Helgafell - 01.03.1942, Qupperneq 56

Helgafell - 01.03.1942, Qupperneq 56
42 HELGAFELL Maðurinn og máttarvöldin DavíS Stefánsson frá FagraskógL- GULLNA HLIÐIÐ. Sjónleikur. — Þor- steinn M. Jónsson, Akureyri 1941, 173 bls. 8vo. Verð ób. kr. 12,00, b. kr. 15,00. Fáum mun hafa dulizt það eftir fyrsta lestur Cullna hliSsins, að hér væri á ferðinni leikrit, sem líklegt væri til óvenjulegra vinsælda, þótt ef til vill tækist ekki öllum að gera sér þegar í stað fulla grein fyrir listgildi þess né meðferð skáldsins á efninu að öðru leyti. Leikritið er samið með Ieiksvið fyrir augum, en síður til lest- urs, enda mun fleirum hafa farið sem þeim, er þetta ritar, að þeir hafi ekki metið kosti þess til fulls, fyrr en þeir sáu það á leiksviði, að vísu við erfiðar ytri aðstæður, en ágæta meðferð leikenda í hinum meiri hlutverkum. Ymsum, sem lásu leikritið í fyrsta sinn með ströngustu bókmenntakröfur á nútímamælikvarða fyrir augum, mun hafa litizt svo, áður en þeir fengu yfir það fulla heildarsýn, að tilsvörin gætu víða verið andríkari, og meira en nægilegt til- efni og svigrúm gæfust til snjallorðari setninga, frumlegri fyndni, bitrari ádeilna eða háfleygari hugleiðinga en raun er á. Lítill vafi er og á því, að höfundurinn hefði getað freistað slíks með góðum árangri — hefði sú verið ætlun hans. En með þeim hætti hefði hann vart náð þeim tilgangi sínum að semja þjóðlegt leikrit með réttum aldarfarsbrag, eins og honum hefur tek- izt. Því að þjóðsagan um Sálina hans J6ns míns hefur eigi aðeins orðið Davíð Stefánssyni yrkis- hvöt, heldur hefur hann sjálfur reynzt anda hennar og blæ trúr til hins ýtrasta. I þjóðsögunni virðast ást og tryggð kerlingar til bónda síns reyndar ekki vera mergur málsins, heldur hitt, hversu frækilega henni tekst að leika á máttarvöldin. Þjóðsagan hendir í raun- inni skop að trúnni á óskeikulleik hins himneska almættis og réttlætis, góðlátlegt skop að vísu, en þó kemur þar fram snar þáttur þeirrar til- hneigingar, er mjög gætir í þjóðsögum vorum, að Iáta manninn hrósa sigri yfir máttarvöldun- um, góðum sem illum, jafnvel á krókaleiðum kænskju og refja. Davíð Stefánsson gerir þenn- an meginþátt þjóðsögunnar að vísu ekki að uppistöðu í leikriti sínu. Það snýst ekki um hin efstu rök fyrst og fremst, heldur um ást og trú- festi jarðneskrar konu, sem rýfur „lögmál him- ins og helvítis'" að lokum, án þess að nokkur skýring sé gefin á því, hversu slíkt megi verða. En höfundurinn heldur samt sem áður við- horfi þjóðsögunnar gagnvart máttarvöldunum, kergjunni, kýmninni og „trúnni á manninn". Og jafnframt hefur hann gert sér allt far um að skapa persónum sínum eðlilegt orðfæri, um- hverfi og aldarbæ, og virðist hafa tekizt það svo vel, að varla skeikar. Ég tel rétt og skylt að drepa hér á nokkr- ar athugasemdir við vinnubrögð skáldsins, þó að ekki sé nema ein þeirra frá mér sjálfum. Hin- ar hef ég heyrt utan að mér eða séð vikið að þeim í umsögnum. Fyrsta athugasemdin, sem hér verður gerð að umtalsefni, er frá þeim runnin, sem álíta, að bókmenntirnar eigi fyrst og fremst að vera bar- áttutæki og telja, að Davíð Stefánsson hafi látið hér hentugt tækifæri ónotað til framdráttar hin- um góða málstað í mannfélagsmálunum. En á- deilur skáldsins á sérdrægni, hræsni og harðýðgi eru engu síður hæfnar og bitrar, þótt ekki séu þær bornar fram í flokksnafni né beint ein- dregið að ákveðnum stéttum (sem þó fer nærri, sbr. Ríkisbubbann og Sýslumanninn). Þessar kröfur um baráttubókmenntir verður hvert skáld að virða, eins og eðli þess er samkvæmast, en engum getur talizt skylt að lúta þeim þar fram yfir, fremur en skilningsleysi eða hagsmunasjón- armiðum þeirra, er dæma allan þann skáldskap óalandi og óferjandi, sem varðar að verulegu leyti átök samtíðarinnar í félags- og menningar- málum. Onnur er sú, af frómu fólki komin, að skáld- ið láti hvergi örla á þeim mannspörtum hjá Jóni bónda, að hann eigi skilið tryggð og fórn- fýsi kerlingar. Þessi aðfinnsla þarf þó ekki að hafa við rök að styðjast. Að vísu kemur harla fátt geðfellt fram í fari Jóns á leiksviðinu, né heldur þar sem vikið er að ferli hans, en þó verður höfðingjadirfska hans og þverúð, þar sem hún nálgast hetjuskap, að teljast honum til tekna, og sitt af hverju hefur hann sér til máls- bóta. Hins vegar var ekki ástæða til þess fyrir skáldið að rökstyðja órofatryggð kerlingar til bónda síns þrátt fyrir allt. Þær tilfinningar, sem hún ber í brjósti til hans, spyrja ekki um rök, og til þeirra geta legið margar orsakir, einstakar eða samtvinnaðar, en ef til vill gefur skáldið nægar upplýsingar með orðum hjákonunnar f 2. þætti: „Jón var yndislegur maður, yndislegt dýr ' (er orðbragðið á þessu tilsvari ekki full- nútímalegt?). Aftur á móti finnst mér það nokkur veila f gerð leikritisins, og sú eina, sem máli skiptir, er höf- undurinn lætur Óvininn segja síðast í 2. þætti:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.