Helgafell - 01.01.1943, Blaðsíða 119
MERGURINN MÁLSINS
105
í Bretlandi og Ameríku varð mönnum þegar
ljóst, að sulfanilamid, sem hafði bein áhrif á
sýklana, hvort heldur þeir voru í líkamanum
eða utan hans, var lykillinn að framtíðarþróun
lyflækninganna, og brezkir og amerískir vís-
indamenn beindu allri athygli sinni að því að
rannsaka þennan einfaldari þátt lyfsins. Ut frá
niðurstöðum þeirra var unnt að finna skyn-
samlegan grundvöll fyrir skömmtun lyfsins, er
miðaði að því að halda nægilega miklu af því
stöðugu í blóðinu allan tímann, sem það var
gefið, til að gera út af við sýklana.
Samtímis þessum rannsóknum háskólanna
lágu rannsóknarstofur iðnrekendanna ekki á
liði sínu. Mörg framleiðslufyrirtæki settu sín
eigin merki af sulfanilamid á markaðinn og
unnu sleitulaust að því að finna nýjar sam-
setningar, sem kynnu að hafa meiri áhrif og
stærra starfsvið. Það féll í hlut brezks fvrir-
tækis, May & Baker, að tryggja sér einka-
rétt á sulfapyridin, sem var gefið út með
bráðabirgðaheitinu „M. & B. 693“ og seinna
gefið markaðsnafnið ,,Dagenan“. Síðan hafa
mörg sulfonamid (sem er samheiti fyrir öll lyf
af þessum flokki) verið framleidd, og hafa
sum þeirra sérstaka kosti við ýmsar sóttir.
Samt sem áður var það svo, þrátt fyrir árang-
urinn, sem náðst hafði í leitinni að nýjum og
áhrifameiri efnum af sulfonamid-flokknum, að
menn vantaði skynsamlegan grundvöll undir
Iyflækningatilraunirnar. Prontosil og eftirkom-
endur þess höfðu verið uppgötvuð með þeirri
fyrirhafnarsömu aðferð að byggja upp efna-
fræðilega mikinn fjölda af skyldum efnasam-
böndum og prófa verkun þeirra á sýkt dýr, án
þess að menn hefðu nokkra sérstaka ástæðu
til að búast við, að eitt efnið hefði meiri áhrif
en annað.
Þessi skortur á skilningi hafði ekki aðeins
fræðilega þýðingu, því að frekari rannsóknir
skorti alla skynsamlega leiðsögn, unz vitað
var, x hverju áhrif þessara lyfja voru fólgin.
Tveim árum seinna breyttist viðhorfið í
þessum efnum algerlega, þegar þrír brezkir
rannsóknamenn, Fildes, Wood og Selbie, sem
unnu fyrir læknisfræðilega rannsóknaráðið
hrezka (Medical Reserarch Council) við
Bland-Sutton meinafræðistofnunina í Middles-
ex-spítalanum í London, skýrðu frá uppgötv-
un, sem varpaði Ijósi yfir þessa gátu lyflækn-
inganna, er fram að þessu hafði ekki tekizt
að leysa. Fildes hafði um nokkurt skeið unnið
að sýklarannsóknum út frá því sjónarmiði, að
sóttvarnarlyf verkuðu með þeim hætti, að þau
sviptu sýklana vissum efnum, sem nauðsynleg
væru þeim til vaxtar, og eftir þessum brautum
beindi hann nú rannsóknum sínum á verk-
unum sulfanilamids. Árangurinn kom heim
við þá skoðun, að sulfanilamid (para-amino-
benzin-sulfonamid) verkaði með því móti að
koma í veg fyrir, að sýklarnir næðu í annað
mjög náskylt efni: para-aminobezoe-sýru.1)
Niðurstöður Fildes og samverkamanna hans
urðu hornsteinninn undir nýjum framförum
á þessu sviði, því að þær lögðu grundvöllinn
að nýjum skilningi á lyflækningunum, sem
við þetta beindust inn á nýjar brautir — nefni-
lega að rannsaka efnaskipti sýklanna með það
fyrir augum að komast eftir, hvaða efni væru
nauðsynleg fyrir vöxt sýklanna og hvaða
efnasambönd gætu hindrað sýklana frá að
nota þessi nauðsynlegu efni. Slíkar rannsóknir
eru nú í fullum gangi í Bretlandi, og síðustu
tvö árin hafa allmerkar frekari uppgötvanir
verið gerðar. Meðal þeirra er sú, að pantoþen-
sýra sé nauðsynleg mörgum sýklum. Með
þeirri þekkingu, sem fengin var, gátu menn
sagt það fyrir, að náskylt efni, pantoyltaurin,
mundi hindra þessa sýkla frá að notfæra sér
pantoþensýru og gæti það þannig vamað við-
gangi þeirra, og þessi spádómur hefur rætzt
nýlega samkvæmt tilraunum, er hafa staðfest
réttmæti kenningarinnar. Ástæður eru til að
halda, að þessi nýi sýkileyðir eigi eftir að reyn-
ast mikils verður til lækninga.
Það er samt annað efni, sem tekur lang-
samlega fram öllum öðrum sýkileyðandi lyfj-
um vegna þess, hve lítið þarf af því til að
drepa sýkla. Efnasamsetning þess er ekki kunn
enn þá, en því hcfur verið gefið nafnið peni-
cillin, og hefur það verið rannsakað eingöngu
■) Sýklunum virðist skjátlast vegna þess,
hve lík efnin era, taka gagnslaust efni fyrir
næringu og svelta raunverulega í hel, þótt þeir
séu alltaf að éta. Ath. þýS.