Helgafell - 01.03.1942, Page 42

Helgafell - 01.03.1942, Page 42
Sverrir Kristjánsson: Aldarminnini Georg Brandes er fæddur 4. dag febrúarmánaðar 1842, og kom í heim- inn tveimur mánuðum fyrir tímann, að því er hann sjálfur segir. Þessi bráð- láti sveinn varð samt síð- búinn til brottferðar úr heiminum. Hann andaðist 85 ára gamall árið 1927 með höndina kreppta um pennaskaftið, en þóttist þó ekki hafa lokið að fullu dagsverki sínu. Hann var ungur stúd- ent, er Prússar tóku af Dönum Holtsetaland og Suðurjótland, og lifði von- brigði þjóðar sinnar og harmleik, en varð skyggn- ari á marga hluti eftir en áður. Hann var nýorðinn doktor í fagurfræði sum- arið 1870, þegar her Vikt- ors Emanúels Ítalíukon- ungs rauf Vatíkanmúrinn hjá Pia Porta í Róm og veraldlegt ríki páfa- dómsins féll við lítinn orðstír. Brandes var þá staddur í Flórenz. Honum far- ast svo orð um þennan viðburð : ,,Ekki var þetta mikið afreksverk, því að páfi var fáliðaður, en þó er þessi atburður mikið tímanna tákn. Mér vöknaði um augu, er ég hugsaði um þann sigur, er frelsi mannanna hafði hér unnið”. Og hann flýtti sér til Rómar til að líta á vegsummerkin. ,,Eg tók smástein úr múrruðningnum. Því að nú skein loksins sól inn um skarð þeirrar borgar, þar sem Giordanó var brenndur á báli og Galílei var píndur”.

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.