Helgafell - 01.01.1943, Blaðsíða 88

Helgafell - 01.01.1943, Blaðsíða 88
74 HELGAFELL um á milljónir ofan sé eytt í njósnir og leiguspæjara, í stuttu máli sagt, þeir hl/óta að gleðjast, af því að böðulsöxin hangir yfir höfði hvers einasta borgara. Ég veit, að 1850 fóru Austurríkismenn aldrei svo langt, og ekki gerðu Bourbonar það heldur, né aðrir harðstjórar Ítalíu. Þeir ráku ekki menn í útlegð án dóms og laga. Þeir sakfelldu menn ekki svo ört, að fangelsisvistin, sem þeir dæmdu þá í, næmi þúsund sinnum þrjú hundruð sextíu og fimm dögum á fjórum árum. En mest var um það vert, að þeir skráðu aldrei í málaliðsher sinn sonu frjálslyndra manna, en það gera fasistar. Fasistar taka börnin frá foreldrum þeirra (jafnvel þótt frjálslyndir séu eða jafnaðarmenn), þegar þau eru átta ára, láta þau klæðast einkennisbúningi böðla og kenna þeim grimmd og hernað. ,,Elskið rifflana, tilbiðjið vélbyssurnar og gleymið ekki laghnífunum“. Þetta ritaði Mussolíni í grein handa börnum. Ekki verður hvorttveggja gert í senn, að dást að stefnu fasista og harma öfgarnar sem af henni leiða. Hún lifir á öfgunum og getur á engu öðru lifað. Ofgar eru rök fasista. Þeir reisa tilverurétt sinn á því að hefja of- beldið og greiða Toscanini hnefahögg í andlitið. Menn segja, að morðið á Matteotti hafi verið misráðið. Frá sjónarmiði fasista var það mesta snilldar- bragð. Menn segja, að það sé fávíslegt af fasistum að beita pyndingum til þess að knýja fanga til játninga. En vilji þeir láta stefnu sína lifa, eiga þeir einskis annars úrkosti. Þetta verða erlendir blaðamenn að láta sér skilj- ast. Ekki er unnt að vænta þess, að fasistastefnan verði friðarstefna og mannúðar, nema vér æskjum þess, að hún deyi að fullu og öllu. Þetta hefur fasistum skilizt, og því hefur Ítalíu nú um nokkurra ára skeið verið breytt í eitt allsherjar fangelsi, þar sem börnunum er kennt að tilbiðja þrældóms- hlekkina og vorkenna hinum, sem frjálsir eru. Unglingar um tvítugsaldur muna ekki annað andrúmsloft en þetta. Það getur varla heitið, að þeir kannist við nafn Matteottis. Síðan þessir unglingar urðu þrettán ára, hefur þeim verið kennt, að mannfólkið eigi sér engin önnur mannréttindi en þau, sem stjórnin veitir af gæzku sinni, eftir því sem við veit duttlungum hennar. Og þessu trúa margir. Menn trúa eins og nýju neti þeirri tröllasögu, að Mussolini hafi forðað Ítalíu frá stefnu kommúnista. En enginn má láta sér til hugar koma, að ítalir hafi látið blekkjast. Stjórnhættir fasista sjálfra sanna, hversu mjög ítalska þjóðin er andvíg stefnu þeirra. Þetta má ráða af ótta þeirra við allt pískur, og svo af hinu, hve grimmilega þeir refsa þeim, sem láta nokkuð bera á frjálsri hugsun, jafnvel hversu lítið sem er. Sú stjórn, sem veit sig styrka og fasta í sessi, beitir ekki þessum brögðum. í júní 1930 fór ég að senda frá mér bréf, einu sinni á hálfum mánuði. í þeim var ekkert, sem komið gæti í bága við stjórnarskrána, en skýrt var þar fyrir lesöndum, að öllum, sem hlíta vildu lögum og góðri skipan, væri hin mesta nauðsyn á því, að búast sameiginlega við þeim degi, er fasista-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.