Helgafell - 01.01.1943, Blaðsíða 65
ÓLAFUR LÁRUSSON:
Unclir Jökli
Ymislegt um Bárðar sögu Snæfellsáss
V.
í Bárðarsögu eru nafngreindar þrjár dætur Bárðar og fyrri konu hans,
Helga, Þórdís og Guðrún. Fluttust þær til íslands með föður sínum og uxu
upp hjá honum á Laugarbrekku og urðu bæði „miklar ok ásjáligar“. Á
Arnarstapa bjó Þorkell Rauðfeldsson, hálfbróðir Bárðar. Þorkell átti tvo
sonu, Sölva og Rauðfeld. Þessi frændsystkin léku sér saman á vetrum
á svellunum við Barnaár. Var kapp mikið milli þeirra í leikjunum, og
vildu hvorug vægja fyrir hinum.
Eitt sinn lágu hafísar þar við land. Voru þau þá að leik niðri við sjó-
inn, og sló í kapp með Rauðfeldi Þorkelssyni og Helgu Bárðardóttur. Endaði
leikurinn svo, að Rauðfeldur hratt Helgu á sjó út á ísjaka. Þoka var á og
vindur hvass af landi, og rak jakann út til hafíssins. Helga komst upp á ísinn,
en hina sömu nótt rak ísinn undan landi og á haf út. Rak hann svo ört,
að Helga komst innan sjö daga með ísnum alla leið til Grænlands. Græn-
lendingum þótti hún hafa komið með undarlegu móti ,,ok fyrir þat var
hón tröll kölluð af sumum mönnum". Hún var kvenna vænst og svo þrosk-
uð, að hún var karlgild að afli til hvers, sem hún tók.
Helga fékk vist hjá Eiríki rauða í Brattahlíð, en dvölin þar varð henni ör-
lagarík. Hún hitti þar fyrir íslenzkan mann, Skeggja Bjarnarson frá Reykj-
um í Miðfirði (Miðfjarðar-Skeggja). Skeggi tók Helgu að sér og hafði við
hana fylgjulag. Um veturinn komu tröll og óvættir ofan í Eiríksfjörð. Voru
þau þrjú saman, karl og kerling og sonur þeirra. Gerðu þau mönnum margs
konar mein, en Skeggja tókst að ráða þau af dögum, og naut hann þá hjálp-
ar Helgu, sem ,,gaf honum náliga líf“. Næsta sumar fór Skeggi með Helgu
til Noregs, og voru þau þar veturlangt, en síðan fór hann heim til íslands, til
bús síns á Reykjum, og Helga með honum. Bárður, faðir hennar, frétti til
hennar og kom um haustið norður að Reykjum og sótti hana og hafði heim
með sér, enda var Skeggi þá kvæntur.
Helga varð aldrei söm eftir þetta. ,,Engu undi hón sér, síðan er hón skildi
við Skeggja; mornaði hón ok þornaði æ síðan“. Hún undi ekki heima og
hvarf þaðan á burt. Fór hún víða um landið og festi hvergi yndi, var alls
staðar með dul og oftast fjarri mönnum og oft í hreysum og hólum. Sögu-
höfundurinn segir, að Helguhellir í Drangahrauni sé við hana kenndur, ,,ok