Helgafell - 01.03.1942, Page 57
BÓKMENNTIR
43
,,En getir þú Jóni í skjóðunni skotið
inn um skínandi hliðið, er afl mitt þrotið,
lögmál himins og nelvítis brotið“.
(Hlær).
Þó að líkindum eigi aðeins að felast storkun
í þessum orðum, er hér of berlega sagt fyrir um
leikslokin, jafnvel þótt gert sé ráð fyrir að þjóð-
sagan sé þorra lesenda og áhorfenda kunn. Auk
þess virðist eðlilegra og betur til fallið, að ást
og örvænting kerlingar, þegar öll sund eru að
lokast, veiti henni kjark og slægvizku til örþrifa-
ráðsins, fremur en bein vísbending sjálfs óvin-
arins. Vafalaust hefur skáldið þó talið sig hafa
giidar ástæður til þess að taka efni sitt þessum
tökum, og er sú líklegust, að það hafi látið
freistast til þess að koma hér að þeirri skemmti-
legu skoðun, er rík hefur verið frá öndverðu í
íslenzkri þjóðtrú, og víðar að vísu, að fjandinn
falli löngum á sjálfs sín bragði í viðskiptum sín-
um við guð og menn.
Fjórða aðfinnslan mun vafalaust eiga sér þó
nokkra formælendur og hefur komið fram í rit-
dómi. Hún er á þá leið, að leikslokin, er kerling
skotrar skjóðu sinni inn um dyragátt himnarík-
is, séu háskalega skopleg, og hefði skáldið átt
að leysa vandann með því að láta Jón fá nokkra
iðrun á síðustu stundu. Þannig hefði einhvers
konar skilorðsbundin sáluhjálp á nýguðfræðilega
vísu átt að verða að samningum þar efra, Jóni til
handa, í fullri mótsögn við allan anda leikritsins,
þjóðsögunnar og Jón sjálfan, eins og hann er úr
garði gerður að öðru leyti, og er víst óþarfi að
þakka höfundinum fyrir það, að hann hefur ekki
fallið fyrir svo ólistrænni freistingu, til þess að
geðjast talsverðum hópi lesenda og áhorfenda,
því að hún hefur sjálfsagt aldrei flökrað að hon-
um.
Davíð Stefánsson á skilið þann veg og vin-
sældir, sem þetta leikrit hans hefur enn aukið
honum, en ánægjulegast er þó, að Gullna
hliðið bendir til þess, að hann eigi eftir að
vinna enn glæsilegri sigra á sama vettvangi.
M. Á.
Sambúð ljóðs og listar
Guhmundur Bö&varsson: ÁLFAR
KVÖLDSINS. Ljóð. — Heimskringla.
Reykjavík 1941, 91 bls. í stóru 8vo.
Verð kr. 12,00.
Vafasamt er, hvort sú fáskipaða sveit, sem
enn þá ann fögrum ljóðum hér á landi, hefur
gert sér svo ljóst sem skyldi, hversu merkur at-
burður útkoma hinnar fyrstu Ijóðabókar Guð-
mundar Böðvarssonar (1936), var í raun og veru:
Einyrki í afskekktri sveit, óskólagenginn og fá-
förull, sendir frá sér fyrstu ljóðabók sína, þar
sem hvert kvæði er með ótvíræðum menningar-
brag, og nokkur þeirra (Kyssti mig sól —, Það
uxu tvö tré, ,,Ok velkjti þá lengi i hafi“) meðal
þess, sem bezt hefur verið kveðið á íslenzku. I
næstu bók sinni, Hin hvítu skip (1939), velur
skáldið sér yfirleitt stærri viðfangsefni, og bætir
þar við sig nokkrum ágætum kvæðum, er bera
vott um aukinn þroska og öryggi í efnismeðferð
(Rauði steinninn, Kvœðið um steininn, Bolta-
lei\ur og síðast, en ekki sízt, smákvæðið Vor
borg), en eru þó ef til vill ekki eins heillandi
ljóðræn og beztu kvæði fyrstu bókarinnar. Þó að
ekki yrði séð, þegar hér var komið, að Guð-
mundur væri háður annarlegum áhrifum, að
öðru leyti en því, að hann fylgdi dæmum hinna
beztu skálda af yngri kynslóðinni um fágun í
orðavali og ytri vinnubrögðum, varð ekki um
hann sagt, að hann væri verulega sérkennilegur
í list sinni. Til þess virtist þessi ungi bóndi í
rauninni vera í of nánum tengslum við margt
hið Jsezta í Ijóðmenningu samtíðar sinnar.
Talið er, að mörgum góðum ljóðskáldum, sem
fara vel af stað, sé það nokkur vandi að sleppa
með fullri sæmd frá þriðju bók sinni. Onnur
bókin nýtur venjulega góðs af þeim viðtökum,
sem hin fyrsta átti að fagna, bæði hjá skáldinu
sjálfu og lesendum þess, en oftast eru áhrif
þeirrar hrifningar tekin að fyrnast og fjara út
hjá báðum aðiljum, er þriðja bókin kemur, en
kröfur lesendanna aldrei meiri en þá.
Þriðja Ijóðabók Guðmundar Böðvarssonar, er
hann hefur valið nafnið Alfar kvöldsins, virð-
ist hafa fengið að kenna nokkuð á þessu
harða lögmáli, og sú hugsun liggur vandlátum
lesanda ekki fjarri, að skáldið hefði mátt staldra
ögn lengur við, áður en það lagði á svo örðug-
an hjalla, enda mætti það undur heita, ef mað-
ur, sem býr við aðstöðu Guðmundar Böðvars-
sonar til skáldskapar, væri því vaxinn að láta frá
sér fara, eftir tvö ár frá útkomu annarrar bókar
sinnar, nýja ljóðabók, er fullnægði þeim miklu
kröfum, sem hann má vita, að nú er farið að
gera til hans.
Þessi ummæli ber þó ekki að skilja svo, að
ekki sé margt um ágætan skáldskap í þessari nýj-
ustu bók Guðmundar. Skáldið leggst þar ef til
vill dýpra í hugsun en áður, en gerist jafnframt
dulara í tjáningu, að líkindum með vilja. Kvæði
eins og Tvœr hæðir, sem annars er ljóðrænt og