Helgafell - 01.01.1943, Blaðsíða 96
82
HELGAFELL
hólmi hin næstu fjögur ár. Árið 1822 fluttist hann til Reykjavíkur og var
þar til haustsins 1824, er hann flutti til Vestmannaeyja og gerðist þar beykir
við Garðsverzlun, sem Westy Petreus, kaupmaður í Reykjavík, átti. í Vest-
mannaeyjum kvæntist hann 1. maí 1826 Sigríði Nikulásdóttur. Haustið 1828
fluttist Sigurður úr Vestmannaeyjum til Stykkishólms. Haustið 1830 fór
hann til Kaupmannahafnar til þess að nema þar dönsk lög, en brast stöðug-
lyndi til þess að koma því í framkvæmd. Á næsta vori var hann orðinn fé-
laus og réðst þá í þjónustu konungsverzlunarinnar grænlenzku. Stundaði
hann þar beykisstörf og átti jafnframt að kenna Grænlendingum hákarla-
veiðar. Hann dvaldist í Grænlandi á fjórða ár. Haustið 1834 kom hann út í
Stykkishólmi, og þar var hann viðloðandi hin næstu tvö ár. Hinn 7. janúar
1837 kvæntist hann að nýju, enda þótt hann hefði þá ekki fengið lögskilnað
við fyrri konu sína. Gekk hann þá að eiga Kristínu Illugadóttur á Gríms-
stöðum í Breiðavík. Hún hafði áður búið með Jóni Jónssyni og eignazt með
honum tvö börn, en hann var þá dáinn fyrir nokkru. Talið er, að Sigurður
hafi setzt í nokkur efni að Grímsstöðum, en það virðist allmjög orðum aukið.
Gengu efnin fljótt til þurrðar, því að Sigurður var lítill búsýslumaður og
enginn fjáraflamaður. Brugðu þau búi vorið 1841 eftir A/2 árs búskap að
Grímsstöðum.
Þegar fengizt hafði staðfesting á því, að Sigurður væri kvæntur fyrir, var
fyrirskipuð rannsókn á misferli þeirra Sigurðar og Kristínar 1. ágúst
1837. Héraðsdómur x máli þeirra var kveðinn upp 18. júní 1838 með þeim
úrslitum, að hjónabandið var dæmt ógilt, og skyldi Sigurður sæta þriggja
tuttugu og sjö vandarhögga refsingu, en Kristín sæta sektum. Sig-
urður áfrýjaði dóminum til landsyfirréttar og síðan til hæstaréttar,
og urðu lyktir málsins þær, að rétturinn fann ,,ekki næga ástæðu til að ónýta“
hjónabandið, en Sigurður skyldi sæta 27 vandarhögga refsingu og Kristín
greiða 8 ríkisdala sekt. Með konungsbréfi 22. júní 1840 var Sigurður und-
anþeginn refsingunni gegn greiðslu sektar. Til gamans skal þess getið, að
sækjandi fyrir landsyfirrétti gerði aðallega þær kröfur, að Sigurður yrði
„dæmdur til að missa sitt höfuð“, en til vara, að hann „verði dæmdur til
að erfiða ævilangt í Kaupmannahafnarfestingu.”
Það er engum vafa bundið, að þessi málaferli hafa orðið Sigurði ærið
kostnaðarsöm og átt verulegan þátt í því, hve fljótt hann flosnaði upp frá
jörðinni.
Þegar Sigurður brá búi, fluttist hann til Reykjavíkur, og bjó hann þar
við mjög erfið kjör, þangað til hann andaðist 21. júlí 1846, 48 ára að aldri.