Helgafell - 01.07.1943, Page 23

Helgafell - 01.07.1943, Page 23
JÓN HREGGVIÐSSON 289 steypusmiður, sem nú er látinn, og Guðmundur Sigurðsson, ættingi lög- manns, sem nú býr á Gerði á Akranesi. Herra Benedikt og Kolbeinn gengu ekki út meðan að við lögmaðurinn áttum tal saman, en Guðmundur gekk út og inn, svo að ég get ekki með vissu sagt, hverju hann hefur veitt athygli af viðtali okkar. Þegar lögmaður hafði lesið afritin, svaraði hann mér af hógværð, en sagði að þetta væru ekki höfuðbréfin (frumritin). Ég sagði að þau væru heima, og æskti þess að hann leyfði að ég mætti koma á lög- þingið, og láta birta þau í lögréttu. Hann svaraði, að hann skyldi ekki verða mér mótfallinn í því, og sagði að ég hefði haft mikið ómak fyrir þessu, og bauðst til að gefa veiku barni mínu árlega einhverja ölmusu, sem ég vildi ekki þiggja. Afritin af verndarbréfunum urðu eftir hjá lögmanni, en hann fekk mér aftur afritið af stefnunni, en ég man ekki til að hann ritaði nokkuð á það. Ég fór síðan heim aftur frá Hvítárvöllum. Seinna fór ég til alþingis, og gekk til lögréttu, og bað um leyfi til að láta lesa upp bréf mín. Sigurður lögmaður svaraði mér, að ekki skyldi verða sneytt hjá þeim. Næsta dag kom ég aftur í lögréttu, og bað hins sama, og fekk hin sömu svör af fyrr- nefndum Sigurði Björnssyni lögmanni. Þriðja daginn gerði lögmaður mér boð, að ég skyldi koma til hans í búð hans, og gerði ég það. Þar sagði hann að bezt væri fyrir mig að hafa tal af landfógeta, og biðja hann að eiga frumkvæði að því, að bréf mín væru lesin upp. Ég fór síðan til Heide- manns landfógeta, og sýndi honum í búð hans frumritin af öllum þessum þremur bréfum, stefnunni og báðum verndarbréfunum. Það tjóar ekki fyrir mig að geta þess, sem hann sagði þá við mig, því að ég get engin vitni fengið að því. En víst er, að eftir þetta samtal okkar fannst mér að mér yrði þyngra fyrir að fá mál mitt tekið fyrir réttinn, heldur en mér hafði áður virzt, þegar ég talaði við aðra góða menn í Danmörku. Eftir samtal okkar fór Heidemann til lögréttu, og ég elti hann. Þegar við komum þangað, spurði hann mig, hvort ég hefði nokkuð, sem ég vildi láta lesa þar upp. Ég sagði já, og afhenti honum bæði verndarbréfin, en hélt á stefnunni í hendinni, og hafði í hyggju að afhenda honum hana, þegar vemdarbréfin hefðu verið lesin upp. Hann las síðan verndarbréfin í heyranda hljóði, og þegar því var lokið, sagði hann strax við mig, að mér hefði verið sýnd mikil náð og skyldi ég nú framvegis ekki troða illsakir eða áreita neinn, hvorki í orði né verki. Fórst svo birting stefnunnar fyrir. Þorði ég ekki að kunngera hana frekar.“ ,,Lofaði hann fógetanum og Sigurði lögmanni með handsali að um- gangast upp þaðan friðsamlega við alla menn hér á landi, og engan áreita að fyrra bragði til orða eða verka," segir í Valla-annál. Að þessu loknu fór Jón heim til konu og barna, og hafðist ekki frekar að í máli sínu, og aðrir ekki heldur. HELGAFELL 1943 19

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.