfuðborgin á Teneriffa. Gufu- hnoðrar með ströndum fram hafa bor- ið vitni um, að enn logar eldur við rætur. Hiti að ofan og ylur að neðan og því engin furða, að runnar og tré og blómabeð keppast um, hver mest geti borið skrúðið og skrautlegast. Fag- urlitir blómkrónanna, snæblikið frá gígturninum, mildur sólarljómi af suð- vestri, — sól og skýjatröf, er sá þung- um, glitrandi skúrum yfir skyggðan hafflötinn mitt í sólskininu. Það er ekki og verður aldrei ofsög- um sagt af fegurð og margfaldleik jarðarinnar. En pálmar eru í raun og veru hálffátæklegir til að sjá. Blöðin minna á sumar tegundir hélurósa. Það er eins og þau kæli hjartað. Pálmatrén ^ - líkjast ekki þeim trjám, er teyga jarð- vökvann fremur en mildi loftsins, — þau eru líkust örvum, skotnum að jörðunni í kaldkátum leik einhvers staðar utan úr glæfragapi harkalegra himinfláka. Innan um pálma sækir á mann þorsti — og geigur. Á hafnargarði Heilags kross eru stórir hlaðar af gul- um, norskum furu- borðum og neftó- baksbrúnni, þýzkri svarðarmylsnu, en þetta hvort tveggja þarf til, ef ganga á vel frá banönum og tómötum. Það er þröngt fyrir spænsku stúlkurnar, sem helzt þurfa að ganga einar þrjár — fjórar, keðjað- ar saman með mjúkum handleggjum, og liða sig áfram innan um timburhrúg- öldin og svarðarteningana, en mikið má, ef guð vill. Og ekki eru þær allar svartar, síður en svo, hvaðan sem ljósu makkarnir og bláu augun bráhýru kunna að stafa. Það verður bæjar- stjórnin að gera upp við flytjendur fur- unnar og svarðarins, ef hún sér sér það fært. Annars er talið, að frumbyggjar landsins, Guancharnir, hafi verið bjarthærðir og hávaxnir, og enn sjái þess merki víða um eyjarnar, að sú manntegund sé ekki með öllu útdauð. Svo ef til vill er þetta allt með felldu. En ósköp eru þær annars frænkulegar, táturnar litlu með hörgula og rauða hárið, og ekki eru þær ólaglegar, enda vita þær af því, allur skrokkurinn er á iði, bara ef þær hreyfa fót. Og sjái maður þær í opnu götugluggunum, á leiðinni upp í bæinn síðar meir og sé ekki að leyna eftirtekt sinni, þá er nú baunað á mann og hverju skoti ætl- að að hitta í hjartastað. Það fara um mann kaldir og heitir straumar, en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.