Helgafell - 01.01.1943, Síða 119

Helgafell - 01.01.1943, Síða 119
MERGURINN MÁLSINS 105 í Bretlandi og Ameríku varð mönnum þegar ljóst, að sulfanilamid, sem hafði bein áhrif á sýklana, hvort heldur þeir voru í líkamanum eða utan hans, var lykillinn að framtíðarþróun lyflækninganna, og brezkir og amerískir vís- indamenn beindu allri athygli sinni að því að rannsaka þennan einfaldari þátt lyfsins. Ut frá niðurstöðum þeirra var unnt að finna skyn- samlegan grundvöll fyrir skömmtun lyfsins, er miðaði að því að halda nægilega miklu af því stöðugu í blóðinu allan tímann, sem það var gefið, til að gera út af við sýklana. Samtímis þessum rannsóknum háskólanna lágu rannsóknarstofur iðnrekendanna ekki á liði sínu. Mörg framleiðslufyrirtæki settu sín eigin merki af sulfanilamid á markaðinn og unnu sleitulaust að því að finna nýjar sam- setningar, sem kynnu að hafa meiri áhrif og stærra starfsvið. Það féll í hlut brezks fvrir- tækis, May & Baker, að tryggja sér einka- rétt á sulfapyridin, sem var gefið út með bráðabirgðaheitinu „M. & B. 693“ og seinna gefið markaðsnafnið ,,Dagenan“. Síðan hafa mörg sulfonamid (sem er samheiti fyrir öll lyf af þessum flokki) verið framleidd, og hafa sum þeirra sérstaka kosti við ýmsar sóttir. Samt sem áður var það svo, þrátt fyrir árang- urinn, sem náðst hafði í leitinni að nýjum og áhrifameiri efnum af sulfonamid-flokknum, að menn vantaði skynsamlegan grundvöll undir Iyflækningatilraunirnar. Prontosil og eftirkom- endur þess höfðu verið uppgötvuð með þeirri fyrirhafnarsömu aðferð að byggja upp efna- fræðilega mikinn fjölda af skyldum efnasam- böndum og prófa verkun þeirra á sýkt dýr, án þess að menn hefðu nokkra sérstaka ástæðu til að búast við, að eitt efnið hefði meiri áhrif en annað. Þessi skortur á skilningi hafði ekki aðeins fræðilega þýðingu, því að frekari rannsóknir skorti alla skynsamlega leiðsögn, unz vitað var, x hverju áhrif þessara lyfja voru fólgin. Tveim árum seinna breyttist viðhorfið í þessum efnum algerlega, þegar þrír brezkir rannsóknamenn, Fildes, Wood og Selbie, sem unnu fyrir læknisfræðilega rannsóknaráðið hrezka (Medical Reserarch Council) við Bland-Sutton meinafræðistofnunina í Middles- ex-spítalanum í London, skýrðu frá uppgötv- un, sem varpaði Ijósi yfir þessa gátu lyflækn- inganna, er fram að þessu hafði ekki tekizt að leysa. Fildes hafði um nokkurt skeið unnið að sýklarannsóknum út frá því sjónarmiði, að sóttvarnarlyf verkuðu með þeim hætti, að þau sviptu sýklana vissum efnum, sem nauðsynleg væru þeim til vaxtar, og eftir þessum brautum beindi hann nú rannsóknum sínum á verk- unum sulfanilamids. Árangurinn kom heim við þá skoðun, að sulfanilamid (para-amino- benzin-sulfonamid) verkaði með því móti að koma í veg fyrir, að sýklarnir næðu í annað mjög náskylt efni: para-aminobezoe-sýru.1) Niðurstöður Fildes og samverkamanna hans urðu hornsteinninn undir nýjum framförum á þessu sviði, því að þær lögðu grundvöllinn að nýjum skilningi á lyflækningunum, sem við þetta beindust inn á nýjar brautir — nefni- lega að rannsaka efnaskipti sýklanna með það fyrir augum að komast eftir, hvaða efni væru nauðsynleg fyrir vöxt sýklanna og hvaða efnasambönd gætu hindrað sýklana frá að nota þessi nauðsynlegu efni. Slíkar rannsóknir eru nú í fullum gangi í Bretlandi, og síðustu tvö árin hafa allmerkar frekari uppgötvanir verið gerðar. Meðal þeirra er sú, að pantoþen- sýra sé nauðsynleg mörgum sýklum. Með þeirri þekkingu, sem fengin var, gátu menn sagt það fyrir, að náskylt efni, pantoyltaurin, mundi hindra þessa sýkla frá að notfæra sér pantoþensýru og gæti það þannig vamað við- gangi þeirra, og þessi spádómur hefur rætzt nýlega samkvæmt tilraunum, er hafa staðfest réttmæti kenningarinnar. Ástæður eru til að halda, að þessi nýi sýkileyðir eigi eftir að reyn- ast mikils verður til lækninga. Það er samt annað efni, sem tekur lang- samlega fram öllum öðrum sýkileyðandi lyfj- um vegna þess, hve lítið þarf af því til að drepa sýkla. Efnasamsetning þess er ekki kunn enn þá, en því hcfur verið gefið nafnið peni- cillin, og hefur það verið rannsakað eingöngu ■) Sýklunum virðist skjátlast vegna þess, hve lík efnin era, taka gagnslaust efni fyrir næringu og svelta raunverulega í hel, þótt þeir séu alltaf að éta. Ath. þýS.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.