Helgafell - 01.01.1943, Blaðsíða 44

Helgafell - 01.01.1943, Blaðsíða 44
30 HELGAFELL en gerist þar alla jafna á miklu lengri tíma. Fyrst skapar trúin sinn hug- myndaheim og sitt táknmál, sem síÖan þroskast og þróast í goðafræðinni, en við þá þurð trúarinnar, sem ágerist á vissu skeiði í vexti menningarinnar, breytist þetta meira og meira í veraldlega og goðlausa list og lífsskoðun. Þann- ig á mjög mikill hluti listar og vísinda rætur að rekja til trúarbragða eða forn- eskju. Það er eins og þar sé einhver frumkraftur, sköpunarmagn, sem endist skáldunum langt fram í tímann. Óskasynir Óðins missa nú smám saman af handleiðslu hans, þeir verða ekki leiksoppar í hendi goðanna eins og Ódysseifur er orðinn hjá Hómer, þeir búa í mannheimi og verða sjálfir að bera ábyrgð á gerðum sínum. Einn sagnamaður nemur af öðrum. Hin erfðum borna list færir í stíl, dregur saman, formar og mótar. Úr aragrúa lífsins venjast menn á að gefa gaum að sérstökum gerðum manna, og eru ,,óskasynir“ Óðins þar framar- lega í flokki. En svo kemur veruleikaathugunin, sem dreifir, víkkar og auðg- ar, gerir hvern þeirra öðrum ólíkan. Forvitnin um samhengið og margbreytn- ina í verkum og skapferli þessara manna fer vaxandi. Skilningurinn á blæ- brigðum sálarlífsins verður æ nærfærnari. Við erum komnir inn í heim íslendingasagna. Það úir og grúir af frábærum mannlýsingum, og margar þeirra eru ótví- ræðar einstaklingsmyndir. Oft á skapferli þeirra sér sögu. Hér er mikið af torskyldum mönnum, og sumar þeirra mannlýsinga eru hvað eftirminni- legastar. Hér eru nú „óskasynir Óðins“, dökkhærðu hetjurnar: Egill, Víga- Glúmur, Skarphéðinn, Grettir. Hér er alfaðir sjálfur, orðinn að kristnum manni, það er Njáll. Og hér er Hallgerður. Og allt umhverfis eru svo aðrar persónur, sem ekki fengu frið til að verða að tegundarmyndum vegna þess að þær eru sessunautar óskasona Óðins. Þegar íslendingasögurnar líður, þverr hæfileikinn til að lýsa einstaklingum, og yngri fornaldarsögur standa á líku stigi og alþjóðlegar riddarasögur. Helgisögurnar hafa mikið af mannlýsingum, þar sem ein eigind er uppi- staðan, oft með svo sterkri undirstrikun, að lýsingin verður óraunsæ (það þarf ekki að vera last, og stundum eru þessar lýsingar áhrifamiklar) ; þær hafa stundum breytingu á hugarfari, en það eru sinnaskipti en ekki þróun. Ég veit ekki, hvort einstaklingsmyndir koma fyrir í leikritum frá miðöldum, en annars er það ekki fyrr en hjá Shakespeare og samtíðarmönnum hans. Þar koma fram í dýrð sinni allar nýjungarnar, sem íslendingasögur höfðu haft gagnvart fornlist Miðjarðarhafsþjóðanna. Og síðan hefur sú tegund mannlýsingar ekki þorrið, heldur þroskazt og borið nýja og nýja ávexti — við hlið hinnar, sem hefur átt eins ágæta iðkendur og t. d. Moliére eða Holberg. Sú spurning vaknar: Hvernig stendur á þeirri líkingu, sem er milli mann- lýsingar íslendingasagna og Shakespeares, þar sem vitað er, að hann þekkti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.