Helgafell - 01.01.1943, Blaðsíða 25
FYRSTA SKOÐANAKÖNNUNIN
11
Loks er að athuga, hvernig aldursskipting og skipting eftir stjórnmála-
skoðunum breytist við það, að atkvæði kvenna eru tvöfölduð.
í hinu breytta úrtaki eru 109 í elzta flokki, 153 í miðflokki og 158 í yngsta
flokki. Hlutfallsleg skipting er þannig 26,0%, 36,4% og 37,6%, eða örlítið
réttara en hið óbreytta úrtak. Hlutfall milli flokka er sem næst óbreytt.
í breytta úrtakinu eru 215 eða 51,2% hægri, en 205 eða 48,8% vinstri.
Tafla I ber með sér, að svörin við spurningunni eru aðallega flokkuð undir
fyrirsögunum: DýrtíSarmálið, S\ipulagningarmál (þjóðnýting eða skipulagn-
ing ýmsra atvinnugreina, atvinnuleysið eftir stríð o. s. frv.). SiÖferSis og
menntamál (,,Ástandið“, verndun tungunnar, uppeldismál, áfengismál o. s.
frv.). Stjórnarfar (Stjórnmálaspillingin, að koma á vinstri stjórn, mynda
sterka stjórn, útrýma kommúnisma, framsóknarmönnum o. s. frv.).
Það virðist svo sem hægri, konur og yngsti aldursflokkur leggi mesta
áherzlu á lausn dýrtíðarmálanna, sem fékk tæp 47% allra atkvæða. Hér ber
þó að athuga, að margir nefndu fleiri en eitt mál, og alls 34 tilfærðu sfypu-
lagningarmál sem nœsta svar á eftir dýrtíðarmálinu, en aftur á móti tilfærði
enginn dýrtíðarmálið sem númer tvö. (Aðeins fyrsta svarið er tilfært í töfl-
unni). Athyglisvert er, að 18% karla tilfæra stjórnarfar, en aðeins 8%
kvenna.
T A F L A II
Er œsjfilegt aS nánari kynni takist meS
setuliSinu og þjóS Vorri en nu eru ?
? )á Nei St.
Karlar, hægri, 45 ára og eldri i 3 27 31
,, ,, 30—44 ára .. 0 1 44 45
,, ,, 20—29 ára .. 0 0 33 33
,, vinstri, 45 ára og eldri I 2 19 22
„ „ 30—44 ára .. 2 5 45 52
„ ,, 20—29 ára .. 0 2 35 37
Konur, hœgri, 45 ára og eldri 0 10 28 38
„ ,, 30—44 ára .. 0 4 18 22
,, ,, 20—29 ára .. 0 2 44 46
,, vinstri, 45 ára og eldri 2 2 14 18
„ „ 30—44 ára .. 0 2 32 34
,, ,, 20—29 ára .. 2 4 36 42
Samtals 8 37 375 420
Hlutföll atkvæða voru sem hér segir:
? )á Nei Samt.
Samtals % . 1,9 8,8 89,3 100,0
Karlar, alls % ... . 1,8 5,9 92,3 100,0
Konur, alls % ... . 2.0 12,0 86,0 100,0
?: Svarar ekki. — St.: Samtals.