Helgafell - 01.03.1942, Blaðsíða 58
44
HELGAFELL
glæsilegt yfirlitum, er t. d. lítt eða ekki skiljan-
legt þeim, sem eigi þekkja harmsöguna um
Hallbjörn og Hallgerði í Landnámu eða þjóð-
sögnina um Hallbjarnarvörður. Ég þykist að vísu
vita, að Guðmundur hefur ekki ætlað sér að
yrkja hér sögukvæði í venjulegri merkingu þess
orðs, en engu að síður hefði hann átt að gera
lesendum sínum tilefni kvæðisins ljósara, a. m.
k. með fyrirsögn þess. Þessarar dular gætir í
íleiri kvæðum bókarinnar, án þess þó að hún
bregði ávallt yfir þau heillandi leyndardómsblæ.
Trúað gæti ég, að Guðmundur ætti að hugsa
sig betur um, áður en hann heldur lengra út á
þessa braut, og það því heldur sem ástæða er
til að ætla, að hér séu fremur listbrögð í tafli en
náttúrufar og nauðsyn.
Meðal góðra kvæða í þessari bók, er skara
þó varla fram úr beztu ljóðum fyrri bókanna
vil ég nefna: Flakfcannn á hestum (niðurlag
þess kvæðis er stórfenglegur skáldskapur),
Hrjóstursins ást, Morgunn, Lynghei&in rauð,
Eftirmáli og Bogmenn. En á þetta síðasttalda
kvæði, sem annars er eitt hið bezta og veiga-
mesta í bókinni, ber þó þann skugga, að það
minnir allt of mikið á Garð/jóð Tómasar Guð-
mundssonar, bæði um háttblæ og efni, til þess
að ánægjan af því, fyrir hönd Guðmundar Böðv-
arssonar, geti orðið óblandin. Áhrifa frá Tómasi
gætir víðar í bókinni, einkum í tveim kvæðum
(Sk.áld og Gátur hjartans), þar sem skáldið
bregður til gamansemi og ádeilu, án þess að
ná æskilegum árangri. Betur tekst honum í
kvæðinu Fuglar í runni, sem er af sama toga.
Ekki er örgrannt um að svipur einstakra vísu-
orða eða jafnvel erinda minni á Stein Steinarr,
og í kvæðinu Ehhi má ek b/óð sjá hefur Kvœðið
um fangann eftir Oscar Wilde orkað á hátt og
efnismeðferð. Annars er þetta langa kvæði frem-
ur óljóst og laust í reipunum. Þessara annarlegu
áhrifa gætir að vísu ekki nema í örfáum kvæð-
um, en þau sýna þó, að Guðmundur Böðvarsson
þarf að vera á verði gagnvart þeim framvegis.
Nokkuð virðist bresta á síðustu fágun í ein-
stöku kvæði, og bendir það til þess, að höfundur
hafi verið of fljótur á sér að þessu sinni að
láta handritið frá sér fara. Ég hirði þó ekki um
að fara langt út í þá sálma, enda eru þessar
vanrækslusyndir sjaldan stórvægilegar. Vafa-
samt er t. d., hvort höfundur hefur gert sér
ljóst, hvað hann var að fara, er hann talar um
ísópsins sirenuþyt“ í Atlantis. Setningin: ,,og
hjartanu blóðmissir uís“ í Hugleiðing um stríðið
stingur í stúf við venjulega smekkvísi Guðmund-
ar. Ekki er það góð tækni heldur að láta mikið
og gott kvæði, eins og Plœging, enda á jafn lit-
lausu og áherzlulausu rímorði og forsetningunni
við — en vel má vera að hér sé undirritaður að
kasta grjóti úr glerhúsi.
Það mætti með sanni segja, að enn væri ekki
farið að víkja hér einu orði að einkennum Guð-
mundar sem skálds, yrkisefnum hans, hugðar-
málum og afstöðu til manna og máttarvalda.
Svarið verður á þá leið, að tilraun til slíks í
örstuttu máli kæmi þeim að engu haldi, er ekki
hafa lesið bækur hans, en hinum væri hún ó-
þörf. En það skal sagt síðast orða, að þrátt fyrir
nokkur mistök, og þó fremur smávægileg, í Alf-
um kvöldsins, stendur Guðmundur Böðvarsson
eftir sem áður framarlega meðal beztu ljóðskálda
vorra, og spá mín er sú, að fjórða bók hans
skipi honum þar í fremstu röð, er hún kemur,
að nokkrum árum liðnum.
M. Á.
Guðfinna Jónsdóttir frá Hömrum:
LJÓÐ. ísafoldarprentsmiðja h. f. — 94
bls. Ib. kr. 10.00.
Ljóðin í þessari bók bera hæfileikum skáld-
konunnar svo merkilegt vitni, að þau hefðu átt
það skilið að vera flest betur ort en raun er á.
Um mörg þeirra er það að vísu svo, að ekki
virðist annað vanta en herzlumuninn, til þess að
þau hefðu orðið verulega góð, en eins og jafnan,
þegar svo stendur á, er það einmitt sá herzlu-
munur, sem skilur milli feigs og ófeigs. Það
er þessi skortur á samningslipurð, sem er aðall
allrar listar. I orðabók hennar er afsláttur ekki
til, og ekkert kvæði, sem stendur til bóta, er
góð ljóðlist.
Nú er það vissulega svo, að til eru þau ljóð
í bók Guðfinnu frá Hömrum, sem er óblandin
ánægja að lesa. Svo er t. d. um kvæðið Máriu-
erla, (bls. 38), sem er yndislegur skáldskapur,
tær og látlaus. Sama mætti einnig segja um ýms
önnur kvæði, sem sum gjalda þess eins, að
óviðkomandi efni hefur ekki verið ,,bannaður
aðgangur*'. Kvæðið A skautum (bls. 40), er t. d.
mjög prýðilega ort, en mundi þó græða veru-
lega á því, og fá miklu heillegri svip, væri síð-
asta erindinu sleppt. Nýtni og hirðusemi koma
sér að sjálfsögðu vel í daglegu lífi, en í skáld-
skap eru þessar dyggðir mjög varasamar.
En þó þessu sé þannig farið um sum kvæð-
anna, eiga ágallar þeirra oftar rót sfna að rekja