Helgafell - 01.01.1943, Side 65

Helgafell - 01.01.1943, Side 65
ÓLAFUR LÁRUSSON: Unclir Jökli Ymislegt um Bárðar sögu Snæfellsáss V. í Bárðarsögu eru nafngreindar þrjár dætur Bárðar og fyrri konu hans, Helga, Þórdís og Guðrún. Fluttust þær til íslands með föður sínum og uxu upp hjá honum á Laugarbrekku og urðu bæði „miklar ok ásjáligar“. Á Arnarstapa bjó Þorkell Rauðfeldsson, hálfbróðir Bárðar. Þorkell átti tvo sonu, Sölva og Rauðfeld. Þessi frændsystkin léku sér saman á vetrum á svellunum við Barnaár. Var kapp mikið milli þeirra í leikjunum, og vildu hvorug vægja fyrir hinum. Eitt sinn lágu hafísar þar við land. Voru þau þá að leik niðri við sjó- inn, og sló í kapp með Rauðfeldi Þorkelssyni og Helgu Bárðardóttur. Endaði leikurinn svo, að Rauðfeldur hratt Helgu á sjó út á ísjaka. Þoka var á og vindur hvass af landi, og rak jakann út til hafíssins. Helga komst upp á ísinn, en hina sömu nótt rak ísinn undan landi og á haf út. Rak hann svo ört, að Helga komst innan sjö daga með ísnum alla leið til Grænlands. Græn- lendingum þótti hún hafa komið með undarlegu móti ,,ok fyrir þat var hón tröll kölluð af sumum mönnum". Hún var kvenna vænst og svo þrosk- uð, að hún var karlgild að afli til hvers, sem hún tók. Helga fékk vist hjá Eiríki rauða í Brattahlíð, en dvölin þar varð henni ör- lagarík. Hún hitti þar fyrir íslenzkan mann, Skeggja Bjarnarson frá Reykj- um í Miðfirði (Miðfjarðar-Skeggja). Skeggi tók Helgu að sér og hafði við hana fylgjulag. Um veturinn komu tröll og óvættir ofan í Eiríksfjörð. Voru þau þrjú saman, karl og kerling og sonur þeirra. Gerðu þau mönnum margs konar mein, en Skeggja tókst að ráða þau af dögum, og naut hann þá hjálp- ar Helgu, sem ,,gaf honum náliga líf“. Næsta sumar fór Skeggi með Helgu til Noregs, og voru þau þar veturlangt, en síðan fór hann heim til íslands, til bús síns á Reykjum, og Helga með honum. Bárður, faðir hennar, frétti til hennar og kom um haustið norður að Reykjum og sótti hana og hafði heim með sér, enda var Skeggi þá kvæntur. Helga varð aldrei söm eftir þetta. ,,Engu undi hón sér, síðan er hón skildi við Skeggja; mornaði hón ok þornaði æ síðan“. Hún undi ekki heima og hvarf þaðan á burt. Fór hún víða um landið og festi hvergi yndi, var alls staðar með dul og oftast fjarri mönnum og oft í hreysum og hólum. Sögu- höfundurinn segir, að Helguhellir í Drangahrauni sé við hana kenndur, ,,ok
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.