Helgafell - 01.03.1942, Síða 36

Helgafell - 01.03.1942, Síða 36
22 HELGAFELL annars er það hálfódrengileg hernaðar- aðferð að hríðskjóta á varnarlausan vegfaranda úr óvígum virkjum og það án hernaðaryfirlýsingar, alveg eins og stórveldi ættu í hlut. En hvað sem því líður: „Guancharnir" á kanarísku eyjunum eru ólíklegir til að hverfa að fullu, meðan fært er yfir höfin, nema eyjarnar skylduein- hvern tíma sökkva í myrkvan mar — í kjölfar megin- landsins, Atlantis, sem þær eru taldar einu leifarnar af. Gullinskýjað kvöldið liggur með sér- stakri blíðu yfir Santa Cruz. Mikill friður fylgir rökkrinu í hinum þröngu gatnasundum. Alls staðar rekst maður á smátorg, skyggð trjám og þakin litsterkum blómum. Stundum er mað- ur í vafa um, hvort um torg eða húsa- garð er að ræða. Húsin, í fölum vatns- litum, bláum, rauðum og grænum, renna smátt og smátt meir og meir saman við kveldaðan himininn og slokknandi glóð skýjaslikjunnar. 011 festa sogast burt úr múrunum með hverfandi dagsljósinu, þeir standa eftir óraunhæfir — og þöglir, — umlykja mann friði álaga og álfheillunar, — svölum friði. Það er svo gott, að nótt- in og draumarnir bíða. Villifíkjutréð með sínum gilda, slétta, silfraða bol stendur sem steypt væri í jurtagörðun- um. Fjaðraakasían teiknar sínar leik- andi línur mót deyjandi dagsetrinu, reiðubúin að lyfta sér með hljóðum vængjaslögum út í þögula nóttina. Og meðan nokkur dagskíma er á lofti, gló- ir á eimyrju jólastjörnunnar, — það er ekki eingöngu undir heklu snjávar og fargi hraungarða, að eimir af eldi, að sýður í gígum. Lífið á marga gos- munna. Ég stend og horfi á tré, sem ég ekki veit nafnið á. Þungir blómklasar hanga eins og hnígandi blóðdropar frá grein- um, sem samlagast skugga komandi nætur meir og meir með hverju andar- taki. Ég skyggnist út úr sundinu, sem á þessa dýrmætu eign, og mér opnast sýn, — eldhnötturinn er að hverfa bak við eldkeiluna. Þau sameinast, — og dagurinn deyr að fullu. Hvílíkur dag- ur! .... Nóttin er að vakna til lífs. Skuggar mæla, draumar vefa völuspár. Lífið (sem felur í sér dauðann) er hlekkjað saman af ljósi og myrkri, hita og kulda, degi og nótt. Athöfn dagsins sprettur af fræjum draumanna. Vel má vera, að á slíku kvöldi hafi Kristó- fer Kólumbus ráfað um göturnar í Las Palmas, höfuðborg eyjanna á Gran Canaría (Stóru Hundey). Vera má, að hann hafi numið staðar á litla þrí- strenda torginu við dyr Santa Antonio Abad, sem líklega er minnsta kirkja í heimi, — ef til vill að undanteknum ís- lenzku torfkirkjunum, — og þrátt fyrir einfaldleikann einhver hin fallegasta. Til er sögn um, að þar hafi hann hlýtt messu árið 1492, áður en hann lagði upp vestur. Jarðhnötturinn snýst hálfan hring, — og þarna er sólin aftur. Dagar og nætur eru náðargjafir ferðalangi með tæpan tíma, — og hver er sá, sem ekki verður tímatæpur milli eldfjalla og sól- hnatta ? Sólbál á himni, ylur und ilj- um, ólgandi blóð. Lífið hverfur sem í leiðslu. Á nóttunni felur svefnværðin glóðirnar í eldgíg hjartans. Að morgni vaknar hann á ný og spýr eldi og ösku. Það er enn glænýr morgunn, sjó- svalur og hressandi, þegar ég lalla upp í bæinn, — mig langar til að kynnast eyjunni að degi. Spænskan mín er ekki á marga fiska, en nægir til að semja við bifreiðarstjóra. Áður varir erum við

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.