Helgafell - 01.07.1943, Qupperneq 19

Helgafell - 01.07.1943, Qupperneq 19
JÓN HREGGVIÐSSON 285 með litla hönd, koldökkur á hárslit, lítið hærður, skeggstæði mikið, mó- eygður, gráfölur í andliti, snarlegur og harðlegur í fasi“. Kona hans hét Margrét Eyjólfsdóttir, og var hún tveimur árum eldri en Jón. Börn þeirra voru Sigríður, Bjarni og Þóroddur. Árið 1683 framdi J ón afbrot, sem hann var dæmdur til hýðingar fyrir. Fimmtudaginn 11. október 1683 var Guðmundur Jónsson sýslumaður í Borg- arfjarðarsýslu á leið með Jón til Heynessþings, þar sem fullnægja skyldi refsingunni. Með sýslumanni voru einnig Sigurður Snorrason böðull og bændurnir Illugi Nikulásson og Benedikt Sigurðsson í Galtarholti. Þeir komu við á Ytra-Miðfelli í Strandarhreppi síðla dags, en þeir ætluðu sér að Kata- nesi um kvöldið. Sigurður Magnússon bóndi í Ytra-Miðfelli veitti þeim förunautunum vel brennivín, og urðu þeir allir ákaflega drukknir. Meðan á drykkjunni stóð skarst í odda milli Jóns og Sigurðar böðuls. Barði Sigurður Jón með keyri, en eftir á vildi Jón ekki við það kannast, en viðurkenndi þó, að sig rankaði við að þeir Sigurður hefðu tekizt á um keyri, og hann tekið í öxl Sigurði. Undir myrkur um kvöldið héldu þeir síðan frá Ytra-Miðfelli. Sigurður böðull og Jón urðu viðskila við hina og riðu annan veg. Eftir það var Jón einn til frásagnar um viðskipti þeirra Sigurðar, og hefur hann sagt á þessa lund frá atburðum þeim, sem urðu eftir að þeir félagar héldu burtu frá Miðfelli: „Ætlunin var að ríða til Kataness. En svo dauðadrukknir vorum við, að enginn okkar rataði þangað um kvöldið, nema fyrrnefndur Benedikt einn. í þessu óviti ofdrykkjunnar ráfuðum við um langt fram eftir nótt, villtir vega, um mýrar og fen. Sigurður Magnússon, sem hafði veitt okkur, reið út í mógröf. Hann komst þó upp á bakkann, en féll þar í svefn, og hélt hann í svefninum í beizlið á hestinum, sem var á sundi í mógröfinni. En maðurinn svaf þangað til aðrir komu og hjálpuðu þeim báðum. Ég hélt áfram reiðinni fram eftir nóttinni, frávita af drykkjuskap, og fór villur vega. Veit ég síðan ekki hvað fyrir mig kom, unz ég vaknaði um nóttina, undir aftureldingu, þar sem ég lá nær dauða en lífi, því næturfrost hafði verið. Leit ég þá í kringum mig, og var stjörnubjart og mikið frost. Mér fannst ég sjá vatn (stöðuvatn), og sá ég þá hest eða aðra stóra skepnu milli vatns- ins og mín. Eftir ágizkun var ég fjóra faðma frá læk nokkrum, og stritaðist ég yfir lækinn, en skreið síðan á höndum og fótum að þessari skepnu (hest- inum), og stóð því næst upp með því að styðja mig við síðu hestsins, sökum þess að ég var orðinn örmagna. Teymdi ég svo hestinn að læknum. Fann ég þá, að eitthvað flæktist fyrir fótum mér, og þreifaði ég á því. Þetta var þá lambhúshetta, og sökum þess að ég var berhöfðaður setti ég hana upp. Því næst hrópaði ég tvisvar hástöfum: Hó, hó. En enginn svaraði mér. Ég hélt, að einhver hefði sofið þarna í námunda við mig, og að hann hefði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.