Helgafell - 01.07.1943, Side 13

Helgafell - 01.07.1943, Side 13
Og karl er sterkur og kona ör, og kinnroðalaust hið unga fjör, það kyn er of stolt fyrir hjúp og hlekk, of hreint fyrir klæðanna smánarflekk. En megi þar stundum í stúlknaflokkum sjá stássblæju um mitti eða sveig yfir lokkum, þá tilgerð helgar sú hugsun ein að heilla eða gleðja þráðan svein. Hj á árinnar vogi, í víkinni efst, þar sem reykjanna togi af tjöldum hefst, þar unir smáfólksins leik og leit að lífsins undrum í þröngum reit hin ellisilfraða sveit. En hátt uppi á kletti í kaldheiðri ró ber konungsins hús yfir fjörð og skóg, og uppi, á völlunum víðu í kring, um vorhvarfaskeið stendur fólksins þing. Þann dag skipar konungur dómarastólinn, en dæmir ekki einn, því hans ráðgjafi er sólin, og sólin gefur sitt gullna svar um allt, sem verður og er og var.

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.