Helgafell - 01.07.1943, Page 14

Helgafell - 01.07.1943, Page 14
II. Á för gegnum skóg sá ég frjálsborinn mann, og frjálsari er enginn sveinn en hann, hans blóð er sólbrim í vindi á vori, hans vilji er gustur í hverju spori, og alls hann freistar og flest hann kann, á skeiðvelli frástur, f fangbrögðum knástur, jafn fengsæll með boga og spjóti, og margar á gleðimóti hann meyjarnar hefur kysst í biðlanna viðurvist. Mig heillaði hans glaðlétta göngufar, hve gervallur svipur hans vitni bar um frjálsborinn, frumvaxta mann, hve dulbros varanna virtist þá hans vissu tjá, að guðanna ljósborni líki og ljúflingur væri hann. Hann skrefar um kjarrlaufsins skrjáfandi flóð á skógarins villislóð, án ótta við yrmlingi hlær, sem ætlar að glepsa hann í tær, hann skopstælir gaukinn og þrefar við þröstinn og þræðir spor eftir hind, hann dvelur við sprettina og sporðaköstin í speglandi skógarlind, í blaðskjóli bakkans krýpur og blávatn úr lófa sýpur.

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.