Helgafell - 01.07.1943, Qupperneq 9

Helgafell - 01.07.1943, Qupperneq 9
HELGAFELL 275 nýju, og líkur til liess, að þau örlög kunni einnig að henda Danmörku, eru engu minni, nema síður sé. En jafnvel þótt svo yrði ekki, eru öll líkindi til þess, að bölvun hinnar þýzku hermdarstjórnar geti orðið svo hraðvirk í Danmörku, að slík hjálp verði einnig þar nauðsynleg og vel þegin. Jóhann Sæmundsson læknir hefur sýnt Helgafelli þá velvild að rita fyrir það grein um þetta mál, og fer hún hér á eftir. í grein sinni drepur læknirinn á nokkur framkvæmdaratriði málinu til undirbún- ings. Eins og þar er vikið að, hlýtur fyrsta sporið að vera samtök áhuga- manna, er leiti síðan samvinnu við mannúðar- og menningarfélög, svo sem Rauða krossinn og kvenfélög landsins. Þegar slíkt samstarf væri komið á, yrði að sjálfsögðu leitað stuðnings ríkis, bæjar- og sveitafélaga um fjárstyrki og fyrirgreiðslu. En þar sem læknirinn gerir þessum atrið- um betri skil en við teljum okkur fært, vísum við um þau öll til greinar hans. TREYSTUM FORN Vlð lítum svo a’ að VINÁTTUBÖND framkvæmd þess- VIÐ NORÐURLÖND! arar kugmyndar mundi fela í sér viðunanlegt svar við þeim tveim samvizku- spurningum vorum, hvernig vér getum orðið nauðstöddum frændþjóðum vorum að mestu liði og sjálfir fullnægt kröf- um þjóðlegi'ar sómatilfinningar. Það er einnig skoðun okkar, að slíkar ráðstafanir séu í bezta lagi til þess fallnar að treysta til frambúðar gagnkvæma vináttu milli vor og hinna Norðurlandaþjóðanna, og því ættu þær að geta átt drjúgan þátt í því að varðveita og efla, á viðsjárverðum tíma- mótum, þau arfhelgu vináttubönd milli ís- lands og Skandínavíu, sem hinum Norður- landaþjóðunum hlýtur að vera þarft og ljúft, að lialdist órofin, en oss sjálfum menningarleg lífsnauðsyn. M. Á., T. G. Tillaga um þjóðarútgerð Mikilsmetinn fjármálamaður hefur vakið máls á því við Helgafell að láta þá hugmynd koma fram, að nú í góðærinu ætti að gera gangskör að því að hefja fjársöfnun, er miðuð væri við almenna þátttöku lands- manna, til stórfelldrar eflingar útgerðinni að styrjöldinni lokinni, og verði hér um að ræða undirbúning að þjóðarfyrirtæki, sem hagi bækistöðvum og rekstri eftir aðstöðu og atvinnuþörf hinna einstöku landshluta. Stofnun Eimskipafélagsins væri hér ákjósanlegt fordæmi, nauðsyn slíks útgerðarfélags alþjóðar tvímælalaus, sökum yfirvofandi atvinnubyltingar í land- inu, en fjárhagsleg skilyrði til almennrar hlutafjársöfnunar í þessu skyni óvenju- lega góð. Eins og stendur, væri langflest- um sjómönnum, verkamönnum, iðnaðar- mönnum og bændum kleift að gerast hlut- hafar, enda bæri að stefna að því, að þær stéttir, sem nú hafa atvinnu af fiskveiðum á einhvern hátt, eða líklegt má telja, að leiti þangað um lífsframfæri í náinni framtíð, leggi fram féð að svo miklu leyti, sem unnt er, og yrðu þeim þá jafnframt tryggð fullnægjandi hlutdeild um stjórn og rekstur fyrirtækisins á þann hátt, að ítök fjársterkra einstaklinga gætu ekki borið þar ofurliði lýðræðisreglur og heildarhags- muni. — Helgafell kemur þessari hug- mynd hér með á framfæri og mun gera sitt til að um hana verði fjallað í timarit- inu innan skamms af dómbærum mönnum, á þá leið, að fram komi rökstuddar tillögur um undii'búning og framkvæmdaratriði þessa stórmáls. Æskilegt væri, að sjálf- sögðu, að sem flestar raddir létu til sín heyra um hugmyndina, einnig utan Helga- fells, því að sannaxiega er of margt skraf- að og skrifað á almannafæri hér á landi til þess að þögnin ein ætti að verða álit- legum nýmælum að fjörtjóni, þótt reynsl- an bendi að vísu oft til þess, að gull þag- mælskunnar sé spákaupmönnum þjóðmál- anna útbærara þá en endranær.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.