Helgafell - 01.07.1943, Side 16

Helgafell - 01.07.1943, Side 16
„Álfur, Kálfur, þrár og þver, þekkirðu ekki, hver ég er?“ Og hún togar og kippir og klípur og ber, til að knýja hann til að anza sér, til að hræða hans hjarta á kreik, og hún sparkar í bak hans og þolrif þétt, en sú þraut hans er létt, eins og ofríki í elskenda leik. En í blindunni gerist bið hans dauf, hann brýzt um og gizkar: „Hnýfla, Klauf ættirðu að heita, Kló og Ketta, Klípa og Nípa, — og dugir þetta?“ Og hann hóf sig og hló, spratt úr helsinu á fætur og greip hana og dró sér að brjósti og munni og þrýsti henni þétt af þorsta, sem heimtaði fullan rétt, og hún óf honum arma um háls, gripin ekka, sem varnaði henni máls, innti augu hans, og í ásýnd manns, sem hún elskaði, kenndi hún sálar hans.

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.